Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 19:48 Ég fæ ekki réttar greiningar fyrr en ég er 26 og 27 ára. Einhverf og með ADHD. Vá hvað lífið hefði verið léttara ef ég hefði bara fengið að vita þetta fyrr. Ég hefði getað sýnt mér skilning og mildi og fjölskyldan og skólakerfið hefði getað stutt mig með þá erfiðleika sem ég hafði, sem þóttust óeðlilegir að þeirra mati. Ég hefði ekki eytt fjórðung úr öld að hugsa með mér ,,Hvað er eiginlega að mér? Afhverju get ég ekki bara gert þetta eins og allir hinir? Hvernig fer annað fólk eiginlega að þessu? Ég hlýt bara að vera svona ömurleg..’’ Ég hafði grun um að það væri eitthvað meira að hrjá mig en kvíði og þunglyndi frá því ég var 14 ára. Ég gekk sálfræðinga, lækna og geðlækna á milli í mörg ár að grátbiðja um hjálp. Það var þó ekki hlaupið að því að komast að hjá sérfræðingum, biðlistar óralangir ef þú komst á lista yfir höfuð. Mér var t.d. meinað, af sálfræðingnum mínum þegar ég var 16 ára, að fara á hvíta bandið á BUGL því biðlistinn var svo langur, tók því ekki að sækja um, en þarna var ég búin að svelta af mér tæpum 40kg. Geðheilbrigðisteymi á minni heilsugæslu, HSS, neituðu mér líka nokkrum sinnum, þau tóku ekki við nýjum skjóstæðingum, og því varð ég að finna sjálfstætt starfandi sálfræðinga og geðlækna og borga úr eigin vasa til að fá einhverja hjálp. Mér leið illa, en ég gat ekki útskýrt afhverju, það var bara vont að vera til og alveg sama hvað ég gerði og reyndi, sama hvað lyf ég prófaði, sama hvaða starf eða nám ég reyndi við, þá gat ég þetta ekki. Brann út trekk í trekk, sama hvað ég var að gera, ég hélt ekki í við lífskapphlaupið. Þið getið ímyndað ykkur hversu vont það er að ganga í gegnum lífið og hugsa flesta daga að það væri örugglega betra að deyja bara. Þá gæti ég loksins andað léttar, þá myndi kvölin mín enda loksins. Ég heyri oft fólk segja að sjálfsvíg sé langtímalausn á tímabundnu vandamáli. En fyrir suma er vandamálið til lífstíðar, það eina sem það hefur þekkt, því er vandamálið ekki alltaf tímabundið og ég þarf t.d. að lifa með mínum hindrunum allt mitt líf. Sem ég á mjög erfitt með að sætta mig við því mig langar að gera svo ótrúlega margt og ég get gert ótrúlega margt, en oft kostar það mig svo mikið að ég verð rúmliggjandi dögum saman. Það er ekkert að skreppa bara í búðina, kíkja á vin, sinna heimilisverkum og sjá um sjálfa mig. Ég þarf að velja eitthvað tvennt, flesta daga, ég hef ekki roð í meira. Ég geri samt oft meira, því mér finnst ég eiga að geta það, því ég er uppfull af ableisma, trú um að ég ætti að geta fúnkerað eins og venjuleg manneskja, og vil ekkert heitar en að geta gert allt sem mig langar að gera. En fæ svo auðvitað að gjalda fyrir það. Þegar fólk fær ekki aðstoð sem það þarf þá finnur sér það lausnir til þess að hjálpa sér sjálft. Við erum mjög útsjónarsöm, mannveran, og við gerum allt til þess að halda okkur á lífi. Stundum er það með aðferðum sem þykja varhugaverðar þegar litið er einungis til þeirra þátta, eins og fíkn í fíkniefni, mat eða jafnvel kynlíf. En þetta er tímabundin lausn á langtímavandamáli og tilraun til þess að halda sér á lífi. Mér finnst það sýna hugrekki þegar fólk velur það að lifa, hvernig sem það þarf að fara að því. Kerfið greip mig ekki, þrátt fyrir langa baráttu. Ég var ekki nógu sterk þegar ég var yngri til þess að berja í borðið og segja hingað og ekki lengra, nú skulið þig hjálpa mér eins og ég á rétt á. Blessunarlega fann ég þann styrk fyrir tveimur árum, þá dottin aftur út af vinnumarkaði, búin að hoppa á milli kerfa, lækna, heilsugæslna og endurhæfingarúrræða þar sem ég kom allsstaðar að lokuðum dyrum í u.þ.b. ár. Ég fékk ekki hjálp. Biðlistar til sálfræðings margir mánuðir, ómögulegt að komast einu sinni á biðlista hjá geðlækni og heilsugæslan mín HSS, neitaði mér um geðheilbrigðisþjónustu sökum einhverfu minnar. VIRK neitaði að taka við mér líka og enginn vissi hvað ég gæti gert í staðinn. Enginn hjálpaði mér að finna úrræði sem myndu henta mér. Kerfið sagði bara ,,fokk jú, hjálpaðu þér sjálf.’’ Hársbreidd frá því að gefast upp, virkilega langt niðri með engan lífsvilja, fór ég í ferðalag með góðum vini sem ég þakka í dag fyrir að halda mér á lífi því ég gat það ekki sjálf. Ég tæmdi hugann í íslenskri náttúru og kom svo fersk til baka. Ég get eiginlega ekki sagt þessa sögu nema að nefna það að stuttu eftir að ég kom heim úr þessu ferðalagi, dottin á milli kerfa, tekjulaus, með allt niðrum mig, að þá fór að flæða saur uppúr niðurfallinu inn á klósetti hjá mér því að rörið var stíflað út í götu. Já, þú last þetta rétt, saur. Ég var bókstaflega vaðandi í skít. Þetta hljómar eins og bíómynd. Ég vildi að ég væri að skálda þetta. En jæja, ég forða mér til foreldra minna á meðan viðgerð stendur yfir og finn þar upp á eigin spítur ,,Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja’’ og sendi þeim tölvupóst og spyr hvort þau geti tekið við mér og hjálpað mér. Ég fæ ekki hjálp neins staðar annarstaðar. Nú hef ég verið þar í að verða tvö ár og ég skef ekki ofanaf því þegar ég segi að það bjargaði lífi mínu að þau voru tilbúin til þess að aðstoða mig. Þau gripu mig. Þau sýndu mér kærleik og mildi, eitthvað sem ég átti eftir að læra að gefa sjálfri mér. Þegar ég horfi til baka skil ég ekki hvernig mér tókst að halda áfram, reyna aftur, og aftur og aftur. Síðasta nei sem ég fékk kveikti í einhverju báli innra með mér sem reif mig áfram, ég var svo ótrúlega reið út í kerfið, mér blöskraði svo mikið að ég náði í einhvern styrk niður úr einhverju hyldýpi sem ég vissi ekki að ég ætti og það hefur fylgt mér síðan, og mér finnst ég verða að nota það til að hjálpa öðrum sem hafa það ekki enþá. Finnst þér í lagi að fólk, sem kemur með skottið á milli lappanna og biður um hjálp, sé kastað á dyr? Trekk í trekk í trekk. Ég er sko aldeilis ekki einsdæmi. Fyrir það fyrsta þá er ótrúlega erfitt að stíga skrefið, viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður þarf hjálp og biðja um hana. Ofaná styrkinn sem þarf til þess, þarf maður að væflast um fram og til baka í hafsjó af höfnunum. Við erum að missa allt of marga frá okkur sem hafa ekki þennan styrk. Gefast upp eftir fyrsta nei-ið. Hugsa ,,til hvers að biðja um hjálp ef ég fæ hana hvort eð er ekki?’’. Ótrúlega mörg sem að ákveða að það sé bara best að hjálpa sér sjálf, því kerfið er þannig byggt. Fyrir utan þá sem hafa þennan styrk til þess að biðja um hjálpina en hafa einfaldlega ekki efni á henni, þar sem hver sálfræði tími kostar um 25.000kr. Bið eftir greiningum talin í árum eða mörg hundruð þúsund krónum í einkageiranum, þar sem biðtími er þó margir mánuðir líka. Ég þekki ótal fólk sem neitar sér um að sækja þessa nauðsynlegu þjónustu því það hefur hreinlega ekki efni á því eða trúir því ekki að það komist einhversstaðar að. Ég er þar með talin, ég kemst ekki eins oft og ég þarf. Það er gjörsamlega galið að þetta sé ekki undir sama hatti og líkamlegir kvillar og veikindi í kerfinu. Þetta er algjörlega jafn mikilvægt, og jafnvel mikilvægara, að mínu mati, fyrir samfélagið að hafa í lagi. Það sem við græðum á því að fólki líði vel er ekki einungis talið í peningum, líf fólks á aldrei að vera peningaspursmál, heldur líka í því hvað við græðum inní samfélagið. Fólk sem vill vera hérna og byggja upp gott samfélag saman, fólk sem vill láta gott af sér leiða og smitar frá sér jákvæða orku. Það er ómetanlegt. Hættum að neita fólki um hjálp. Grípum fólkið okkar strax og gerum það með sóma. Skilum skömminni þangað sem hún á heima, til ríkisins, sem hefur vanfjármagnað heilbrigðiskerfið svo mikið að við neyðumst til að hjálpa okkur sjálf, blæða út fyrir rándýrri þjónustu eða hreinlega gefast upp. Þetta er gjörsamlega óboðlegt. Það er nægur peningur til til þess að halda uppi sómasamlegu heilbrigðiskerfi, það þarf bara viljann til þess að sækja peningana þangað sem þeir eru til. Kjósum með hjartanu, kjósum sósíalisma, kjósum X-J. Höfundur vermir 5. sæti fyrir Sósíalistaflokkinn í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2024 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Geðheilbrigði Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég fæ ekki réttar greiningar fyrr en ég er 26 og 27 ára. Einhverf og með ADHD. Vá hvað lífið hefði verið léttara ef ég hefði bara fengið að vita þetta fyrr. Ég hefði getað sýnt mér skilning og mildi og fjölskyldan og skólakerfið hefði getað stutt mig með þá erfiðleika sem ég hafði, sem þóttust óeðlilegir að þeirra mati. Ég hefði ekki eytt fjórðung úr öld að hugsa með mér ,,Hvað er eiginlega að mér? Afhverju get ég ekki bara gert þetta eins og allir hinir? Hvernig fer annað fólk eiginlega að þessu? Ég hlýt bara að vera svona ömurleg..’’ Ég hafði grun um að það væri eitthvað meira að hrjá mig en kvíði og þunglyndi frá því ég var 14 ára. Ég gekk sálfræðinga, lækna og geðlækna á milli í mörg ár að grátbiðja um hjálp. Það var þó ekki hlaupið að því að komast að hjá sérfræðingum, biðlistar óralangir ef þú komst á lista yfir höfuð. Mér var t.d. meinað, af sálfræðingnum mínum þegar ég var 16 ára, að fara á hvíta bandið á BUGL því biðlistinn var svo langur, tók því ekki að sækja um, en þarna var ég búin að svelta af mér tæpum 40kg. Geðheilbrigðisteymi á minni heilsugæslu, HSS, neituðu mér líka nokkrum sinnum, þau tóku ekki við nýjum skjóstæðingum, og því varð ég að finna sjálfstætt starfandi sálfræðinga og geðlækna og borga úr eigin vasa til að fá einhverja hjálp. Mér leið illa, en ég gat ekki útskýrt afhverju, það var bara vont að vera til og alveg sama hvað ég gerði og reyndi, sama hvað lyf ég prófaði, sama hvaða starf eða nám ég reyndi við, þá gat ég þetta ekki. Brann út trekk í trekk, sama hvað ég var að gera, ég hélt ekki í við lífskapphlaupið. Þið getið ímyndað ykkur hversu vont það er að ganga í gegnum lífið og hugsa flesta daga að það væri örugglega betra að deyja bara. Þá gæti ég loksins andað léttar, þá myndi kvölin mín enda loksins. Ég heyri oft fólk segja að sjálfsvíg sé langtímalausn á tímabundnu vandamáli. En fyrir suma er vandamálið til lífstíðar, það eina sem það hefur þekkt, því er vandamálið ekki alltaf tímabundið og ég þarf t.d. að lifa með mínum hindrunum allt mitt líf. Sem ég á mjög erfitt með að sætta mig við því mig langar að gera svo ótrúlega margt og ég get gert ótrúlega margt, en oft kostar það mig svo mikið að ég verð rúmliggjandi dögum saman. Það er ekkert að skreppa bara í búðina, kíkja á vin, sinna heimilisverkum og sjá um sjálfa mig. Ég þarf að velja eitthvað tvennt, flesta daga, ég hef ekki roð í meira. Ég geri samt oft meira, því mér finnst ég eiga að geta það, því ég er uppfull af ableisma, trú um að ég ætti að geta fúnkerað eins og venjuleg manneskja, og vil ekkert heitar en að geta gert allt sem mig langar að gera. En fæ svo auðvitað að gjalda fyrir það. Þegar fólk fær ekki aðstoð sem það þarf þá finnur sér það lausnir til þess að hjálpa sér sjálft. Við erum mjög útsjónarsöm, mannveran, og við gerum allt til þess að halda okkur á lífi. Stundum er það með aðferðum sem þykja varhugaverðar þegar litið er einungis til þeirra þátta, eins og fíkn í fíkniefni, mat eða jafnvel kynlíf. En þetta er tímabundin lausn á langtímavandamáli og tilraun til þess að halda sér á lífi. Mér finnst það sýna hugrekki þegar fólk velur það að lifa, hvernig sem það þarf að fara að því. Kerfið greip mig ekki, þrátt fyrir langa baráttu. Ég var ekki nógu sterk þegar ég var yngri til þess að berja í borðið og segja hingað og ekki lengra, nú skulið þig hjálpa mér eins og ég á rétt á. Blessunarlega fann ég þann styrk fyrir tveimur árum, þá dottin aftur út af vinnumarkaði, búin að hoppa á milli kerfa, lækna, heilsugæslna og endurhæfingarúrræða þar sem ég kom allsstaðar að lokuðum dyrum í u.þ.b. ár. Ég fékk ekki hjálp. Biðlistar til sálfræðings margir mánuðir, ómögulegt að komast einu sinni á biðlista hjá geðlækni og heilsugæslan mín HSS, neitaði mér um geðheilbrigðisþjónustu sökum einhverfu minnar. VIRK neitaði að taka við mér líka og enginn vissi hvað ég gæti gert í staðinn. Enginn hjálpaði mér að finna úrræði sem myndu henta mér. Kerfið sagði bara ,,fokk jú, hjálpaðu þér sjálf.’’ Hársbreidd frá því að gefast upp, virkilega langt niðri með engan lífsvilja, fór ég í ferðalag með góðum vini sem ég þakka í dag fyrir að halda mér á lífi því ég gat það ekki sjálf. Ég tæmdi hugann í íslenskri náttúru og kom svo fersk til baka. Ég get eiginlega ekki sagt þessa sögu nema að nefna það að stuttu eftir að ég kom heim úr þessu ferðalagi, dottin á milli kerfa, tekjulaus, með allt niðrum mig, að þá fór að flæða saur uppúr niðurfallinu inn á klósetti hjá mér því að rörið var stíflað út í götu. Já, þú last þetta rétt, saur. Ég var bókstaflega vaðandi í skít. Þetta hljómar eins og bíómynd. Ég vildi að ég væri að skálda þetta. En jæja, ég forða mér til foreldra minna á meðan viðgerð stendur yfir og finn þar upp á eigin spítur ,,Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja’’ og sendi þeim tölvupóst og spyr hvort þau geti tekið við mér og hjálpað mér. Ég fæ ekki hjálp neins staðar annarstaðar. Nú hef ég verið þar í að verða tvö ár og ég skef ekki ofanaf því þegar ég segi að það bjargaði lífi mínu að þau voru tilbúin til þess að aðstoða mig. Þau gripu mig. Þau sýndu mér kærleik og mildi, eitthvað sem ég átti eftir að læra að gefa sjálfri mér. Þegar ég horfi til baka skil ég ekki hvernig mér tókst að halda áfram, reyna aftur, og aftur og aftur. Síðasta nei sem ég fékk kveikti í einhverju báli innra með mér sem reif mig áfram, ég var svo ótrúlega reið út í kerfið, mér blöskraði svo mikið að ég náði í einhvern styrk niður úr einhverju hyldýpi sem ég vissi ekki að ég ætti og það hefur fylgt mér síðan, og mér finnst ég verða að nota það til að hjálpa öðrum sem hafa það ekki enþá. Finnst þér í lagi að fólk, sem kemur með skottið á milli lappanna og biður um hjálp, sé kastað á dyr? Trekk í trekk í trekk. Ég er sko aldeilis ekki einsdæmi. Fyrir það fyrsta þá er ótrúlega erfitt að stíga skrefið, viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður þarf hjálp og biðja um hana. Ofaná styrkinn sem þarf til þess, þarf maður að væflast um fram og til baka í hafsjó af höfnunum. Við erum að missa allt of marga frá okkur sem hafa ekki þennan styrk. Gefast upp eftir fyrsta nei-ið. Hugsa ,,til hvers að biðja um hjálp ef ég fæ hana hvort eð er ekki?’’. Ótrúlega mörg sem að ákveða að það sé bara best að hjálpa sér sjálf, því kerfið er þannig byggt. Fyrir utan þá sem hafa þennan styrk til þess að biðja um hjálpina en hafa einfaldlega ekki efni á henni, þar sem hver sálfræði tími kostar um 25.000kr. Bið eftir greiningum talin í árum eða mörg hundruð þúsund krónum í einkageiranum, þar sem biðtími er þó margir mánuðir líka. Ég þekki ótal fólk sem neitar sér um að sækja þessa nauðsynlegu þjónustu því það hefur hreinlega ekki efni á því eða trúir því ekki að það komist einhversstaðar að. Ég er þar með talin, ég kemst ekki eins oft og ég þarf. Það er gjörsamlega galið að þetta sé ekki undir sama hatti og líkamlegir kvillar og veikindi í kerfinu. Þetta er algjörlega jafn mikilvægt, og jafnvel mikilvægara, að mínu mati, fyrir samfélagið að hafa í lagi. Það sem við græðum á því að fólki líði vel er ekki einungis talið í peningum, líf fólks á aldrei að vera peningaspursmál, heldur líka í því hvað við græðum inní samfélagið. Fólk sem vill vera hérna og byggja upp gott samfélag saman, fólk sem vill láta gott af sér leiða og smitar frá sér jákvæða orku. Það er ómetanlegt. Hættum að neita fólki um hjálp. Grípum fólkið okkar strax og gerum það með sóma. Skilum skömminni þangað sem hún á heima, til ríkisins, sem hefur vanfjármagnað heilbrigðiskerfið svo mikið að við neyðumst til að hjálpa okkur sjálf, blæða út fyrir rándýrri þjónustu eða hreinlega gefast upp. Þetta er gjörsamlega óboðlegt. Það er nægur peningur til til þess að halda uppi sómasamlegu heilbrigðiskerfi, það þarf bara viljann til þess að sækja peningana þangað sem þeir eru til. Kjósum með hjartanu, kjósum sósíalisma, kjósum X-J. Höfundur vermir 5. sæti fyrir Sósíalistaflokkinn í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2024
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar