Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar 22. nóvember 2024 10:16 Ekki verður um það deilt að með því að versla í Rauðakrossbúðunum slærð þú tvær flugur í einu höggi, þú styrkir mannúðarverkefni Rauða krossins og tekur virkan þátt í endurnýtingu textíls sem dregur úr textílsóun. Endurnýting á fatnaði og textíl er mikilvægur liður í baráttunni gegn skaðlegum umhverfisáhrifum textíliðnaðarins, sem eru orðin áþreifanleg á heimsvísu. Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á endurnýtingu fatnaðar og textíls aukist til muna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt, þar sem fólk hefur áttað sig á því að kaupa notaðan fatnað er ekki neyðarúrræði heldur raunverulegur og fýsilegur valkostur. Í Rauðakrossbúðunum má finna einstakan og vandaðan fatnað á mun hagstæðara verði en því sem nýr fatnaður kostar. Notaður fatnaður er bæði hagkvæmur og skemmtilegur kostur fyrir þá sem hafa áhuga á að þróa með sér áhugaverðan og öðruvísi fatastíl. Eldri fatnaður er oft vandaður og litríkur og litlar líkur á að þú mætir mörgum á förnum vegi í eins flík. Opnun Rauðakrossverslunar í Kringlunni var mikilvægur áfangi og glöggt merki um að almenningur er opnari fyrir hugmyndinni um endurnýtingu. Til að draga enn frekar úr textílsóun er nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á innlenda endurnýtingu. Um leið þurfum við að vera meðvituð um kaup okkar og velja fatnað sem hægt verði að nota og endurnýta sem lengst. Fatasöfnun Rauða krossins gegnir mikilvægu hlutverki, bæði sem fjáröflunarverkefni fyrir mannúðarmál og sem hlekkur í hringrásarhagkerfinu. Þrátt fyrir breytingar vegna nýrra hringrásarlaga, sem fela sveitarfélögum ábyrgð á úrgangsmálum þ.m.t. textíl, ætlar Rauði krossinn að halda sinni fatasöfnun áfram óháð sveitarfélögum í nafni mannúðarmála og endurnýtingar. Tekið er við framlögum í söfnunarkassa sem staðsettir eru í Efstaleiti 9 og Skútuvogi 1 á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning fleiri söfnunargáma verður tilkynnt fljótlega. Þú getur haft mikil áhrif með því að taka þátt í þessari hringrás. Með því að endurnýta föt og textíl stuðlum við að sjálfbærari framtíð og sýnum að við metum bæði manneskjur og náttúruna. Það er á okkar ábyrgð að breyta hegðun okkar í þágu betri heims og vera jákvætt hreyfiafl í samfélaginu. Höfundur er teymisstjóri Fataverkefnis Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ekki verður um það deilt að með því að versla í Rauðakrossbúðunum slærð þú tvær flugur í einu höggi, þú styrkir mannúðarverkefni Rauða krossins og tekur virkan þátt í endurnýtingu textíls sem dregur úr textílsóun. Endurnýting á fatnaði og textíl er mikilvægur liður í baráttunni gegn skaðlegum umhverfisáhrifum textíliðnaðarins, sem eru orðin áþreifanleg á heimsvísu. Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á endurnýtingu fatnaðar og textíls aukist til muna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt, þar sem fólk hefur áttað sig á því að kaupa notaðan fatnað er ekki neyðarúrræði heldur raunverulegur og fýsilegur valkostur. Í Rauðakrossbúðunum má finna einstakan og vandaðan fatnað á mun hagstæðara verði en því sem nýr fatnaður kostar. Notaður fatnaður er bæði hagkvæmur og skemmtilegur kostur fyrir þá sem hafa áhuga á að þróa með sér áhugaverðan og öðruvísi fatastíl. Eldri fatnaður er oft vandaður og litríkur og litlar líkur á að þú mætir mörgum á förnum vegi í eins flík. Opnun Rauðakrossverslunar í Kringlunni var mikilvægur áfangi og glöggt merki um að almenningur er opnari fyrir hugmyndinni um endurnýtingu. Til að draga enn frekar úr textílsóun er nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á innlenda endurnýtingu. Um leið þurfum við að vera meðvituð um kaup okkar og velja fatnað sem hægt verði að nota og endurnýta sem lengst. Fatasöfnun Rauða krossins gegnir mikilvægu hlutverki, bæði sem fjáröflunarverkefni fyrir mannúðarmál og sem hlekkur í hringrásarhagkerfinu. Þrátt fyrir breytingar vegna nýrra hringrásarlaga, sem fela sveitarfélögum ábyrgð á úrgangsmálum þ.m.t. textíl, ætlar Rauði krossinn að halda sinni fatasöfnun áfram óháð sveitarfélögum í nafni mannúðarmála og endurnýtingar. Tekið er við framlögum í söfnunarkassa sem staðsettir eru í Efstaleiti 9 og Skútuvogi 1 á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning fleiri söfnunargáma verður tilkynnt fljótlega. Þú getur haft mikil áhrif með því að taka þátt í þessari hringrás. Með því að endurnýta föt og textíl stuðlum við að sjálfbærari framtíð og sýnum að við metum bæði manneskjur og náttúruna. Það er á okkar ábyrgð að breyta hegðun okkar í þágu betri heims og vera jákvætt hreyfiafl í samfélaginu. Höfundur er teymisstjóri Fataverkefnis Rauða krossins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun