KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2024 14:42 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarsambands Íslands, og Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna. Í yfirlýsingu frá KÍ segir að það að félagið sé reiðubúið til að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum, að því gefnu að sveitarfélögin skuldbindi sig til að greiða laun starfsmannanna sem voru í verkfalli síðustu fjórar vikur, snúist ekkert um fjármuni. Fordæmi séu fyrir nálgun sé þessari og að ákvarðanatakan sé komin þangað sem hún eigi heima, eða til sveitarfélaga þessara leikskóla. „Í fyrsta lagi er KÍ ekkert nema félagsfólkið. Viðræðunefnd KÍ er í góðum og stöðugum samskiptum við sitt félagsfólk og sérstaklega það félagsfólk sem er í verkföllum fyrir heildina. Nefndin gerir ekkert nema með þeirra stuðningi. Félagsfólk KÍ í verkfalli gerir sér fyllilega grein fyrir ábyrgð sinni og er reiðubúið að standa undir henni,“ segir í yfirlýsingunni. „Skömmin er komin þar sem hún á heima, þ.e. til sveitarfélaganna.“ Í yfirlýsingunni segir enn fremur að laun kennara í verkfalli séu hvort eð er kostnaður sem sveitarfélögin hefðu þurft að greiða, væru kennarar þar við störf. Það væri galið að félagsfólk KÍ hefði þurft að fara í verkfalli til að þrýsta á að undirritað samkomulag frá 2016 verði efnt. „Við höfum svo sem séð í þessari kjaradeilu að sveitarfélögunum er nokk sama um kennara. Nú mun koma í ljós hvort það sama eigi við um foreldra og börn.“ Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26 Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum 10. desember næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma. 22. nóvember 2024 18:52 Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. 22. nóvember 2024 09:45 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Í yfirlýsingu frá KÍ segir að það að félagið sé reiðubúið til að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum, að því gefnu að sveitarfélögin skuldbindi sig til að greiða laun starfsmannanna sem voru í verkfalli síðustu fjórar vikur, snúist ekkert um fjármuni. Fordæmi séu fyrir nálgun sé þessari og að ákvarðanatakan sé komin þangað sem hún eigi heima, eða til sveitarfélaga þessara leikskóla. „Í fyrsta lagi er KÍ ekkert nema félagsfólkið. Viðræðunefnd KÍ er í góðum og stöðugum samskiptum við sitt félagsfólk og sérstaklega það félagsfólk sem er í verkföllum fyrir heildina. Nefndin gerir ekkert nema með þeirra stuðningi. Félagsfólk KÍ í verkfalli gerir sér fyllilega grein fyrir ábyrgð sinni og er reiðubúið að standa undir henni,“ segir í yfirlýsingunni. „Skömmin er komin þar sem hún á heima, þ.e. til sveitarfélaganna.“ Í yfirlýsingunni segir enn fremur að laun kennara í verkfalli séu hvort eð er kostnaður sem sveitarfélögin hefðu þurft að greiða, væru kennarar þar við störf. Það væri galið að félagsfólk KÍ hefði þurft að fara í verkfalli til að þrýsta á að undirritað samkomulag frá 2016 verði efnt. „Við höfum svo sem séð í þessari kjaradeilu að sveitarfélögunum er nokk sama um kennara. Nú mun koma í ljós hvort það sama eigi við um foreldra og börn.“
Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26 Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum 10. desember næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma. 22. nóvember 2024 18:52 Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. 22. nóvember 2024 09:45 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26
Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum 10. desember næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma. 22. nóvember 2024 18:52
Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. 22. nóvember 2024 09:45