Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 22. nóvember 2024 08:16 Aldrei verið „high“ á VONÍUM? Kjaftæði! Reyniði ekki að þræta fyrir það. Þið eruð búin að veltast um útúrvímuð upp um alla veggi. Einmitt núna þar sem framboð á VONÍUM er nánast óþrjótandi. Það er líka „ókeypis“ á sama hátt og Facebook aðrir samfélagsmiðlar eru „ókeypis“. Þú færð að nota án þess að greiða krónu en geldur dýru verði fyrir þegar upp er staðið. En í guðanna bænum ekki halda að ég sé að rífa ykkur niður. Ég var einn af ykkur og ekkert vímuefni hef ég „tekið“ sem gefur eins sæta vímu og VONÍUM. Þessi yndislega tilfinning að einmitt núna sé stundin runnin upp þar sem breytinga sé að vænta og að forystufólki sé treystandi og allt sé satt sem það segir og máttur þess og vilji, gæska og mannúð til að breyta öllu til betri vegar sé óendanleg. VONÍUM er náskylt KAUPÍUM sem veldur einnig vímu, einkum fyrir stórhátíðir, sem fær fólk til að kaupa hluti sem það þarf ekki á að halda fyrir peninga sem það á ekki til. VONÍUM er orð sem búið er til úr orðunum von og ópíum. Það er bruggað úr vonum okkar og þrám. Ekki um stórkostleg auðæfi og völd heldur um venjulegt gott líf með til dæmis húsnæðis- og afkomu öryggi fyrir okkur og börnin okkar. En vegna þess að samfélagið líkist æ meira kartöflugarði fyrir auðstéttina til að taka upp úr þarf að búa til stórkostlega skrautsýningu sem þenur út skilningarvitin og fyllir þau af VONÍUM. Það fólk og flokkar sem er búið að vera í ríkistjórn í 7 ár eða jafnvel í 70 ár eru allt í einu fólk og flokkar án fortíðar og framtíðin sem er til sölu undir 1000 vatta blikkandi leikhúsljósi kosningabaráttunnar skín beint í augun. Samkvæmt könnun sem ASÍ lét gera telja 69% þjóðarinnar að Ísland stefni í ranga átt – ég ætla að slá því fram í bríaríi, þó ég viti auðvita enga nákvæma prósentutölu að 69% af þessum 69% muni kjósa flokka sem annaðhvort hafa sannað með ríkisstjórnarsamstarfi að þeir stefni lóðbeint í röngu áttina eða þá flokka sem ætla að beita sömu aðferðum og alltaf hafa verið notaðar en lofa því að ná annarri niðurstöðu. Tveir plús tveir geta verið fimm og eiga að vera fimm? Það þarf úrvals óblandað VONÍUM og mikið af því til að framkvæma slík töfrabrögð. En á maður þá ekki að eiga von? Jú svo sannarlega! En slagorðið gæti verið; „Von án vímu“. Svona geri ég það. Ég veit að þær aðferðir sem kenndar eru við svokallað „frjálsa“ markaðskerfi ( hlutdræga markaðskerfið væri miklu nær að kalla það) – eru einmitt þær aðferðir sem skilað hafa samfálaginu í ranga átt. Og ég veit allir þeir flokkar sem eru á Alþingi styðja meira og minna þessar aðferðir. Ég er á móti þeim aðferðum þær hafa leitt til gríðarlegrar misskiptingar bæði efnalegrar og félagslegrar. Og ég vil eins og hin 69%-in að Ísland fari að stefna í rétta átt. Utan Alþingis er lítill flokkur sem vill beita annarskonar þrautreyndri aðferðafræði sem kölluð er félagshyggja sem leiðir í aðra átt, til efnahagslegs- og félagslegs jafnaðar. Það vil ég, fyrir mig, börnin mín og barnabörn. Mín litla og hógværa „von án vímu“ er að þessi flokkur, Sósíalistaflokkurinn, nái fulltrúum á Alþingi. En nei! NEI! Ég er ekki að biðja ykkur um að kjósa það sama og ég. Langt því í frá. Leitið sjálf. En ég vil gefa ykkur það vinarráð að þið komið ykkur upp ykkar eigin ”von án vímu” og látið það fólk og flokka sem þið veljið með þeirri aðferð standa reikniskil gjörða sinna eftir kosningar. Það er það eina sem skiptir máli. Það eina sem skiptir máli er hvað stjórnmálastéttin framkvæmir. Kosningakjaftæðið skiptir engu og skilur ekkert eftir sig nema heiftarleg VONÍUM timburmenn. Höfundur er eftirlaunamaður og óvirkur VONÍUM-fíkill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Sjá meira
Aldrei verið „high“ á VONÍUM? Kjaftæði! Reyniði ekki að þræta fyrir það. Þið eruð búin að veltast um útúrvímuð upp um alla veggi. Einmitt núna þar sem framboð á VONÍUM er nánast óþrjótandi. Það er líka „ókeypis“ á sama hátt og Facebook aðrir samfélagsmiðlar eru „ókeypis“. Þú færð að nota án þess að greiða krónu en geldur dýru verði fyrir þegar upp er staðið. En í guðanna bænum ekki halda að ég sé að rífa ykkur niður. Ég var einn af ykkur og ekkert vímuefni hef ég „tekið“ sem gefur eins sæta vímu og VONÍUM. Þessi yndislega tilfinning að einmitt núna sé stundin runnin upp þar sem breytinga sé að vænta og að forystufólki sé treystandi og allt sé satt sem það segir og máttur þess og vilji, gæska og mannúð til að breyta öllu til betri vegar sé óendanleg. VONÍUM er náskylt KAUPÍUM sem veldur einnig vímu, einkum fyrir stórhátíðir, sem fær fólk til að kaupa hluti sem það þarf ekki á að halda fyrir peninga sem það á ekki til. VONÍUM er orð sem búið er til úr orðunum von og ópíum. Það er bruggað úr vonum okkar og þrám. Ekki um stórkostleg auðæfi og völd heldur um venjulegt gott líf með til dæmis húsnæðis- og afkomu öryggi fyrir okkur og börnin okkar. En vegna þess að samfélagið líkist æ meira kartöflugarði fyrir auðstéttina til að taka upp úr þarf að búa til stórkostlega skrautsýningu sem þenur út skilningarvitin og fyllir þau af VONÍUM. Það fólk og flokkar sem er búið að vera í ríkistjórn í 7 ár eða jafnvel í 70 ár eru allt í einu fólk og flokkar án fortíðar og framtíðin sem er til sölu undir 1000 vatta blikkandi leikhúsljósi kosningabaráttunnar skín beint í augun. Samkvæmt könnun sem ASÍ lét gera telja 69% þjóðarinnar að Ísland stefni í ranga átt – ég ætla að slá því fram í bríaríi, þó ég viti auðvita enga nákvæma prósentutölu að 69% af þessum 69% muni kjósa flokka sem annaðhvort hafa sannað með ríkisstjórnarsamstarfi að þeir stefni lóðbeint í röngu áttina eða þá flokka sem ætla að beita sömu aðferðum og alltaf hafa verið notaðar en lofa því að ná annarri niðurstöðu. Tveir plús tveir geta verið fimm og eiga að vera fimm? Það þarf úrvals óblandað VONÍUM og mikið af því til að framkvæma slík töfrabrögð. En á maður þá ekki að eiga von? Jú svo sannarlega! En slagorðið gæti verið; „Von án vímu“. Svona geri ég það. Ég veit að þær aðferðir sem kenndar eru við svokallað „frjálsa“ markaðskerfi ( hlutdræga markaðskerfið væri miklu nær að kalla það) – eru einmitt þær aðferðir sem skilað hafa samfálaginu í ranga átt. Og ég veit allir þeir flokkar sem eru á Alþingi styðja meira og minna þessar aðferðir. Ég er á móti þeim aðferðum þær hafa leitt til gríðarlegrar misskiptingar bæði efnalegrar og félagslegrar. Og ég vil eins og hin 69%-in að Ísland fari að stefna í rétta átt. Utan Alþingis er lítill flokkur sem vill beita annarskonar þrautreyndri aðferðafræði sem kölluð er félagshyggja sem leiðir í aðra átt, til efnahagslegs- og félagslegs jafnaðar. Það vil ég, fyrir mig, börnin mín og barnabörn. Mín litla og hógværa „von án vímu“ er að þessi flokkur, Sósíalistaflokkurinn, nái fulltrúum á Alþingi. En nei! NEI! Ég er ekki að biðja ykkur um að kjósa það sama og ég. Langt því í frá. Leitið sjálf. En ég vil gefa ykkur það vinarráð að þið komið ykkur upp ykkar eigin ”von án vímu” og látið það fólk og flokka sem þið veljið með þeirri aðferð standa reikniskil gjörða sinna eftir kosningar. Það er það eina sem skiptir máli. Það eina sem skiptir máli er hvað stjórnmálastéttin framkvæmir. Kosningakjaftæðið skiptir engu og skilur ekkert eftir sig nema heiftarleg VONÍUM timburmenn. Höfundur er eftirlaunamaður og óvirkur VONÍUM-fíkill.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar