Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar 24. nóvember 2024 11:15 Hægri flokkarnir, allir sem einn, boða nú niðurskurð á opinberum útgjöldum og sölu verðmætra arðgefandi ríkiseigna. Síðan er loforðið um skattalækkanir sett ofan á kökuna til að gera hana seljanlega. Ekkert af þessu er nýtt, heldur er þetta stefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið samfleytt frá 2013. Afleiðing þessarar stefnu er mikil uppsöfnun innviðaskulda, á tíma mikillar fólksfjölgunar, öldrunar og óvenju örar fjölgunar ferðamanna. Innviðaskuldir þýða að velferðar- og innviðakerfi okkar eru undirfjármögnuð og undirmönnuð. Þau ráða því illa við verkefni sín. Þetta er sérstaklega áberandi í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing hefur engum gagnast nema þeim sem hafa fengið að kaupa ríkiseignirnar. Skattalækkanir hafa nær eingöngu skilað sér til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Nú er sem sagt boðið upp á enn meira af þessum súra kokteil hægri manna. Meiri niðurskurður þýðir veikara velferðarríki og veikari innviðir. Það er því æpandi mótsögn eða blekking þegar talsmenn hægri flokkanna tala eins og að niðurskurður og skattalækkanir muni greiða innviðaskuldirnar sem allir eru sammála um hverjar eru. Annað sem er skrýtið þegar talað er um þörf fyrir meiri niðurskurð er að forsendan virðist vera sú að opinber útgjöld almennt og velferðarútgjöld sérstaklega séu óvenju mikil hér á landi. Það er hins vegar fjarri lagi. Við erum rétt við meðallag OECD-ríkjanna og lægst á Norðurlöndum. Áherslan á aukinn niðurskurð er þannig ásetningur um að veikja íslenska velferðarríkið og innviðina enn frekar. Skoðum stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá heildarútgjöld til heilbrigðismála í OECD-ríkjunum árið 2022, sem hlutfall af landsframleiðslu. Sundurgreind eru opinber útgjöld og útgjöld einkaaðila („out-of pocket“ greiðslur). Ísland er vel fyrir neðan meðaltal allra ríkjanna, með 8,6% af landsframleiðslu þegar meðaltalið er 9,2% og þau hærri eru á bilinu 10-12%. Þetta er ófullnægjandi fyrir Ísland. Árið 2003 var Ísland mun ofar á svona samanburðarlista, með 9,7% af landsframleiðslu í heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ef við værum að setja sama hlutfall af landsframleiðslu í rekstur heilbrigðiskerfisins í dag og við gerðum fyrir 20 árum þá væri tæplega 50 milljörðum meira fé inni í rekstri kerfisins í dag, á ári hverju. Þetta er það sem hefur verið tekið út úr heilbrigðiskerfinu með „hagræðingaraðgerðum“ sl. 20 ár. Sjálfstæðisflokkurinn stýrði opinberum fjármálum megnið af niðurskurðartímanum. Þessi niðurskurður sl. 20 ár er orsök vandans sem heilbrigðiskerfið glímir við í dag, með undirfjármögnun, undirmönnun og of miklu álagi á starfsfólk – og þar með verra aðgengi almennings að þjónustunni. Hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð Þegar hægri flokkarnir segjast ætla að skera niður ríkisútgjöld enn meira en áður, til að fjármagna hallann á fjárlögum og skapa svigrúm fyrir skattalækkanir, þá getur það ekki annað en bitnað á heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðismál, ásamt öðrum velferðarmálum og innviðum, taka megnið af opinberu útgjöldunum. Aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu, með auknum gjaldtökum af veiku og slösuðu fólki, færir okkur nær bandaríska kerfinu, en eins og sjá má á myndinni er það langdýrasta heilbrigðiskerfið á Vesturlöndum. Það tryggir þó ekki öllum íbúum landsins viðunandi heilbrigðisþjónustu. Lærdómur reynslunnar er því sá, að hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð! Grefur undan velferðarríkinu og innviðum. Að færa okkur lengra í átt Bandaríkjanna á þessu sviði er bæði óskynsamlegt og ósanngjarnt – sannkallað feigðarflan. Fólk ætti því ekki að greiða hægri flokkum atkvæði sitt í kosningunum 30. nóvember, nema það vilji brjóta niður velferðarkerfið sem þjóðin byggði upp á 20. öldinni af mikilli elju. Samfylkingin er með skýrustu uppbyggingarstefnuna í velferðarmálum, en aðrir flokkar á vinstri væng og miðju eru þar einnig. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hægri flokkarnir, allir sem einn, boða nú niðurskurð á opinberum útgjöldum og sölu verðmætra arðgefandi ríkiseigna. Síðan er loforðið um skattalækkanir sett ofan á kökuna til að gera hana seljanlega. Ekkert af þessu er nýtt, heldur er þetta stefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið samfleytt frá 2013. Afleiðing þessarar stefnu er mikil uppsöfnun innviðaskulda, á tíma mikillar fólksfjölgunar, öldrunar og óvenju örar fjölgunar ferðamanna. Innviðaskuldir þýða að velferðar- og innviðakerfi okkar eru undirfjármögnuð og undirmönnuð. Þau ráða því illa við verkefni sín. Þetta er sérstaklega áberandi í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing hefur engum gagnast nema þeim sem hafa fengið að kaupa ríkiseignirnar. Skattalækkanir hafa nær eingöngu skilað sér til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Nú er sem sagt boðið upp á enn meira af þessum súra kokteil hægri manna. Meiri niðurskurður þýðir veikara velferðarríki og veikari innviðir. Það er því æpandi mótsögn eða blekking þegar talsmenn hægri flokkanna tala eins og að niðurskurður og skattalækkanir muni greiða innviðaskuldirnar sem allir eru sammála um hverjar eru. Annað sem er skrýtið þegar talað er um þörf fyrir meiri niðurskurð er að forsendan virðist vera sú að opinber útgjöld almennt og velferðarútgjöld sérstaklega séu óvenju mikil hér á landi. Það er hins vegar fjarri lagi. Við erum rétt við meðallag OECD-ríkjanna og lægst á Norðurlöndum. Áherslan á aukinn niðurskurð er þannig ásetningur um að veikja íslenska velferðarríkið og innviðina enn frekar. Skoðum stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá heildarútgjöld til heilbrigðismála í OECD-ríkjunum árið 2022, sem hlutfall af landsframleiðslu. Sundurgreind eru opinber útgjöld og útgjöld einkaaðila („out-of pocket“ greiðslur). Ísland er vel fyrir neðan meðaltal allra ríkjanna, með 8,6% af landsframleiðslu þegar meðaltalið er 9,2% og þau hærri eru á bilinu 10-12%. Þetta er ófullnægjandi fyrir Ísland. Árið 2003 var Ísland mun ofar á svona samanburðarlista, með 9,7% af landsframleiðslu í heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ef við værum að setja sama hlutfall af landsframleiðslu í rekstur heilbrigðiskerfisins í dag og við gerðum fyrir 20 árum þá væri tæplega 50 milljörðum meira fé inni í rekstri kerfisins í dag, á ári hverju. Þetta er það sem hefur verið tekið út úr heilbrigðiskerfinu með „hagræðingaraðgerðum“ sl. 20 ár. Sjálfstæðisflokkurinn stýrði opinberum fjármálum megnið af niðurskurðartímanum. Þessi niðurskurður sl. 20 ár er orsök vandans sem heilbrigðiskerfið glímir við í dag, með undirfjármögnun, undirmönnun og of miklu álagi á starfsfólk – og þar með verra aðgengi almennings að þjónustunni. Hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð Þegar hægri flokkarnir segjast ætla að skera niður ríkisútgjöld enn meira en áður, til að fjármagna hallann á fjárlögum og skapa svigrúm fyrir skattalækkanir, þá getur það ekki annað en bitnað á heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðismál, ásamt öðrum velferðarmálum og innviðum, taka megnið af opinberu útgjöldunum. Aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu, með auknum gjaldtökum af veiku og slösuðu fólki, færir okkur nær bandaríska kerfinu, en eins og sjá má á myndinni er það langdýrasta heilbrigðiskerfið á Vesturlöndum. Það tryggir þó ekki öllum íbúum landsins viðunandi heilbrigðisþjónustu. Lærdómur reynslunnar er því sá, að hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð! Grefur undan velferðarríkinu og innviðum. Að færa okkur lengra í átt Bandaríkjanna á þessu sviði er bæði óskynsamlegt og ósanngjarnt – sannkallað feigðarflan. Fólk ætti því ekki að greiða hægri flokkum atkvæði sitt í kosningunum 30. nóvember, nema það vilji brjóta niður velferðarkerfið sem þjóðin byggði upp á 20. öldinni af mikilli elju. Samfylkingin er með skýrustu uppbyggingarstefnuna í velferðarmálum, en aðrir flokkar á vinstri væng og miðju eru þar einnig. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar