FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2024 14:13 Ólafur telur Willum rífa af sér grímu forræðishyggjunnar á lokametrum ríkisstjórnarinnar og gangi freklega gegn meðal annars atvinnufrelsi fyrirtækja með reglugerð sinni. vísir/vilhelm Félag atvinnurekenda hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna reglugerðar Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, sem hann undirritaði í lok október. Félagið telur ráðherra, sem nú situr í starfsstjórn, ganga alltof langt í forræðishyggjuátt og að hann troði meðal annars á stjórnarskrárvörðum eignar- og atvinnuréttindum. Þar er meðal annars kveðið á um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum í „ljótasta lit í heimi“ og afmá skuli vörumerki af þeim. Hvað kemur næst? Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA er ekki sáttur. „Einhvers staðar verður að draga mörkin hvað varðar inngrip stjórnvalda í starfsemi fyrirtækja sem selja löglegar vörur. Það geta verið lýðheilsurök fyrir takmörkunum á réttindum framleiðenda og seljenda tóbaks, en slíkt inngrip í grundvallarréttindi á að vera í höndum Alþingis en ekki geðþóttaákvörðun ráðherra. Ef þetta er látið óátalið, hvað kemur þá næst?“ spyr Ólafur forviða. FA telur reglugerðina ekki hafa lagastoð og hún sé svo veigamikið inngrip í stjórnarskrárvernduð eignar- og atvinnuréttindi að ótækt sé að ráðherra ákveði slíkt upp á sitt einsdæmi. Willum var orðinn ráðherra í starfsstjórn er reglugerðin var sett. Vísað er til ákvæða í grein 6.c í tóbaksvarnarlögum þar sem finna má tæmandi upptalningu á því hvaða merkingar sé óheimilt að hafa á tóbaksumbúðum. En vörumerki fyrirtækja eru ekki þar á meðal. Skrítið að ráðherra í starfsstjórn skuli ráðast í annað eins og þetta „FA fær því ekki séð að lagastoð sé til staðar hvað varðar ákvæði 20 gr. reglugerðarinnar um einsleitar umbúðir. Ráðherra, sem meira að segja situr í starfsstjórn er reglugerðin er undirrituð, getur ekki upp á sitt einsdæmi ákveðið að setja reglugerð sem hefur ekki stoð í lögum. Þetta hefur umboðsmaður staðfest í álitum sínum, t.d. áliti nr. 1792/1996. Þar kom fram „að nauðsynlegt sé að skýrt sé frá því gengið í lögum, hvaða kvaðir verði lagðar á borgana“,“ segir í kvörtun FA. Þá er bent á að um veigamikil inngrip sé að ræða í bæði eigarréttindi sem og atvinnufrelsi fyrirtækja. Rétt sé að Alþingi fjalli um slíkt, en það sé ekki ákveðið af ráðherra með reglugerð. Bent er á að þegar séu í gildi ákvæði um að bannað sé að hafa tóbak sýnilegt á sölustöðum og því vandséð hvaða markmiðum ákvæði um einsleitar umbúðir eigi að ná. Enginn rökstuðningur hafi komið fram af hálfu heilbrigðisráðuneytisins hvað þetta varðar. Rekstur hins opinbera Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Félagasamtök Stjórnsýsla Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þar er meðal annars kveðið á um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum í „ljótasta lit í heimi“ og afmá skuli vörumerki af þeim. Hvað kemur næst? Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA er ekki sáttur. „Einhvers staðar verður að draga mörkin hvað varðar inngrip stjórnvalda í starfsemi fyrirtækja sem selja löglegar vörur. Það geta verið lýðheilsurök fyrir takmörkunum á réttindum framleiðenda og seljenda tóbaks, en slíkt inngrip í grundvallarréttindi á að vera í höndum Alþingis en ekki geðþóttaákvörðun ráðherra. Ef þetta er látið óátalið, hvað kemur þá næst?“ spyr Ólafur forviða. FA telur reglugerðina ekki hafa lagastoð og hún sé svo veigamikið inngrip í stjórnarskrárvernduð eignar- og atvinnuréttindi að ótækt sé að ráðherra ákveði slíkt upp á sitt einsdæmi. Willum var orðinn ráðherra í starfsstjórn er reglugerðin var sett. Vísað er til ákvæða í grein 6.c í tóbaksvarnarlögum þar sem finna má tæmandi upptalningu á því hvaða merkingar sé óheimilt að hafa á tóbaksumbúðum. En vörumerki fyrirtækja eru ekki þar á meðal. Skrítið að ráðherra í starfsstjórn skuli ráðast í annað eins og þetta „FA fær því ekki séð að lagastoð sé til staðar hvað varðar ákvæði 20 gr. reglugerðarinnar um einsleitar umbúðir. Ráðherra, sem meira að segja situr í starfsstjórn er reglugerðin er undirrituð, getur ekki upp á sitt einsdæmi ákveðið að setja reglugerð sem hefur ekki stoð í lögum. Þetta hefur umboðsmaður staðfest í álitum sínum, t.d. áliti nr. 1792/1996. Þar kom fram „að nauðsynlegt sé að skýrt sé frá því gengið í lögum, hvaða kvaðir verði lagðar á borgana“,“ segir í kvörtun FA. Þá er bent á að um veigamikil inngrip sé að ræða í bæði eigarréttindi sem og atvinnufrelsi fyrirtækja. Rétt sé að Alþingi fjalli um slíkt, en það sé ekki ákveðið af ráðherra með reglugerð. Bent er á að þegar séu í gildi ákvæði um að bannað sé að hafa tóbak sýnilegt á sölustöðum og því vandséð hvaða markmiðum ákvæði um einsleitar umbúðir eigi að ná. Enginn rökstuðningur hafi komið fram af hálfu heilbrigðisráðuneytisins hvað þetta varðar.
Rekstur hins opinbera Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Félagasamtök Stjórnsýsla Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira