Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 22. nóvember 2024 11:00 Seðlabanki Íslands tilkynnti á miðvikudag um 0,5 prósentu lækkun stýrivaxta. Þetta voru ánægjuleg tíðindi og í takt við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru síðastliðið vor. Árangur samninganna er nú þegar sjáanlegur, verðbólga hefur lækkað úr 7,9% í 5,2% á einu ári, og nú er útlit fyrir að verðbólga verði í kringum 3% um mitt næsta ár. Ekki má gleyma að þrátt fyrir nýlegar vaxtalækkanir eru stýrivextir óásættanlega háir, 8,5% og raunvaxtastig með því hæsta í Evrópu. Það var ekki sjálfgefið að ná hóflegum samningum í mikilli verðbólgu og við hátt vaxtastig. Launakröfur félagsmanna voru í upphafi mun hærri en samið var um. Samningarnir náðust þó á grundvelli þess að ríkið veitti stuðning með sértækum aðgerðum (t.d. hækkun barnabóta, aðgerðum á húsnæðismarkaði og gjaldfrjálsum skólamáltíðum) og vegna þess að fyrirtækin skuldbundu sig til að styðja við markmið samningsins. Með öðrum orðum, fyrirtæki áttu að gefa afslátt af sínum kröfum, þ.e. um verðhækkanir og arðsemi. Með hógværum hækkunum og innspýtingu ríkisins í velferðarkerfin halda flestir hópar innan ASÍ kaupmætti sínum út samningstímann. Launakröfur launafólks eru sambærilegar við arðsemiskröfu fjármagnsins. Hvað varð um lækkun bankaskattsins? Markaður með bankaþjónustu á Íslandi er fákeppnismarkaður. Gjaldtaka bankanna er ógagnsæ og neytendum er gert erfitt fyrir að bera saman verð á vörum og færa viðskipti á milli aðila. Bankarnir geta í krafti fákeppni viðhaldið háum gjöldum, t.d. gengisálagi eða kostnaði við greiðslumiðlun sem kostaði almenning 47 milljarða króna árið 2021. Þegar bankaskattur var lækkaður af núverandi ríkisstjórn var meginrökstuðningur sá að þetta leiddi til hárra vaxta fyrir almenning. Fæstir aðrir en stjórnvöld trúðu þessum rökum bankanna. Á endanum hefur niðurstaðan verið sú að aukin hagkvæmni í rekstri banka og lækkun bankaskatts hefur einungis skilað sér í aukinni arðsemi eigenda en ekki í minni vaxtamun og þar með ábata neytenda. Í fákeppnisumhverfi var þetta fyrirsjáanlegt. Enginn afsláttur gefinn af græðginni Lántakendur sem trúðu stjórnmálamönnunum og tóku lán á grundvelli loforða um efnahagslegan stöðugleika og lágt vaxtastig standa nú frammi fyrir því að fastir vextir eru að losna. Flest heimilin hafa fáa aðra valkosti en að endurfjármagna lánin með verðtryggðum lánum. Það voru mikil vonbrigði að sjá viðbrögð Íslandsbanka við stýrivaxtalækkuninni. Óverðtryggðir vextir voru lækkaðir en verðtryggðir vextir hækkaðir. Það er ekki að sjá að Íslandsbanki ætli sér að taka þátt í þeirri vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins hófu með undirritun Stöðugleikasamningana. Enginn afsláttur er gefinn af verð- og vaxtahækkunum þar sem bankinn heldur fast í arðsemiskröfu sína. Þetta er ólíkt þeirri ábyrgð sem launafólk sýndi. Krafa okkar er að bankar og aðrir fésýsluaðilar dragi úr sinni arðsemiskröfu og taki þátt í að jafna kjör þeirra sem skulda og þeirra sem eiga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnti á miðvikudag um 0,5 prósentu lækkun stýrivaxta. Þetta voru ánægjuleg tíðindi og í takt við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru síðastliðið vor. Árangur samninganna er nú þegar sjáanlegur, verðbólga hefur lækkað úr 7,9% í 5,2% á einu ári, og nú er útlit fyrir að verðbólga verði í kringum 3% um mitt næsta ár. Ekki má gleyma að þrátt fyrir nýlegar vaxtalækkanir eru stýrivextir óásættanlega háir, 8,5% og raunvaxtastig með því hæsta í Evrópu. Það var ekki sjálfgefið að ná hóflegum samningum í mikilli verðbólgu og við hátt vaxtastig. Launakröfur félagsmanna voru í upphafi mun hærri en samið var um. Samningarnir náðust þó á grundvelli þess að ríkið veitti stuðning með sértækum aðgerðum (t.d. hækkun barnabóta, aðgerðum á húsnæðismarkaði og gjaldfrjálsum skólamáltíðum) og vegna þess að fyrirtækin skuldbundu sig til að styðja við markmið samningsins. Með öðrum orðum, fyrirtæki áttu að gefa afslátt af sínum kröfum, þ.e. um verðhækkanir og arðsemi. Með hógværum hækkunum og innspýtingu ríkisins í velferðarkerfin halda flestir hópar innan ASÍ kaupmætti sínum út samningstímann. Launakröfur launafólks eru sambærilegar við arðsemiskröfu fjármagnsins. Hvað varð um lækkun bankaskattsins? Markaður með bankaþjónustu á Íslandi er fákeppnismarkaður. Gjaldtaka bankanna er ógagnsæ og neytendum er gert erfitt fyrir að bera saman verð á vörum og færa viðskipti á milli aðila. Bankarnir geta í krafti fákeppni viðhaldið háum gjöldum, t.d. gengisálagi eða kostnaði við greiðslumiðlun sem kostaði almenning 47 milljarða króna árið 2021. Þegar bankaskattur var lækkaður af núverandi ríkisstjórn var meginrökstuðningur sá að þetta leiddi til hárra vaxta fyrir almenning. Fæstir aðrir en stjórnvöld trúðu þessum rökum bankanna. Á endanum hefur niðurstaðan verið sú að aukin hagkvæmni í rekstri banka og lækkun bankaskatts hefur einungis skilað sér í aukinni arðsemi eigenda en ekki í minni vaxtamun og þar með ábata neytenda. Í fákeppnisumhverfi var þetta fyrirsjáanlegt. Enginn afsláttur gefinn af græðginni Lántakendur sem trúðu stjórnmálamönnunum og tóku lán á grundvelli loforða um efnahagslegan stöðugleika og lágt vaxtastig standa nú frammi fyrir því að fastir vextir eru að losna. Flest heimilin hafa fáa aðra valkosti en að endurfjármagna lánin með verðtryggðum lánum. Það voru mikil vonbrigði að sjá viðbrögð Íslandsbanka við stýrivaxtalækkuninni. Óverðtryggðir vextir voru lækkaðir en verðtryggðir vextir hækkaðir. Það er ekki að sjá að Íslandsbanki ætli sér að taka þátt í þeirri vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins hófu með undirritun Stöðugleikasamningana. Enginn afsláttur er gefinn af verð- og vaxtahækkunum þar sem bankinn heldur fast í arðsemiskröfu sína. Þetta er ólíkt þeirri ábyrgð sem launafólk sýndi. Krafa okkar er að bankar og aðrir fésýsluaðilar dragi úr sinni arðsemiskröfu og taki þátt í að jafna kjör þeirra sem skulda og þeirra sem eiga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar