Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 11:18 Orri Óskarsson og félagar í íslenska landsliðinu eiga fyrir höndum umspil í lok mars, um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar. Getty/Stefan Ivanovic Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Kósovó í umspilinu um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Segja má að umspilið verði ansi sérstakt því ljóst er að Ísland getur ekki spilað sinn heimaleik á Íslandi, vegna vallarmála hér á landi. Liðin mætast í tveimur leikjum og er áætlað að þeir fari fram fimmtudaginn 20. mars og sunnudaginn 23. mars. Dregið var í beinni útsendingu í dag. Ísland á heimaleik í seinni leiknum en samkvæmt svari KSÍ er útilokað að sá leikur fari fram á Íslandi. Hann mun því fara fram erlendis en ekki er enn ljóst nákvæmlega hvar. Ef Ísland vinnur umspilið mun liðið áfram leika í B-deild í Þjóðadeildinni haustið 2026, en tapi liðið mun það leika í C-deildinni. Hareide ekki viðstaddur Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki viðstaddur dráttinn í Sviss í dag en þar mátti sjá Davíð Snorra Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Vangaveltur hafa verið um framtíð Hareide en riftunarákvæði er í samningi hans sem bæði Norðmaðurinn og stjórn KSÍ geta nú nýtt. Það verður því að koma í ljós hvort að Hareide og Davíð verða með liðið í leikjunum við mars, eða mögulega einhver allt annar þjálfari. Heimir og hans menn mæta Búlgaríu Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu eru í svipuðum sporum og Ísland, eftir að hafa endað í 3. sæti síns riðils í B-deildinni. Þeir drógust gegn Búlgaríu. B/C-umspilið í Þjóðadeild UEFA Kósovó - Ísland Búlgaría - Írland Armenía - Georgía Slóvakía - Slóvenía Fjórir mögulegir mótherjar Íslands voru í skálinni í dag, liðin sem enduðu í 2. sæti síns riðils í C-deildinni nú, en það voru Slóvakía, Kósovó, Búlgaría og Armenía. Kósovóar deila við UEFA Kósovóar hafa staðið í deilu við UEFA eftir að leikmenn liðsins gengu af velli undir lok leiks gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í haust þegar staðan var markalaus. UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur. Kósovóar segja leikmenn sína hafa orðið fyrir barðinu á rasískum hrópum stuðningsmanna Rúmeníu, og UEFA staðfestir það að ákveðnu leyti í dómi sínum þar sem rúmenska knattspyrnusambandið fær sekt og eins leiks áhorfendabann. Knattspyrnusamband Kósovó ætlar því að áfrýja úrskurði UEFA til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins. Rúmeníu var dæmdur 3-0 sigur en hvort sem því yrði breytt í tap Rúmeníu eða jafntefli þá myndi Kósovó alltaf hafa endað í 2. sæti riðils þjóðanna í C-deildinni, og því fara í umspilið sem nú er ljóst að verður við Ísland. Sigurinn sem tryggði Íslandi sæti á HM Ísland og Kósovó hafa tvisvar áður mæst en það var í undankeppni HM 2018. Ísland rétt marði þá 2-1 sigur á útivelli, en leikið var í Albaníu, og skoruðu Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson mörk Íslands. Í seinni leiknum vann Ísland 2-0 sigur á Laugardalsvelli og tryggði sér um leið farseðil á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Undankeppni HM 2018 var einmitt fyrsta undankeppni Kósovó, en þjóðin lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 og hlaut aðild að UEFA og FIFA árið 2016. Uppfært 11.47: Í greininni stóð upphaflega að Kósovó væri í heimaleikjabanni en það er ekki rétt. Rúmenar, mótherjar Kósovóa í umdeildum leik í haust, fengu heimaleikjabann. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 21. nóvember 2024 09:02 Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Tékkland og Wales tryggðu sér í kvöld sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigra í lokaumferðinni í sínum riðlum. 19. nóvember 2024 22:28 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Segja má að umspilið verði ansi sérstakt því ljóst er að Ísland getur ekki spilað sinn heimaleik á Íslandi, vegna vallarmála hér á landi. Liðin mætast í tveimur leikjum og er áætlað að þeir fari fram fimmtudaginn 20. mars og sunnudaginn 23. mars. Dregið var í beinni útsendingu í dag. Ísland á heimaleik í seinni leiknum en samkvæmt svari KSÍ er útilokað að sá leikur fari fram á Íslandi. Hann mun því fara fram erlendis en ekki er enn ljóst nákvæmlega hvar. Ef Ísland vinnur umspilið mun liðið áfram leika í B-deild í Þjóðadeildinni haustið 2026, en tapi liðið mun það leika í C-deildinni. Hareide ekki viðstaddur Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki viðstaddur dráttinn í Sviss í dag en þar mátti sjá Davíð Snorra Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Vangaveltur hafa verið um framtíð Hareide en riftunarákvæði er í samningi hans sem bæði Norðmaðurinn og stjórn KSÍ geta nú nýtt. Það verður því að koma í ljós hvort að Hareide og Davíð verða með liðið í leikjunum við mars, eða mögulega einhver allt annar þjálfari. Heimir og hans menn mæta Búlgaríu Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu eru í svipuðum sporum og Ísland, eftir að hafa endað í 3. sæti síns riðils í B-deildinni. Þeir drógust gegn Búlgaríu. B/C-umspilið í Þjóðadeild UEFA Kósovó - Ísland Búlgaría - Írland Armenía - Georgía Slóvakía - Slóvenía Fjórir mögulegir mótherjar Íslands voru í skálinni í dag, liðin sem enduðu í 2. sæti síns riðils í C-deildinni nú, en það voru Slóvakía, Kósovó, Búlgaría og Armenía. Kósovóar deila við UEFA Kósovóar hafa staðið í deilu við UEFA eftir að leikmenn liðsins gengu af velli undir lok leiks gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í haust þegar staðan var markalaus. UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur. Kósovóar segja leikmenn sína hafa orðið fyrir barðinu á rasískum hrópum stuðningsmanna Rúmeníu, og UEFA staðfestir það að ákveðnu leyti í dómi sínum þar sem rúmenska knattspyrnusambandið fær sekt og eins leiks áhorfendabann. Knattspyrnusamband Kósovó ætlar því að áfrýja úrskurði UEFA til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins. Rúmeníu var dæmdur 3-0 sigur en hvort sem því yrði breytt í tap Rúmeníu eða jafntefli þá myndi Kósovó alltaf hafa endað í 2. sæti riðils þjóðanna í C-deildinni, og því fara í umspilið sem nú er ljóst að verður við Ísland. Sigurinn sem tryggði Íslandi sæti á HM Ísland og Kósovó hafa tvisvar áður mæst en það var í undankeppni HM 2018. Ísland rétt marði þá 2-1 sigur á útivelli, en leikið var í Albaníu, og skoruðu Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson mörk Íslands. Í seinni leiknum vann Ísland 2-0 sigur á Laugardalsvelli og tryggði sér um leið farseðil á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Undankeppni HM 2018 var einmitt fyrsta undankeppni Kósovó, en þjóðin lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 og hlaut aðild að UEFA og FIFA árið 2016. Uppfært 11.47: Í greininni stóð upphaflega að Kósovó væri í heimaleikjabanni en það er ekki rétt. Rúmenar, mótherjar Kósovóa í umdeildum leik í haust, fengu heimaleikjabann. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
B/C-umspilið í Þjóðadeild UEFA Kósovó - Ísland Búlgaría - Írland Armenía - Georgía Slóvakía - Slóvenía
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 21. nóvember 2024 09:02 Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Tékkland og Wales tryggðu sér í kvöld sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigra í lokaumferðinni í sínum riðlum. 19. nóvember 2024 22:28 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 21. nóvember 2024 09:02
Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Tékkland og Wales tryggðu sér í kvöld sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigra í lokaumferðinni í sínum riðlum. 19. nóvember 2024 22:28