Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar 23. nóvember 2024 19:02 Undarleg og óvænt atburðarás hófst á föstudaginn. Samtök kennara lýstu því yfir að þau væru til í að aflýsa verkföllum í þeim leikskólum sem lokaðir hafa verið síðustu vikur. Ljóst var að þetta boð átti sér stað þrátt fyrir að illa gangi við samningaborðið enda var á sama tíma tilkynnt að brátt hæfust verkföll í tíu leikskólum til viðbótar. Viðbrögð Sambands sveitarfélaga vöktu furðu mína. Talsmaður þess fullyrti að boð kennara væri mikil vanvirðing. Ég var enn að melta þau þegar tilkynning kom frá KÍ sem fær mig til að spyrja, í fullri einlægni og alvöru, hvort verið geti að Samband sveitarfélaga sé markvisst að reyna að spilla gerð samninga við kennara. Við munum öll þá undarlegu atburðarás sem átti sér stað síðasta vor þegar hluti stjórnar Sambandsins reyndi að koma í veg fyrir þátttöku þess í gerð kjarasamninga á almennum markaði. Af því urðu heilmiklir eftirmálar, reiði og gremja. Ýmislegt bendir til þess að eitthvað svipað sé í gangi nú. Samninganefnd Sambandsins hefur orðið uppvís að ótrúlega þversagnirkenndum málflutningi. Eftir að hafa dregið kennara alla leið fyrir Félagsdóm undir því yfirskini að kennarar hefðu engar kröfur sett fram kröfðust þau þess nýlega að kennarar sætu starfsfræðslu hjá stofnun sem sveitarfélögin eiga sjálf með þeim rökum að kröfur kennara um samanburðarhópa væru of einstrengingslegar. Í yfirlýsingu KÍ kemur fram að tilboð um frestun verkfalla komi í kjölfar tilboðs frá Sambandi sveitarfélaga um svipaða frestun. Sé rétt að samningafólk sveitarfélaga hafi sjálft átt frumkvæði að frestun verkfalla en bregðist við gagntilboði með því að brigsla forystu kennara um allskonar litrík óheilindi er ljóst að í kjaraviðræðum kennara er aðeins einn aðili að reyna að semja, hinn er að spilla. Það liggur nú fyrir að börnin í lokuðum leikskólum eiga þess kost að byrja aftur í skólunum sínum í næstu viku. Ef það gerist ekki er það vegna þess að kjörnir fulltrúar í stjórnum viðkomandi sveitarfélaga hafa kosið að beita börnunun fyrir sig. Fórna þeim fyrir fjöldann. Að öllum líkindum vegna þess að skólakerfið er orðið vígvöllur í eitraðri pólitík á sveitarstjórnarstiginu. Eitthvað segir mér að háheilaga fólkið, sem ekkert hefur þóst botna í því að verkfall svipti þessi börn skólunum sínum hingað til, muni nú skyndilega öðlast slíkan skilning. Flest af þessu fólki er nefnilega ekkert að berjast fyrir leikskólana. Kennarar, sem njóta bæði stuðnings foreldra og meirihluta þjóðarinnar, eru að berjast skólanna og barnanna vegna. Þess vegna munu þeir ekki gefast upp. Sama hvernig viðsemjandinn lætur. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Undarleg og óvænt atburðarás hófst á föstudaginn. Samtök kennara lýstu því yfir að þau væru til í að aflýsa verkföllum í þeim leikskólum sem lokaðir hafa verið síðustu vikur. Ljóst var að þetta boð átti sér stað þrátt fyrir að illa gangi við samningaborðið enda var á sama tíma tilkynnt að brátt hæfust verkföll í tíu leikskólum til viðbótar. Viðbrögð Sambands sveitarfélaga vöktu furðu mína. Talsmaður þess fullyrti að boð kennara væri mikil vanvirðing. Ég var enn að melta þau þegar tilkynning kom frá KÍ sem fær mig til að spyrja, í fullri einlægni og alvöru, hvort verið geti að Samband sveitarfélaga sé markvisst að reyna að spilla gerð samninga við kennara. Við munum öll þá undarlegu atburðarás sem átti sér stað síðasta vor þegar hluti stjórnar Sambandsins reyndi að koma í veg fyrir þátttöku þess í gerð kjarasamninga á almennum markaði. Af því urðu heilmiklir eftirmálar, reiði og gremja. Ýmislegt bendir til þess að eitthvað svipað sé í gangi nú. Samninganefnd Sambandsins hefur orðið uppvís að ótrúlega þversagnirkenndum málflutningi. Eftir að hafa dregið kennara alla leið fyrir Félagsdóm undir því yfirskini að kennarar hefðu engar kröfur sett fram kröfðust þau þess nýlega að kennarar sætu starfsfræðslu hjá stofnun sem sveitarfélögin eiga sjálf með þeim rökum að kröfur kennara um samanburðarhópa væru of einstrengingslegar. Í yfirlýsingu KÍ kemur fram að tilboð um frestun verkfalla komi í kjölfar tilboðs frá Sambandi sveitarfélaga um svipaða frestun. Sé rétt að samningafólk sveitarfélaga hafi sjálft átt frumkvæði að frestun verkfalla en bregðist við gagntilboði með því að brigsla forystu kennara um allskonar litrík óheilindi er ljóst að í kjaraviðræðum kennara er aðeins einn aðili að reyna að semja, hinn er að spilla. Það liggur nú fyrir að börnin í lokuðum leikskólum eiga þess kost að byrja aftur í skólunum sínum í næstu viku. Ef það gerist ekki er það vegna þess að kjörnir fulltrúar í stjórnum viðkomandi sveitarfélaga hafa kosið að beita börnunun fyrir sig. Fórna þeim fyrir fjöldann. Að öllum líkindum vegna þess að skólakerfið er orðið vígvöllur í eitraðri pólitík á sveitarstjórnarstiginu. Eitthvað segir mér að háheilaga fólkið, sem ekkert hefur þóst botna í því að verkfall svipti þessi börn skólunum sínum hingað til, muni nú skyndilega öðlast slíkan skilning. Flest af þessu fólki er nefnilega ekkert að berjast fyrir leikskólana. Kennarar, sem njóta bæði stuðnings foreldra og meirihluta þjóðarinnar, eru að berjast skólanna og barnanna vegna. Þess vegna munu þeir ekki gefast upp. Sama hvernig viðsemjandinn lætur. Höfundur er kennari
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun