Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar 21. nóvember 2024 15:15 Í bernsku minni malaði útvarpið stöðugt. Ég man eftir þægilegum röddum á rás tvö. Útvarpsleikfimin skýrmælt. Og svo var stundum stinningskaldi og súld á stöku stað svo sem á Fonti og Dalatanga. Um seinni partinn tók Sigurður G. Tómasson og hans fólk öll völd með Þjóðarsálinni sálugu sem verður að teljast einn albesti útvarpsþáttur sögunnar. Kvöldmaturinn var snæddur klukkan sjö og enn malaði útvarpið. Kjarnyrt íslenskan dundi á mér klukkutímunum saman dag hvern án þess að ég gæfi því einhvern sérstakakan gaum. Fyrir keppnisferðir þurfti maður að safna. Ganga í hús, selja penna og betla dósir. Við strákarnir notuðumst við kort af hverfinu. Göturnar voru flestar kenndar við ýmis trjáheiti, sumar við áttir og aðrar við fólk. Sumar hétu skrýtnum nöfnum sem maður reyndi að fá útskýringu á. Þegar ég var tíu ára fékk ég tólf bækur í jólagjöf. Lalli Ljósastaur stóð upp úr. Góður! Framboð af nammi var allt annað. Til að verða sér úti um nokkurra vikna nammilager þurfti að leggja á sig. Vikum saman hittumst við og æfðum fyrir Öskudaginn. Vopnaðir mörgum vel æfðum lögum örkuðum við tímunum saman um bæinn og sungum m.a. um mann sem stýrði dýrum knerri. Á ferðum fjölskyldunnar suður og austur var lítið annað að gera en að stara út um gluggann. Stundum var mér sagt frá hinum og þessum örnefnum, jafnvel smá sögumoli með. Best fannst mér sagan af sláturkeppinum í Borgarvirki. --- Þessi melankólísku skrif mín að ofan eru ekki eitthvert raus um að allt hafi verið betra í gamla daga. Síður en svo! – æska landsins hefur að mörgu leyti aldrei verið jafn vel heppnuð að mínu mati. Þessi skrif mín eru tilraun til að varpa ljósi á það hvernig íslenskan átti greiða leið að eyrum mínum og margra jafnaldra minna á hverjum degi – og að ég hafi numið hana að miklu leyti utan skólans. Ég lærði ekki orðið táberg í skóla. Ég lærði ekki orðið knörr í skóla. Ég lærði ekki nafnorðið brá í skóla. Ég lærði ekki orðið sláturkeppur í skóla. Ég lærði ekki orðið tangi í skóla. Orðin urðu á vegi mínum við aðstæður sem eru meir og minna hættar að myndast í umhverfi barna og unglinga dagsins í dag. Á þessum grunni gat ég svo fengist við hin og þessi verkefni í skólanum og unnið dýpra með tungumálið. Kann að vera að hinar ýmsu breytingar sem hafa orðið á lifnaðarháttum okkar, hvernig hlutirnir eru gerðir, hvernig tæknin gerir suma hluti auðveldari, sé áhrifabreyta þegar kemur að lesskilningi barna? Ég hef trú á því að svo sé, en hversu mikil áhrifin eru gæti verið ansi krefjandi að rannsaka, en með vísindalegum aðferðum sérfræðinga væri það hugsanlega hægt. Og læt ég því hér staðar numið. Höfundur er tækniheftur grunnskólakennari sem ólst upp á tíunda áratugnum og var í hægferð í ensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í bernsku minni malaði útvarpið stöðugt. Ég man eftir þægilegum röddum á rás tvö. Útvarpsleikfimin skýrmælt. Og svo var stundum stinningskaldi og súld á stöku stað svo sem á Fonti og Dalatanga. Um seinni partinn tók Sigurður G. Tómasson og hans fólk öll völd með Þjóðarsálinni sálugu sem verður að teljast einn albesti útvarpsþáttur sögunnar. Kvöldmaturinn var snæddur klukkan sjö og enn malaði útvarpið. Kjarnyrt íslenskan dundi á mér klukkutímunum saman dag hvern án þess að ég gæfi því einhvern sérstakakan gaum. Fyrir keppnisferðir þurfti maður að safna. Ganga í hús, selja penna og betla dósir. Við strákarnir notuðumst við kort af hverfinu. Göturnar voru flestar kenndar við ýmis trjáheiti, sumar við áttir og aðrar við fólk. Sumar hétu skrýtnum nöfnum sem maður reyndi að fá útskýringu á. Þegar ég var tíu ára fékk ég tólf bækur í jólagjöf. Lalli Ljósastaur stóð upp úr. Góður! Framboð af nammi var allt annað. Til að verða sér úti um nokkurra vikna nammilager þurfti að leggja á sig. Vikum saman hittumst við og æfðum fyrir Öskudaginn. Vopnaðir mörgum vel æfðum lögum örkuðum við tímunum saman um bæinn og sungum m.a. um mann sem stýrði dýrum knerri. Á ferðum fjölskyldunnar suður og austur var lítið annað að gera en að stara út um gluggann. Stundum var mér sagt frá hinum og þessum örnefnum, jafnvel smá sögumoli með. Best fannst mér sagan af sláturkeppinum í Borgarvirki. --- Þessi melankólísku skrif mín að ofan eru ekki eitthvert raus um að allt hafi verið betra í gamla daga. Síður en svo! – æska landsins hefur að mörgu leyti aldrei verið jafn vel heppnuð að mínu mati. Þessi skrif mín eru tilraun til að varpa ljósi á það hvernig íslenskan átti greiða leið að eyrum mínum og margra jafnaldra minna á hverjum degi – og að ég hafi numið hana að miklu leyti utan skólans. Ég lærði ekki orðið táberg í skóla. Ég lærði ekki orðið knörr í skóla. Ég lærði ekki nafnorðið brá í skóla. Ég lærði ekki orðið sláturkeppur í skóla. Ég lærði ekki orðið tangi í skóla. Orðin urðu á vegi mínum við aðstæður sem eru meir og minna hættar að myndast í umhverfi barna og unglinga dagsins í dag. Á þessum grunni gat ég svo fengist við hin og þessi verkefni í skólanum og unnið dýpra með tungumálið. Kann að vera að hinar ýmsu breytingar sem hafa orðið á lifnaðarháttum okkar, hvernig hlutirnir eru gerðir, hvernig tæknin gerir suma hluti auðveldari, sé áhrifabreyta þegar kemur að lesskilningi barna? Ég hef trú á því að svo sé, en hversu mikil áhrifin eru gæti verið ansi krefjandi að rannsaka, en með vísindalegum aðferðum sérfræðinga væri það hugsanlega hægt. Og læt ég því hér staðar numið. Höfundur er tækniheftur grunnskólakennari sem ólst upp á tíunda áratugnum og var í hægferð í ensku.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun