Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 16:28 Sædís Rún Heiðarsdóttir er tvöfaldur meistari með Vålerenga í ár. Getty/Marius Simensen Eftir að hafa orðið Noregsmeistari í haust og stöðvað Bayern München í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku varð Ólafsvíkingurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir norskur bikarmeistari í fótbolta í dag. Sædís og stöllur hennar í Vålerenga lönduðu bikarmeistaratitlinum í dag með 1-0 sigri gegn Rosenborg sem liðsfélagi hennar úr landsliðinu, Selma Sól Magnúsdóttir, leikur með. Sædís og Selma voru báðar í byrjunarliðunum í dag en eina mark leiksins kom á 62. mínútu þegar Sara Hörte skoraði með skalla af afar stuttu færi. Markið var skoðað á myndbandi og fékk að standa. Selmu var skömmu síðar skipt af velli en Sædís lék allan leikinn og tók svo þátt í miklum fagnaðarlátum, sem sjálfsagt munu standa yfir fram á nótt. Leiktíðinni er þó ekki lokið hjá Sædísi en Vålerenga mætir næst Arsenal í Meistaradeildinni 12. desember, og svo Juventus sex dögum síðar. Vålerenga varð á fimmtudaginn fyrsta liðið til að taka stig gegn Bayern í riðlakeppninni, með 1-1 jafntefli í Noregi, og náði þar með í sitt fyrsta stig í keppninni. Dagný lagði upp í sigri Hamranna Á Englandi fagnaði Dagný Brynjarsdóttir 4-1 sigri með West Ham gegn B-deildarliði London City Lionesses, í enska deildabikarnum. Dagný lagði upp annað mark West Ham sem komst þá í 2-1 eftir sjötíu mínútna leik. Þetta var annar sigur West Ham í deildabikarnum, þar sem leikið er í fjögurra liða riðlum, og er liðið í góðri stöðu upp á að komast í 8-liða úrslitin. Norski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir „Skrýtin tilhugsun að maður komi frá svona litlum bæ“ Það hefur ekki verið eilífur dans á rósum en landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur verið að upplifa draum sinn á þessu ári, sem atvinnumaður í fótbolta, og hún afrekaði um helgina að verða Noregsmeistari með liði sínu Vålerenga í fyrstu tilraun. Nú er hún mætt til Bandaríkjanna til að spila við Ólympíumeistarana. 24. október 2024 09:02 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira
Sædís og stöllur hennar í Vålerenga lönduðu bikarmeistaratitlinum í dag með 1-0 sigri gegn Rosenborg sem liðsfélagi hennar úr landsliðinu, Selma Sól Magnúsdóttir, leikur með. Sædís og Selma voru báðar í byrjunarliðunum í dag en eina mark leiksins kom á 62. mínútu þegar Sara Hörte skoraði með skalla af afar stuttu færi. Markið var skoðað á myndbandi og fékk að standa. Selmu var skömmu síðar skipt af velli en Sædís lék allan leikinn og tók svo þátt í miklum fagnaðarlátum, sem sjálfsagt munu standa yfir fram á nótt. Leiktíðinni er þó ekki lokið hjá Sædísi en Vålerenga mætir næst Arsenal í Meistaradeildinni 12. desember, og svo Juventus sex dögum síðar. Vålerenga varð á fimmtudaginn fyrsta liðið til að taka stig gegn Bayern í riðlakeppninni, með 1-1 jafntefli í Noregi, og náði þar með í sitt fyrsta stig í keppninni. Dagný lagði upp í sigri Hamranna Á Englandi fagnaði Dagný Brynjarsdóttir 4-1 sigri með West Ham gegn B-deildarliði London City Lionesses, í enska deildabikarnum. Dagný lagði upp annað mark West Ham sem komst þá í 2-1 eftir sjötíu mínútna leik. Þetta var annar sigur West Ham í deildabikarnum, þar sem leikið er í fjögurra liða riðlum, og er liðið í góðri stöðu upp á að komast í 8-liða úrslitin.
Norski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir „Skrýtin tilhugsun að maður komi frá svona litlum bæ“ Það hefur ekki verið eilífur dans á rósum en landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur verið að upplifa draum sinn á þessu ári, sem atvinnumaður í fótbolta, og hún afrekaði um helgina að verða Noregsmeistari með liði sínu Vålerenga í fyrstu tilraun. Nú er hún mætt til Bandaríkjanna til að spila við Ólympíumeistarana. 24. október 2024 09:02 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira
„Skrýtin tilhugsun að maður komi frá svona litlum bæ“ Það hefur ekki verið eilífur dans á rósum en landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur verið að upplifa draum sinn á þessu ári, sem atvinnumaður í fótbolta, og hún afrekaði um helgina að verða Noregsmeistari með liði sínu Vålerenga í fyrstu tilraun. Nú er hún mætt til Bandaríkjanna til að spila við Ólympíumeistarana. 24. október 2024 09:02