Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar 25. nóvember 2024 06:34 Kennarasambandið hefur boðist til að hætta ótímabundnu verkfalli á fjórum leikskólum gegn því að sveitarfélögin borgi leikskólakennurum laun í verkfallinu. Sveitarfélögin eiga án hiks að taka þessu boði. Það skiptir engu máli þó mörgum þyki sérkennilegt að borga fólki laun í verkfalli og þyki það jaðra við að borga lausnargjald. Þetta tilboð er leið Kennarasambandsins til að halda andlitinu. Kennarasambandið viðurkennir að þetta örverkfall í nokkrum leikskólum hafi verið tóm vitleysa, en pínir sveitarfélögin til að kyngja skítnum með sér. Það er meira en sjálfsagt að sveitarfélögin taki þátt í leiknum með Kennarasambandinu. Þau hefðu hvort sem er þurft að borga launin. Þau tapa engu. Að vissu leyti má virða forystu Kennarasambandsins fyrir að sjá að sér og gera þetta tilboð. Það sýnir skilning á því að verkfall í leikskólum hefur miklu verri afleiðingar en verkföll í grunnskólum og framhaldsskólum. Leikskólaverkfall skellur af miklum þunga á foreldrum leikskólabarna og nánustu aðstandendum þeirra. Börn á leikskólaaldri þurfa stöðuga gæslu og umönnun, sem eldri börn þurfa miklu síður. Fyrir þau 600 leikskólabörn sem hafa verið án leikskólans undanfarnar fjórar vikur hafa 600 fullorðnir verið frá vinnu eða öðrum verkefnum í fullu starfi að sinna litlu börnunum, oftast án launa eða með því að taka út frídaga næsta árs. Það er svo annað mál að leikskólaverkfallið hefur ekki gárað vatnið í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Það sýnir tilgangsleysi þess og er því í raun sjálfhætt. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga þarf enga skoðun að hafa á réttmæti málsins. Henni ber að sýna foreldrum og aðstandendum þessara 600 leikskólabarna skilning á stöðu þeirra og samþykkja tilboð Kennarasambandsins um greiðslu lausnargjalds. Höfundur er afi barns í leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Kennarasambandið hefur boðist til að hætta ótímabundnu verkfalli á fjórum leikskólum gegn því að sveitarfélögin borgi leikskólakennurum laun í verkfallinu. Sveitarfélögin eiga án hiks að taka þessu boði. Það skiptir engu máli þó mörgum þyki sérkennilegt að borga fólki laun í verkfalli og þyki það jaðra við að borga lausnargjald. Þetta tilboð er leið Kennarasambandsins til að halda andlitinu. Kennarasambandið viðurkennir að þetta örverkfall í nokkrum leikskólum hafi verið tóm vitleysa, en pínir sveitarfélögin til að kyngja skítnum með sér. Það er meira en sjálfsagt að sveitarfélögin taki þátt í leiknum með Kennarasambandinu. Þau hefðu hvort sem er þurft að borga launin. Þau tapa engu. Að vissu leyti má virða forystu Kennarasambandsins fyrir að sjá að sér og gera þetta tilboð. Það sýnir skilning á því að verkfall í leikskólum hefur miklu verri afleiðingar en verkföll í grunnskólum og framhaldsskólum. Leikskólaverkfall skellur af miklum þunga á foreldrum leikskólabarna og nánustu aðstandendum þeirra. Börn á leikskólaaldri þurfa stöðuga gæslu og umönnun, sem eldri börn þurfa miklu síður. Fyrir þau 600 leikskólabörn sem hafa verið án leikskólans undanfarnar fjórar vikur hafa 600 fullorðnir verið frá vinnu eða öðrum verkefnum í fullu starfi að sinna litlu börnunum, oftast án launa eða með því að taka út frídaga næsta árs. Það er svo annað mál að leikskólaverkfallið hefur ekki gárað vatnið í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Það sýnir tilgangsleysi þess og er því í raun sjálfhætt. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga þarf enga skoðun að hafa á réttmæti málsins. Henni ber að sýna foreldrum og aðstandendum þessara 600 leikskólabarna skilning á stöðu þeirra og samþykkja tilboð Kennarasambandsins um greiðslu lausnargjalds. Höfundur er afi barns í leikskóla Seltjarnarness.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar