Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 09:30 Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum varð Evrópumeistari í haust í fjórða sinn. Stelpurnar í liðinu þurftu sjálfar að safna fyrir ferð sinni á mótið. FImleikasamband Íslands Nú þegar styttist í Alþingiskosningar bað Vísir stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu að svara því hver stefna þeirra væri varðandi stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum. Á morgun birtast svör þeirra varðandi stefnu í málefnum þjóðarleikvanga. Síðustu ár hefur Afrekssjóður ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, haft rúmlega hálfan milljarð króna til að deila á milli sinna sérsambanda árlega, til stuðnings við afreksfólk í íþróttum. Ljóst er að krafan, eða þörfin, er um mun hærri fjárhæðir og bitnar fjárskorturinn á mörgu af fremsta íþróttafólki landsins. Sem dæmi má nefna Evrópumeistara Íslands í hópfimleikum kvenna, sem söfnuðu fyrir ferð sinni á EM til dæmis með sölu á klósettpappír, og leikmenn yngri landsliða Íslands í til dæmis körfubolta og handbolta sem útvega hafa þurft hundruð þúsunda til að komast á mót erlendis. Ísland á fáa keppendur í fremstu röð í einstaklingsgreinum og sem dæmi má nefna að eini íslenski íþróttamaðurinn sem náði lágmarki fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, er hættur (og reyndar í framboði). Hinir fjórir keppendur Íslands fengu boðssæti á leikunum. Framlögin aukin rétt fyrir kosningar Nú rétt fyrir kosningar lýsti Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, því yfir að auka ætti árlegt framlag ríkisins til afreksstarfs, þar á meðal í Afrekssjóð, um samtals 650 milljónir króna. Framlag ríksins í Afrekssjóð var síðast aukið árið 2019. Það verður svo að koma í ljós hvaða stefnu ný ríkisstjórn tekur en hér að neðan má sjá svör stjórnmálaflokkanna við spurningunni: Hver er stefna flokksins varðandi stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum (Afrekssjóð)? (Svör flokkanna eru í röð eftir því hvenær þau bárust.) Vinstri græn: Við viljum efla stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum með áherslu á kynjajafnrétti og jöfnuð í fjárveitingum. Við styðjum aukið fjármagn í Afrekssjóð til að tryggja að íþróttafólk geti njótið jafnrar aðstöðu og stuðnings til þess að ná árangri á alþjóðlegum vettvangi óháð, kyni,uppruna, búsetu og fjárhags. Við teljum einnig mikilvægt að stuðningurinn nái til fjölbreyttra íþróttagreina, þar á meðal þeirra sem hafa minni sýnileika, til að tryggja að afreksfólk úr öllum greinum fái jöfn tækifæri til að ná árangri. Lýðræðisflokkurinn: Lýðræðisflokkurinn vill að stuðningur ríkisins við menningu, listir og íþróttir verði afnuminn samhliða auknum skattaafsláttum. Nú þegar geta skattborgarar sjálfir ráðstafað um 77 milljörðum árlega til félaga til almannaheilla. Það er mun lýðræðislegra fyrirkomulag að skattborgarar geti ráðstafað sínum eigin fjármunum beint til málefna sem þeim eru hjartfólgin. Árangur strákanna okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefur stuðlað að því að HSÍ fær hæsta styrk úr Afrekssjóði ár hvert. Sá stuðningur (tæpar 85 milljónir króna í ár) dugar þó skammt fyrir samband sem heldur úti fjölda landsliða.Vísir/Vilhelm Píratar: Ekki hefur verið ályktað um stuðning við afreksíþróttafólk. Píratar vilja fjölbreytt og litríkt samfélag og teljum við að heilsa og velferð samfélagsins sé okkar stærsta hagsmunamál, þar með sagt styðjum við íþróttaiðkun heilshugar. Þrátt fyrir að formleg stefna varðandi afrekssjóð hefur ekki verið útfærð, þá erum við almennt hlynnt því að efla íþróttir á öllum stigum, frá grunni til afreks. Við álítum mikilvægt að styðja við bakið á íþróttafólki. Stuðningur við afreksíþróttafólk ætti að vera byggður á gagnsæjum og sanngjörnum forsendum, þar sem jafnræði og fjölbreytni eru höfð að leiðarljósi. Píratar vilja stuðla að því að öll hafi jöfn tækifæri til að ná afreksstöðu í íþróttum, óháð efnahagslegum eða félagslegum aðstæðum. Samfylkingin: Afreksíþróttafólk á þess kost að sækja um styrki frá afrekssjóði ÍSÍ en meginhlutverk afrekssjóðsins við uppbyggingu afreksíþrótta á Íslandi er að styðja sérsambönd fjárhagslega og með því íslenskt afreksíþróttafólk við að ná árangri í alþjóðlegri keppni. Þessir styrkir til afreksíþróttafólks eru eini opinberi stuðningurinn sem það hefur kost á að nýta sér til þess að fjármagna keppnis- og æfingaferðir en fjárhæðir eru af þeim toga að lítið stendur eftir þegar beinn kostnaður hefur verið greiddur. Slíkir styrkir eru ekki skilgreindir sem laun og því setur formið, sem og fjárhæðir styrkja, afreksíþróttafólk í erfiða stöðu og leiðir oftar en ekki til þess að það þarf að sinna launuðum störfum meðfram æfingum til að fjármagna sig á meðan keppinautar þeirra erlendis geta helgað sig íþrótt sinni. Þar með stendur íslenskt afreksíþróttafólk ekki jafnfætis þeim sem eru helstu keppinautar þeirra á heimsvísu. Samfylkingin vill bæta aðstöðu og efla stuðning við íslenskt afreksíþróttafólk í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sérsambönd þess. Mikilvægt er að gera afreksíþróttafólki á Íslandi kleift að stunda íþrótt sína án þess að fara á mis við þau félagslegu réttindi sem launafólk nýtur á vinnumarkaði. Samfylkingin hefur tvívegis lagt fram þingsályktunartillögu um að koma á fót launasjóði fyrir afreksíþróttafólk í einstaklings- og hópíþróttum sem hefði þann tilgang að auka fjárhagslegt öryggi afreksíþróttafólks og auka möguleika þess á að helga sig íþróttaiðkun sinni. Horfa mætti til launasjóðs stórmeistara í skák og launasjóða listamanna, þar sem starfslaun eru greidd umsækjendum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og auka þannig réttindi og öryggi afreksíþróttafólks. Mikilvægt er að við undirbúning og útfærslu starfslaunasjóðs afreksíþróttafólks verði unnið náið með Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og sveitarfélögunum. Hákon Þór Svavarsson keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í París og hefur þurft að hafa mikið fyrir því sjálfur að geta stundað sína íþrótt.Charles McQuillan/Getty Images Viðreisn: Það þarf að styðja sérsambönd til að hlúa að afreksfólki sínu. Fyrirmyndir á sviði afreksíþrótta eru ómetanlegar fyrir allt forvarnarstarf og uppbyggingu íþrótta- og æskulýðsmála. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu Viðreisnar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sveitarfélögin. Tillagan fól í sér að stefnan yrði tímasett samhliða því að tryggður yrði fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk. Nú þurfa stjórnvöld að fylgja þessari tillögu Viðreisnar eftir og tryggja að afreksíþróttafólki verði búin umgjörð sem sómi er að. Sjálfstæðisflokkurinn: Sjálfstæðisflokkurinn vill efla stuðning við afreksíþróttastarf m.a. í gegnum afrekssjóðinn og vinna samkvæmt stefnunni Áfram Ísland sem unnin var á kjörtímabilinu. Fráfarandi ríkisstjórn hefur stóraukið framlög í afrekssjóð, og unnið að stefnumótun um umgjörð og stuðning við afreksíþróttir. Meðal tillagna sem Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að farið verði í er að koma á fót skipulagðri umgjörð um afreksíþróttastarf í samvinnu við ÍSÍ og öll sérsamböndin. Efla verður þjálfarastéttina og nýta betur rannsóknir og íþróttadeildir háskólanna til framfara. Vinna þarf markvisst að því að íþróttir séu aðgengilegar öllum þar sem að markmiðið er aukin lýðheilsa almennings. Sjálfstæðisflokkurinn telur einnig mikilvægt að endurskoðað verði hvernig stuðningur við ungmenni í landsliðsverkefnum verði efldur til að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að taka þátt í íþróttum undir merkjum Íslands á alþjóðlegum mótum. Flokkur fólksins: Við erum 100% sammála því að styðja við bakið á afreksíþróttafólki til að gera því kleift að ná fram árangri. Við munum ekki leggja stein í götu þeirra. Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir með íslenska fánann við setningarathöfn Ólympíuleikanna í sumar.Instagram/@eddahannesd Framsóknarflokkurinn: Stefna Framsóknar í stuðningi við íslenskt afreksíþróttafólk er skýr. Það lá fyrir að stórbæta þurfti allan aðbúnað, umgjörð og auka fjármagn. Það hefur raungerst á kjörtímabilinu. Í nýsamþykktum fjárlögum er þannig 637 nýjum milljónum veitt til afreksstarfs í íþróttum á ársgrundvelli, sem er hátt í tvöföldun á því fjármagni sem rennur til þess málaflokks í dag. Það er þó einungis byrjunin. Við stefnumótun afreksmála hjá hópi Vésteins Hafsteinssonar varð til markviss áætlun um eflingu alls afreksstarfs á Íslandi. Þar er meðal annars komið inn á launasjóð fyrir afreksfólk, stofnun Afreksmiðstöðvar og að tryggja afreksíþróttafólk sjúkra- og lífeyristryggingar. Það er stefna flokksins að klára að innleiða þessar tillögur að fullu. Miðflokkurinn: Íslensk landslið og félagslið hafa náð eftirtektarverðum árangri á alþjóðlegum vettvangi og íslenskir íþróttamenn borið hróður landsins víða. Það er mikilvægt að styðja við afreksstarf og Íslendingar vilja að fullur sómi sé að umgjörð um það þegar erlendir gestir koma hingað. Um leið eru alþjóðlegar kröfur að aukast sem eitt og sér getur kallað á mikla fjárfestingu í mannvirkjum. Mikilvægt er að huga að hagkvæmni rekstrar þegar ný íþróttamannvirki eru reist því rekstrarkostnaður þeirra getur orðið mikill. Snæfríður Sól Jórunnardóttir er fremsta sundkona landsins og keppti á Ólympíuleikunum í sumar.Sundsamband Íslands Sósíalistaflokkurinn: Sósíalistar vilja að börn og þau sem ekki hafa nóg milli handanna verði útgangspunktur á vegum þeirra sem koma að málefnum íþrótta. Við trúum á forvarnargildi íþrótta og viljum við styrkja félagsstöðu alla barna og íþróttir eru liður í þeim efnum. Afreksfólkið kemur oftast upp í gegnum barnastarf og er nauðsynlegt að hlúa vel að yngra fólki. Nauðsynlegt er að börnin okkar eigi góðar fyrirmyndir í íþróttum og því nauðsynlegt að hlúa að afreksfólkinu okkar. Sjálfsagt er að skoða svipað kerfi og listamannalaun til að halda utan um þennan hóp. „Öll þjónusta við börn skal vera með öllu gjaldfrjáls svo sem skólaganga, dagvistun, frístund og heilbrigðisþjónusta.“ Þegar kemur að afrekssjóði er spurning hvort þær rúmu 500 milljónir sem settar hafa verið til ÍSÍ dugi til eins og staðan er í dag. Það þarf að ræða við viðkomandi félög og fá kannski betri yfirsýn um hver staðan er. Við teljum hinsvegar að það verði að láta hærri fjárhæð í sjóðinn. Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti á Ólympíuleikunum í París og varð í 20. sæti í kúluvarpi.Getty/Christian Petersen Alþingiskosningar 2024 ÍSÍ Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Síðustu ár hefur Afrekssjóður ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, haft rúmlega hálfan milljarð króna til að deila á milli sinna sérsambanda árlega, til stuðnings við afreksfólk í íþróttum. Ljóst er að krafan, eða þörfin, er um mun hærri fjárhæðir og bitnar fjárskorturinn á mörgu af fremsta íþróttafólki landsins. Sem dæmi má nefna Evrópumeistara Íslands í hópfimleikum kvenna, sem söfnuðu fyrir ferð sinni á EM til dæmis með sölu á klósettpappír, og leikmenn yngri landsliða Íslands í til dæmis körfubolta og handbolta sem útvega hafa þurft hundruð þúsunda til að komast á mót erlendis. Ísland á fáa keppendur í fremstu röð í einstaklingsgreinum og sem dæmi má nefna að eini íslenski íþróttamaðurinn sem náði lágmarki fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, er hættur (og reyndar í framboði). Hinir fjórir keppendur Íslands fengu boðssæti á leikunum. Framlögin aukin rétt fyrir kosningar Nú rétt fyrir kosningar lýsti Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, því yfir að auka ætti árlegt framlag ríkisins til afreksstarfs, þar á meðal í Afrekssjóð, um samtals 650 milljónir króna. Framlag ríksins í Afrekssjóð var síðast aukið árið 2019. Það verður svo að koma í ljós hvaða stefnu ný ríkisstjórn tekur en hér að neðan má sjá svör stjórnmálaflokkanna við spurningunni: Hver er stefna flokksins varðandi stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum (Afrekssjóð)? (Svör flokkanna eru í röð eftir því hvenær þau bárust.) Vinstri græn: Við viljum efla stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum með áherslu á kynjajafnrétti og jöfnuð í fjárveitingum. Við styðjum aukið fjármagn í Afrekssjóð til að tryggja að íþróttafólk geti njótið jafnrar aðstöðu og stuðnings til þess að ná árangri á alþjóðlegum vettvangi óháð, kyni,uppruna, búsetu og fjárhags. Við teljum einnig mikilvægt að stuðningurinn nái til fjölbreyttra íþróttagreina, þar á meðal þeirra sem hafa minni sýnileika, til að tryggja að afreksfólk úr öllum greinum fái jöfn tækifæri til að ná árangri. Lýðræðisflokkurinn: Lýðræðisflokkurinn vill að stuðningur ríkisins við menningu, listir og íþróttir verði afnuminn samhliða auknum skattaafsláttum. Nú þegar geta skattborgarar sjálfir ráðstafað um 77 milljörðum árlega til félaga til almannaheilla. Það er mun lýðræðislegra fyrirkomulag að skattborgarar geti ráðstafað sínum eigin fjármunum beint til málefna sem þeim eru hjartfólgin. Árangur strákanna okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefur stuðlað að því að HSÍ fær hæsta styrk úr Afrekssjóði ár hvert. Sá stuðningur (tæpar 85 milljónir króna í ár) dugar þó skammt fyrir samband sem heldur úti fjölda landsliða.Vísir/Vilhelm Píratar: Ekki hefur verið ályktað um stuðning við afreksíþróttafólk. Píratar vilja fjölbreytt og litríkt samfélag og teljum við að heilsa og velferð samfélagsins sé okkar stærsta hagsmunamál, þar með sagt styðjum við íþróttaiðkun heilshugar. Þrátt fyrir að formleg stefna varðandi afrekssjóð hefur ekki verið útfærð, þá erum við almennt hlynnt því að efla íþróttir á öllum stigum, frá grunni til afreks. Við álítum mikilvægt að styðja við bakið á íþróttafólki. Stuðningur við afreksíþróttafólk ætti að vera byggður á gagnsæjum og sanngjörnum forsendum, þar sem jafnræði og fjölbreytni eru höfð að leiðarljósi. Píratar vilja stuðla að því að öll hafi jöfn tækifæri til að ná afreksstöðu í íþróttum, óháð efnahagslegum eða félagslegum aðstæðum. Samfylkingin: Afreksíþróttafólk á þess kost að sækja um styrki frá afrekssjóði ÍSÍ en meginhlutverk afrekssjóðsins við uppbyggingu afreksíþrótta á Íslandi er að styðja sérsambönd fjárhagslega og með því íslenskt afreksíþróttafólk við að ná árangri í alþjóðlegri keppni. Þessir styrkir til afreksíþróttafólks eru eini opinberi stuðningurinn sem það hefur kost á að nýta sér til þess að fjármagna keppnis- og æfingaferðir en fjárhæðir eru af þeim toga að lítið stendur eftir þegar beinn kostnaður hefur verið greiddur. Slíkir styrkir eru ekki skilgreindir sem laun og því setur formið, sem og fjárhæðir styrkja, afreksíþróttafólk í erfiða stöðu og leiðir oftar en ekki til þess að það þarf að sinna launuðum störfum meðfram æfingum til að fjármagna sig á meðan keppinautar þeirra erlendis geta helgað sig íþrótt sinni. Þar með stendur íslenskt afreksíþróttafólk ekki jafnfætis þeim sem eru helstu keppinautar þeirra á heimsvísu. Samfylkingin vill bæta aðstöðu og efla stuðning við íslenskt afreksíþróttafólk í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sérsambönd þess. Mikilvægt er að gera afreksíþróttafólki á Íslandi kleift að stunda íþrótt sína án þess að fara á mis við þau félagslegu réttindi sem launafólk nýtur á vinnumarkaði. Samfylkingin hefur tvívegis lagt fram þingsályktunartillögu um að koma á fót launasjóði fyrir afreksíþróttafólk í einstaklings- og hópíþróttum sem hefði þann tilgang að auka fjárhagslegt öryggi afreksíþróttafólks og auka möguleika þess á að helga sig íþróttaiðkun sinni. Horfa mætti til launasjóðs stórmeistara í skák og launasjóða listamanna, þar sem starfslaun eru greidd umsækjendum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og auka þannig réttindi og öryggi afreksíþróttafólks. Mikilvægt er að við undirbúning og útfærslu starfslaunasjóðs afreksíþróttafólks verði unnið náið með Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og sveitarfélögunum. Hákon Þór Svavarsson keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í París og hefur þurft að hafa mikið fyrir því sjálfur að geta stundað sína íþrótt.Charles McQuillan/Getty Images Viðreisn: Það þarf að styðja sérsambönd til að hlúa að afreksfólki sínu. Fyrirmyndir á sviði afreksíþrótta eru ómetanlegar fyrir allt forvarnarstarf og uppbyggingu íþrótta- og æskulýðsmála. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu Viðreisnar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sveitarfélögin. Tillagan fól í sér að stefnan yrði tímasett samhliða því að tryggður yrði fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk. Nú þurfa stjórnvöld að fylgja þessari tillögu Viðreisnar eftir og tryggja að afreksíþróttafólki verði búin umgjörð sem sómi er að. Sjálfstæðisflokkurinn: Sjálfstæðisflokkurinn vill efla stuðning við afreksíþróttastarf m.a. í gegnum afrekssjóðinn og vinna samkvæmt stefnunni Áfram Ísland sem unnin var á kjörtímabilinu. Fráfarandi ríkisstjórn hefur stóraukið framlög í afrekssjóð, og unnið að stefnumótun um umgjörð og stuðning við afreksíþróttir. Meðal tillagna sem Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að farið verði í er að koma á fót skipulagðri umgjörð um afreksíþróttastarf í samvinnu við ÍSÍ og öll sérsamböndin. Efla verður þjálfarastéttina og nýta betur rannsóknir og íþróttadeildir háskólanna til framfara. Vinna þarf markvisst að því að íþróttir séu aðgengilegar öllum þar sem að markmiðið er aukin lýðheilsa almennings. Sjálfstæðisflokkurinn telur einnig mikilvægt að endurskoðað verði hvernig stuðningur við ungmenni í landsliðsverkefnum verði efldur til að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að taka þátt í íþróttum undir merkjum Íslands á alþjóðlegum mótum. Flokkur fólksins: Við erum 100% sammála því að styðja við bakið á afreksíþróttafólki til að gera því kleift að ná fram árangri. Við munum ekki leggja stein í götu þeirra. Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir með íslenska fánann við setningarathöfn Ólympíuleikanna í sumar.Instagram/@eddahannesd Framsóknarflokkurinn: Stefna Framsóknar í stuðningi við íslenskt afreksíþróttafólk er skýr. Það lá fyrir að stórbæta þurfti allan aðbúnað, umgjörð og auka fjármagn. Það hefur raungerst á kjörtímabilinu. Í nýsamþykktum fjárlögum er þannig 637 nýjum milljónum veitt til afreksstarfs í íþróttum á ársgrundvelli, sem er hátt í tvöföldun á því fjármagni sem rennur til þess málaflokks í dag. Það er þó einungis byrjunin. Við stefnumótun afreksmála hjá hópi Vésteins Hafsteinssonar varð til markviss áætlun um eflingu alls afreksstarfs á Íslandi. Þar er meðal annars komið inn á launasjóð fyrir afreksfólk, stofnun Afreksmiðstöðvar og að tryggja afreksíþróttafólk sjúkra- og lífeyristryggingar. Það er stefna flokksins að klára að innleiða þessar tillögur að fullu. Miðflokkurinn: Íslensk landslið og félagslið hafa náð eftirtektarverðum árangri á alþjóðlegum vettvangi og íslenskir íþróttamenn borið hróður landsins víða. Það er mikilvægt að styðja við afreksstarf og Íslendingar vilja að fullur sómi sé að umgjörð um það þegar erlendir gestir koma hingað. Um leið eru alþjóðlegar kröfur að aukast sem eitt og sér getur kallað á mikla fjárfestingu í mannvirkjum. Mikilvægt er að huga að hagkvæmni rekstrar þegar ný íþróttamannvirki eru reist því rekstrarkostnaður þeirra getur orðið mikill. Snæfríður Sól Jórunnardóttir er fremsta sundkona landsins og keppti á Ólympíuleikunum í sumar.Sundsamband Íslands Sósíalistaflokkurinn: Sósíalistar vilja að börn og þau sem ekki hafa nóg milli handanna verði útgangspunktur á vegum þeirra sem koma að málefnum íþrótta. Við trúum á forvarnargildi íþrótta og viljum við styrkja félagsstöðu alla barna og íþróttir eru liður í þeim efnum. Afreksfólkið kemur oftast upp í gegnum barnastarf og er nauðsynlegt að hlúa vel að yngra fólki. Nauðsynlegt er að börnin okkar eigi góðar fyrirmyndir í íþróttum og því nauðsynlegt að hlúa að afreksfólkinu okkar. Sjálfsagt er að skoða svipað kerfi og listamannalaun til að halda utan um þennan hóp. „Öll þjónusta við börn skal vera með öllu gjaldfrjáls svo sem skólaganga, dagvistun, frístund og heilbrigðisþjónusta.“ Þegar kemur að afrekssjóði er spurning hvort þær rúmu 500 milljónir sem settar hafa verið til ÍSÍ dugi til eins og staðan er í dag. Það þarf að ræða við viðkomandi félög og fá kannski betri yfirsýn um hver staðan er. Við teljum hinsvegar að það verði að láta hærri fjárhæð í sjóðinn. Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti á Ólympíuleikunum í París og varð í 20. sæti í kúluvarpi.Getty/Christian Petersen
Alþingiskosningar 2024 ÍSÍ Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira