Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2024 16:39 Frá vettvangi slyssins á mótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í nóvember 2021. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Kristni Eiðssyni og sviptingu á ökuréttindum til hálfs árs vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Kristinn ók strætisvagni suðvestur Skeiðarvog og beygði til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi kona gengið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætisvagninn hafnað á henni. Konan féll til jarðar, hafnaði undir dekki vagnsins og lést nær samstundis. Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Á henni mátti sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygði í átt að henni. Þrátt fyrir það hefði bílstjórinn ekið óhikað að konunni. Hún sæist á upptöku lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum en án árangurs. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæður hefðu orðið þess valdandi að hann hefði ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæður átt að gefa tilefni til aksturs með aukinni aðgát. Landsréttur sagði ekkert nýtt hafa komið fram við málsmeðferðina sem kallaði á endurskoðun á niðurstöðuna í héraði. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Héraðsdómur dæmdi þeim hvoru tvær milljónir króna en Landsréttur lækkaði bæturnar í 350 þúsund krónur. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér. Dómsmál Strætó Samgönguslys Reykjavík Banaslys við Gnoðarvog Tengdar fréttir Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. 3. janúar 2024 18:02 Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi. 18. desember 2022 07:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Kristinn ók strætisvagni suðvestur Skeiðarvog og beygði til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi kona gengið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætisvagninn hafnað á henni. Konan féll til jarðar, hafnaði undir dekki vagnsins og lést nær samstundis. Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Á henni mátti sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygði í átt að henni. Þrátt fyrir það hefði bílstjórinn ekið óhikað að konunni. Hún sæist á upptöku lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum en án árangurs. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæður hefðu orðið þess valdandi að hann hefði ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæður átt að gefa tilefni til aksturs með aukinni aðgát. Landsréttur sagði ekkert nýtt hafa komið fram við málsmeðferðina sem kallaði á endurskoðun á niðurstöðuna í héraði. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Héraðsdómur dæmdi þeim hvoru tvær milljónir króna en Landsréttur lækkaði bæturnar í 350 þúsund krónur. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér.
Dómsmál Strætó Samgönguslys Reykjavík Banaslys við Gnoðarvog Tengdar fréttir Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. 3. janúar 2024 18:02 Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi. 18. desember 2022 07:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. 3. janúar 2024 18:02
Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi. 18. desember 2022 07:01