11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar 24. nóvember 2024 18:32 Píratar munu aldrei líða spillingu og fúsk og ekki mynda ríkisstjórn með flokkum sem hafa orðið uppvísir að slíku. Öflugur þingflokkur Pírata bætir gæði ríkisstjórnar svo um munar. Píratar eru með raunhæfar og nútímalegar aðferðir til að bregðast við verðbólgunni. Þeir vita að stýrivextir eru ekki eina verkfærið til að ná niður verðbólgunni og bjóða fram aðgerðir sem hefði mátt grípa til miklu fyrr í stað þess sinnu- og getuleysis sem hefur verið ríkjandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Píratar vita að öruggt þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi og hafa raunhæfa áætlun í húsnæðismálum til að bregðast við ástandinu. Áætlun sem byggir á fjölþættum aðgerðum sem ráðast að rót vandans, þ.e. ríkjandi framboðsskorti. Píratar leggja líka áherslu á að bæta lélega réttarstöðu leigjenda. Píratar trúa á efnahagslegt réttlæti og sanngirni umfram hefðbundna hægri og vinstri stefnu. Fjárhagsstaða heimilanna á ekki að þurfa að ráðast af því hvaðan pólitískir vindar blása hverju sinni. Skattkerfið á fyrst og fremst að vera sanngjarnt og setja byrðarnar á þau sem geta borið þær. Píratar munu ekki líða leyndarhyggju. Gagnsæi og upplýsingafrelsi er kjarnamál Pírata og þeir hafa sýnt í verki að þeir geta fylgt því eftir, bæði í stjórnarandstöðu og í meirihluta. Þeir viðurkenna lykilhlutverk frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og leggja áherslu á aðhald almennings með valdhöfum því þeir vita að það leiðir til betri ákvarðanatöku. Píratar ætla að standa vörð um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og tryggja aðgengi óháð búsetu og efnahag. Píratar eru ekki með það á stefnuskránni að ráðast í aukna einkavæðingu á opinberri þjónustu. Píratar eru með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna, aðrar þingkosningarnar í röð, og getuna til að fylgja henni eftir í ríkisstjórn. Píratar átta sig á mikilvægi þess að grípa til afgerandi og afdráttarlausra aðgerða í loftslagsmálum en átta sig líka á því hvað það eru mörg tækifæri í grænni ríkisstjórn. Píratar munu aldrei gefa afslátt af mannréttindum. Jafnvel þegar aðrir flokkar eru til í að gefa afslátt af réttindum jaðarsettra hópa munu Píratar ávallt spyrna við fæti. Íslenskt samfélag er betra þegar við gætum að réttindum samborgara okkar. Við getum líka öll lent í því á einhverjum tímapunkti að vera í minnihluta og að manréttindum okkar sé ógnað. Þá vil ég heldur hafa Pírata með mér í liði. Píratar hafa alltaf stutt við jafnrétti, við réttindi kvenna, við réttindi samkynhneigðra, transfólks og hinsegin samfélagsins í heild. Píratar setja það í forgang að sporna gegn bakslaginu sem er að eiga sér stað í hinsegin málum. Píratar taka ákvarðanir byggðar á upplýsingum en ekki pólitískum kreðsum. Gagnrýnin hugsun og upplýst ákvarðanataka er djúpt í menningunni hjá Pírötum og hluti af grunnstefnunni sem hefur staðið allt frá stofnun flokksins. Í framvarðarsveit Pírata er afar frambærilegt fólk með fjölbreytta reynslu víðsvegar úr þjóðfélaginu, á sviði stjórnmála og bæði úr opinbera- og einkageiranum. Ég vona að kjósendur sem leggja áherslu á þessi mál taki það alvarlega til skoðunar hvort að Píratar geti jafnvel verið besti valkosturinn í kjörklefanum. Það er nefnilega öruggt með Pírata að þú veist að hverju þú gengur þegar þú greiðir þeim atkvæði. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Karl Magnússon Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Píratar munu aldrei líða spillingu og fúsk og ekki mynda ríkisstjórn með flokkum sem hafa orðið uppvísir að slíku. Öflugur þingflokkur Pírata bætir gæði ríkisstjórnar svo um munar. Píratar eru með raunhæfar og nútímalegar aðferðir til að bregðast við verðbólgunni. Þeir vita að stýrivextir eru ekki eina verkfærið til að ná niður verðbólgunni og bjóða fram aðgerðir sem hefði mátt grípa til miklu fyrr í stað þess sinnu- og getuleysis sem hefur verið ríkjandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Píratar vita að öruggt þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi og hafa raunhæfa áætlun í húsnæðismálum til að bregðast við ástandinu. Áætlun sem byggir á fjölþættum aðgerðum sem ráðast að rót vandans, þ.e. ríkjandi framboðsskorti. Píratar leggja líka áherslu á að bæta lélega réttarstöðu leigjenda. Píratar trúa á efnahagslegt réttlæti og sanngirni umfram hefðbundna hægri og vinstri stefnu. Fjárhagsstaða heimilanna á ekki að þurfa að ráðast af því hvaðan pólitískir vindar blása hverju sinni. Skattkerfið á fyrst og fremst að vera sanngjarnt og setja byrðarnar á þau sem geta borið þær. Píratar munu ekki líða leyndarhyggju. Gagnsæi og upplýsingafrelsi er kjarnamál Pírata og þeir hafa sýnt í verki að þeir geta fylgt því eftir, bæði í stjórnarandstöðu og í meirihluta. Þeir viðurkenna lykilhlutverk frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og leggja áherslu á aðhald almennings með valdhöfum því þeir vita að það leiðir til betri ákvarðanatöku. Píratar ætla að standa vörð um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og tryggja aðgengi óháð búsetu og efnahag. Píratar eru ekki með það á stefnuskránni að ráðast í aukna einkavæðingu á opinberri þjónustu. Píratar eru með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna, aðrar þingkosningarnar í röð, og getuna til að fylgja henni eftir í ríkisstjórn. Píratar átta sig á mikilvægi þess að grípa til afgerandi og afdráttarlausra aðgerða í loftslagsmálum en átta sig líka á því hvað það eru mörg tækifæri í grænni ríkisstjórn. Píratar munu aldrei gefa afslátt af mannréttindum. Jafnvel þegar aðrir flokkar eru til í að gefa afslátt af réttindum jaðarsettra hópa munu Píratar ávallt spyrna við fæti. Íslenskt samfélag er betra þegar við gætum að réttindum samborgara okkar. Við getum líka öll lent í því á einhverjum tímapunkti að vera í minnihluta og að manréttindum okkar sé ógnað. Þá vil ég heldur hafa Pírata með mér í liði. Píratar hafa alltaf stutt við jafnrétti, við réttindi kvenna, við réttindi samkynhneigðra, transfólks og hinsegin samfélagsins í heild. Píratar setja það í forgang að sporna gegn bakslaginu sem er að eiga sér stað í hinsegin málum. Píratar taka ákvarðanir byggðar á upplýsingum en ekki pólitískum kreðsum. Gagnrýnin hugsun og upplýst ákvarðanataka er djúpt í menningunni hjá Pírötum og hluti af grunnstefnunni sem hefur staðið allt frá stofnun flokksins. Í framvarðarsveit Pírata er afar frambærilegt fólk með fjölbreytta reynslu víðsvegar úr þjóðfélaginu, á sviði stjórnmála og bæði úr opinbera- og einkageiranum. Ég vona að kjósendur sem leggja áherslu á þessi mál taki það alvarlega til skoðunar hvort að Píratar geti jafnvel verið besti valkosturinn í kjörklefanum. Það er nefnilega öruggt með Pírata að þú veist að hverju þú gengur þegar þú greiðir þeim atkvæði. Höfundur er lögfræðingur
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar