Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir og Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifa 27. nóvember 2024 09:00 Við verðum að tala um kynbundið ofbeldi – en til þess að geta stuðlað að frelsi frá ofbeldi fyrir allar konur þurfum við að hafa hugfast að konur eru ekki einsleitur hópur. Konur sem tilheyra einnig öðrum jaðarhópum verða frekar fyrir ofbeldi og geta mismunabreyturnar verið margar, t.a.m. kynþáttur, fötlun, félagsleg staða. Hinsegin konur hafa í það minnsta tvöfalda jaðarsetningu. Þær eru jaðarsettar vegna þess að þær eru konur og þær eru jaðarsettar fyrir hinseginleika sinn. Lesbíur, tvíkynhneigðar konur, trans konur, intersex konur tilheyra allar jaðarhóp sem er útsettari fyrir ofbeldi, sér í lagi í nánum samböndum. Þessar konur verða bæði fyrir ofbeldi vegna hinseginleika síns og vegna þess að þær eru konur. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu EL*C, evrópskum samtökum hinsegin kvenna, hefur ofbeldi og hatursorðræða gagnvart lesbíum og tvíkynhneigðum konum færst í aukana á sama tíma og við sem samfélag verðum ónæmari fyrir ofbeldinu. Í skýrslunni eru tiltekin einstaka atvik ofbeldis og er meðal annars sagt frá ofbeldi í almannarýmum þar sem ráðist var á hinsegin konur vegna kynhneigðar og kyntjáningar sinnar. Listinn er ekki tæmandi en dæmin eru mörg og þau gefa mynd af veruleika hinsegin kvenna sem lítið er talað um. Lesbíur, trans konur og fólk með óhefðbundna kyntjáningu verður fyrir áreitni á almenningssalernum eða er meinaður aðgangur. Hinsegin konur eru kynferðislegar áreittar á vinnustöðum, skemmtistöðum og á samfélagsmiðlum. Ráðist er að hinsegin konum sem leiðast á almannafæri og þeim nauðgað til þess að leiðrétta kynhneigð og kyntjáningu þeirra. Þetta er ekki fjarlægur veruleiki þó að ekki séu dæmi frá Íslandi í skýrslunni. Við vitum að þetta er einnig veruleiki margra hinsegin kvenna á Íslandi. Ofbeldi gegn hinsegin konum er ekki bara í almannarýmum. Það getur verið lúmskt og falið, sérstaklega í nánum samböndum, en dæmin sýna að gerendur nýta oft hinseginleikann til þess að niðurlægja, til dæmis með því að koma í veg fyrir að maki fái aðgang að hormónalyfjum, gaslýsa eða hóta að koma upp um hinseginleika. Konur sem ekki eru hinsegin en eru grunaðar um hinseginleika eru einnig beittar ofbeldi. Þær eru kannski bara með stutt hár, eru óvenju hávaxnar eða bera einhver einkenni þess sem gerandanum þykir hinsegin. Það er þess vegna mikilvægt að fordæma hatursorðræðu og áreitni, því hún hefur áhrif á allar konur. Bakslag í málefnum kvenna og hinsegin fólks er raunverulegt á heimsvísu, líka á Íslandi. Það hefur óneitanlega mikil áhrif á þær sem tilheyra báðum hópum: hinsegin konur. En við getum barist gegn því með aukinni meðvitund og samstilltu átaki. Bjarndís er formaður Samtakanna '78 og Bergrún er skrifstofustjóri Samtakanna '78.Samtökin ‘78 eru hagsmunasamtök alls hinsegin fólks og veita gjaldfrjálsa ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur lent í ofbeldi vegna hinseginleika veita Samtökin ‘78 aðstoð og stuðning. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Hinsegin Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Við verðum að tala um kynbundið ofbeldi – en til þess að geta stuðlað að frelsi frá ofbeldi fyrir allar konur þurfum við að hafa hugfast að konur eru ekki einsleitur hópur. Konur sem tilheyra einnig öðrum jaðarhópum verða frekar fyrir ofbeldi og geta mismunabreyturnar verið margar, t.a.m. kynþáttur, fötlun, félagsleg staða. Hinsegin konur hafa í það minnsta tvöfalda jaðarsetningu. Þær eru jaðarsettar vegna þess að þær eru konur og þær eru jaðarsettar fyrir hinseginleika sinn. Lesbíur, tvíkynhneigðar konur, trans konur, intersex konur tilheyra allar jaðarhóp sem er útsettari fyrir ofbeldi, sér í lagi í nánum samböndum. Þessar konur verða bæði fyrir ofbeldi vegna hinseginleika síns og vegna þess að þær eru konur. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu EL*C, evrópskum samtökum hinsegin kvenna, hefur ofbeldi og hatursorðræða gagnvart lesbíum og tvíkynhneigðum konum færst í aukana á sama tíma og við sem samfélag verðum ónæmari fyrir ofbeldinu. Í skýrslunni eru tiltekin einstaka atvik ofbeldis og er meðal annars sagt frá ofbeldi í almannarýmum þar sem ráðist var á hinsegin konur vegna kynhneigðar og kyntjáningar sinnar. Listinn er ekki tæmandi en dæmin eru mörg og þau gefa mynd af veruleika hinsegin kvenna sem lítið er talað um. Lesbíur, trans konur og fólk með óhefðbundna kyntjáningu verður fyrir áreitni á almenningssalernum eða er meinaður aðgangur. Hinsegin konur eru kynferðislegar áreittar á vinnustöðum, skemmtistöðum og á samfélagsmiðlum. Ráðist er að hinsegin konum sem leiðast á almannafæri og þeim nauðgað til þess að leiðrétta kynhneigð og kyntjáningu þeirra. Þetta er ekki fjarlægur veruleiki þó að ekki séu dæmi frá Íslandi í skýrslunni. Við vitum að þetta er einnig veruleiki margra hinsegin kvenna á Íslandi. Ofbeldi gegn hinsegin konum er ekki bara í almannarýmum. Það getur verið lúmskt og falið, sérstaklega í nánum samböndum, en dæmin sýna að gerendur nýta oft hinseginleikann til þess að niðurlægja, til dæmis með því að koma í veg fyrir að maki fái aðgang að hormónalyfjum, gaslýsa eða hóta að koma upp um hinseginleika. Konur sem ekki eru hinsegin en eru grunaðar um hinseginleika eru einnig beittar ofbeldi. Þær eru kannski bara með stutt hár, eru óvenju hávaxnar eða bera einhver einkenni þess sem gerandanum þykir hinsegin. Það er þess vegna mikilvægt að fordæma hatursorðræðu og áreitni, því hún hefur áhrif á allar konur. Bakslag í málefnum kvenna og hinsegin fólks er raunverulegt á heimsvísu, líka á Íslandi. Það hefur óneitanlega mikil áhrif á þær sem tilheyra báðum hópum: hinsegin konur. En við getum barist gegn því með aukinni meðvitund og samstilltu átaki. Bjarndís er formaður Samtakanna '78 og Bergrún er skrifstofustjóri Samtakanna '78.Samtökin ‘78 eru hagsmunasamtök alls hinsegin fólks og veita gjaldfrjálsa ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur lent í ofbeldi vegna hinseginleika veita Samtökin ‘78 aðstoð og stuðning. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun