Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2024 18:10 Þórdís Kolbrún er utanríkisráðherra. Vísir/Einar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir Ísland virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag sama hver eigi í hlut. Dómstóllinn gaf í fyrradag út handtökuskipanir á hendur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, og þremur leiðtogum Hamas, sem allir eru taldir látnir. Þórdís Kolbrún greindi frá þessu í viðtali við RÚV. „Íslensk stjórnvöld virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Við leggjum traust okkar á að alþjóðlegir dómstólar framfylgi alþjóðalögum og virðum niðurstöður dómstólsins óháð því hvaða einstaklingar eiga í hlut,“ segir Þórdís um málið. Ríkin taka misvel í handtökuskipanina Bandaríkin hafna handtökuskipan dómstólsins og hafa gagnrýnt hana harðlega. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir hana svívirðilega. (e. outrageous). „Handtökuskipan dómstólsins á hendur leiðtogum Ísrael er svívirðileg. Við skulum hafa það á hreinu, að sama hvað dómstóllinn gefur í skyn, að það eru engin, ég endurtek, engin, líkindi milli Ísrael og Hamas. Við munum alltaf standa með Ísrael gegn ógnum sem steðja að þeim,“ segir Joe Biden Bandaríkjaforseti. Þá hafa stjórnvöld í Argentínu og Tékklandi einnig hafnað ákvörðuninni og komið Ísrael til varnar. Stjórnvöld í Tyrklandi, Suður Afríku, Belgíu og Írlandi hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við handtökuskipanina. „Þessar ásakanir gætu ekki verið alvarlegri. Ástandið á Gasa gæti ekki verið alvarlegra ... ríkisstjórnin hefur lengi lýst yfir miklum áhyggjum af hernaðinum á Gasa og sagt að hann brjóti alþjóðleg lög,“ segir Simon Harris forsætisráðherra Írlands. Viðbrögð annarra ríkja má finna hér. Sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu Ísraelsku ráðherrarnir og leiðtogar Hamas eru allir sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, og voru allir þrír dómarar dómstólsins sammála um handtökuskipanirnar. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Rómarsamþykktin var samþykkt á Íslandi árið 2000. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til einhverra þessara 124 ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin hafa ekki skrifað undir sáttmálann. Handtökuskipan hefur einnig verið gefin út á hendur þriggja leiðtoga Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri sem gengur undir nafninu Deif, Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar. Ismael Haniyeh og Yaya Sinvar hafa báðir þegar verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja einnig að Deif hafi fallið í júlí en það hefur ekki fengist staðfest. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu, og er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar. Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Ísrael Palestína Hernaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þórdís Kolbrún greindi frá þessu í viðtali við RÚV. „Íslensk stjórnvöld virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Við leggjum traust okkar á að alþjóðlegir dómstólar framfylgi alþjóðalögum og virðum niðurstöður dómstólsins óháð því hvaða einstaklingar eiga í hlut,“ segir Þórdís um málið. Ríkin taka misvel í handtökuskipanina Bandaríkin hafna handtökuskipan dómstólsins og hafa gagnrýnt hana harðlega. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir hana svívirðilega. (e. outrageous). „Handtökuskipan dómstólsins á hendur leiðtogum Ísrael er svívirðileg. Við skulum hafa það á hreinu, að sama hvað dómstóllinn gefur í skyn, að það eru engin, ég endurtek, engin, líkindi milli Ísrael og Hamas. Við munum alltaf standa með Ísrael gegn ógnum sem steðja að þeim,“ segir Joe Biden Bandaríkjaforseti. Þá hafa stjórnvöld í Argentínu og Tékklandi einnig hafnað ákvörðuninni og komið Ísrael til varnar. Stjórnvöld í Tyrklandi, Suður Afríku, Belgíu og Írlandi hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við handtökuskipanina. „Þessar ásakanir gætu ekki verið alvarlegri. Ástandið á Gasa gæti ekki verið alvarlegra ... ríkisstjórnin hefur lengi lýst yfir miklum áhyggjum af hernaðinum á Gasa og sagt að hann brjóti alþjóðleg lög,“ segir Simon Harris forsætisráðherra Írlands. Viðbrögð annarra ríkja má finna hér. Sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu Ísraelsku ráðherrarnir og leiðtogar Hamas eru allir sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, og voru allir þrír dómarar dómstólsins sammála um handtökuskipanirnar. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Rómarsamþykktin var samþykkt á Íslandi árið 2000. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til einhverra þessara 124 ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin hafa ekki skrifað undir sáttmálann. Handtökuskipan hefur einnig verið gefin út á hendur þriggja leiðtoga Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri sem gengur undir nafninu Deif, Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar. Ismael Haniyeh og Yaya Sinvar hafa báðir þegar verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja einnig að Deif hafi fallið í júlí en það hefur ekki fengist staðfest. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu, og er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar.
Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Ísrael Palestína Hernaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira