Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 10:21 Ég er skráð í Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna, Framsóknarflokkinn, Miðflokkinn og ef ég er það ekki nú, þá ætla ég mér að skrá mig í Flokk Fólksins. Og jú kannski að ég skrái mig bara líka meðlim hjá Lýðræðisflokkinum, Sósíalistum og Pírötum. Því af hverju ekki? Ég fékk einhvern veginn þá flugu í kollinn eftir hrunið að það skiptir máli að taka þátt í mótun samfélags, innan flokkanna sjálfra. Mér þótti ekki nóg að mæta til kjörstaðar á fjögurra ára fresti. Það á að skipta máli að gefa sér tíma til að skoða mikilvæg málefni út frá mörgum sjónarhornum og það á að skipta máli að kjósa fólk innan flokkanna, sem koma til með að stýra umræðunni og hagsmunum okkar allra á næstu árum. Af og til hef ég verið hugrökk og mætt á einhverja fundi innan flokkanna og reynt að hafa rödd, en alltaf skakklappast aftur út úr slíku starfi. Það er stundum erfitt að opna röddina með réttum hætti, meðal fólks sem er í hita yfir því að þeirra skoðun sé sú eina sem skiptir máli. Ég hafði fullan hug til að mæta á allt sem ég gæti mætt á, fyrir komandi kosningar, móta mínar eigin skoðanir og tjá þær. Mig langaði til að taka þátt í umræðu, um þá þætti sem mér þykir vera mikilvægir. Og ákveðin í því að skilja til fullnustu, þörf mína að taka þátt í samfélagi sem og löngun mína til að sýna því ást og umhyggju. Skrítin, já ég er skrítin. En þetta er það sem situr eftir miskunnarlausa göngu með sálinni, síðastliðin þrjú ár. Þrá og löngun til að taka þátt í samfélagi, er bara það sem situr eftir. Þrá sem verður ekkert slökkt á, nema að ég taki þau tiplandi skref að taka þátt. Örlögin leiddu okkur þó í aðrar áttir. Allt flokkastarf nú hefur snúist um að stilla mönnum upp á lista, án kosninga, safna undirskriftum á meðmælendalista og að setja upp sem flottastar glansmyndir fyrir kjósendur. Þetta er ekki vond þróun að mörgu leiti. Það fylgir þessu smá galsi og kátína. Allir eru að reyna að gera sitt besta, og það er kannski ágæt mynd fyrir okkur að skoða. Hvernig standa menn sig undir álagi og stýra því fólki sem hringsnýst í kringum það, til góðra verka. En og finnst ykkur þetta ekki frekar stórt EN, mér finnst það hafa gleymst að þjóðfélagsumræðunni var stolið frá okkur. Við getum ekki tjáð okkur innan flokka og utan, um það sem okkur þykir máli skipta. Það gefst enginn tími fyrir almenning að velta því fyrir sér, hvort önnur, fleiri og meiri mál séu mikilvæg, en þau sem eru borin undir okkur. Og við þurfum að gera upp hug okkur hverjum við viljum treysta, í órólegu umhverfi, undir órólegum forsendum. Ég var að velta því fyrir mér hvort að forréttindi til að móta og meta þjóðfélagsumræðu hafi verið tekin af okkur. Átti Halla Tómasdóttir að skikka Bjarna og Svandísi til að vinna sinn 3-4 mánaða uppsagnarfrest og gera það með sóma? Eða var þetta hreinlega eina rétta í stöðunni, til að hlífa íslenskri þjóð frá umróti stjórnmála? Eitt af því sem gerist þegar órólegt umhverfi er til staðar, er að það dynur á manni ljótt orðafar og skítkast. Það hefði kannski verið óumflýjanlegt fyrir næstu alþingiskosningar, en já. Í órólegu umhverfi er kannski meiri hætta á að skítkastið fái meiri hljómgrunn en ella. Það situr þó smá í mér hversu stöðugt og skipulagt skítkastið er. Að dregin séu upp 10 og 20 ára gömul mál og þeim er stillt upp á þann máta að menn hafi ekkert breyst. Að vissu leiti finnst mér gott að svona mál komi upp annað slagið. Við getum þá öll samstillt okkur sem samfélag um að viss hegðan sé ekki í lagi. En það að gera ráð fyrir því að menn geti ekki lært af lífinu sér til betrunar og bættrar líðanar, það er einhvern veginn rangt, er það ekki? Sem og að setja dómhörku í ljót ummæli og baknag, þegar maður hefur hundrað þúsund sinnum heyrt verri og ljótari ummæli. Því í alvöru, það er smá þjóðarsport meðal Íslendinga að rífa aðra niður. Þjóðarsálin er smá föst í því að upphefja brothætt sjálfsvirði sitt með því að bera sig saman við aðra. Við erum ekki enn búin að læra um mikilvægi þess að byggja upp gott sjálfsvirði út frá eigin verkum. En við erum vonandi að læra, er það ekki? En aftur að málefnunum, sem ættu að vera mikilvægari en baknagið, er það ekki? Nema hvað. Ég er að reyna að hlusta og hlýða á. Bara svona ég ein, ein í kotinu. Og ég á bara smá erfitt. Og ég er komin með nýtt merkilegt markmið. Markmið mitt er að fylgjast með og leyfa mér ekki að teygja í fjarstýringuna til að slökkva. Að leyfa mér að sitja og hlusta. Hérna ætla ég að leyfa mér að koma inn með sæta litla dæmisögu um kallinn hann Buddha. Blessaður maðurinn átti engar eignir eins og munka er jafnan siður og lifði af ölmusu sem honum var veitt á för sinni. Menn sóttu þó eftir að hlýða á orð hans og það var á ferðlagi hans um þorp eitt þar sem hann settist niður til að miðla visku sinni, að maður einn tók sig til og byrjaði að öskra að honum alls konar ónotum og skömmum. Buddha hélt ótrauður sínu striki áfram og veitti manninum enga athygli. Aðrir í kring byrjuðu að ókyrrast og veitast að manninum, og það var þá sem Buddha greip inn í með orðunum, það er ekki alltaf nauðsynlegt að svara árásargirni með árásargirni. Næst vék hann sér að manninum og spurði einfaldrar spurningar: Segðu mér, ef þú gefur öðrum manni gjöf og hann þiggur ekki gjöfina, hver á þá gjöfina? Maðurinn svaraði samviskusamlega, nú ég á gjöfina, þar sem ég keypti hana. Og Buddha svaraði, já, það er rétt hjá þér. Sama gildir um reiði. Ef þú sýnir mér reiði og óvild og ég kýs að bregðast ekki við og taka það nærri mér, þá fer reiðin bara aftur til þín. Sá eini sem verður fyrir truflun og verður fullur af reiði ert þú sjálfur. Svo eina sem þú hefur gert er að veita sjálfum þér skaða á meðan ég get haldið áfram að lifa mínu lífi í friðsæld og kyrrð. Þetta viskukorn hefur mér þótt vera svolítið erfitt að melta. Það er svo sterkt í eðlinu að reyna að grípa inn í, að vilja gera öllum til geðs, að taka inn á sig tilfinningar og vandamál annarra og að leita allra leiða til að gera gott úr hlutunum. Það að þekkja hvar mörkin eiga að liggja og setja öðru fólki mörk, þegar það gengur gjörsamlega yfir strikið getur verið vandasamt. Hvað þá að bregðast ekki við og láta sér fátt um að finnast, þegar maður er að upplifa mikið óréttlæti. Nú þegar maður er að gefa sér tíma til að hlýða á orð stjórnmálamanna, þá er smá hætta á því að taka inn á sig tilfinningaþrungin mál og málefni. Því þannig hefur leikurinn verið spilaður. Menn eiga það svolítið til að setja pirring, reiði, ótta og jafnvel sorg, í orð sín og framkomu. Því þeir vita að tilfinningar, sérstaklega sterkar tilfinningar, selja atkvæði. Við lifum okkur inn í tilfinninguna og finnum fyrir því óréttlæti sem verið er setja fram. Það sem er kannski alvarlega. Sterkar tilfinningar kalla fram svipaðar óuppgerðar tilfinningar og minningar sem við höfum upplifað fyrr á ævinni. Við eigum því til með að blanda tilfinningum frá fyrri tíma við þá líðan sem við erum að finna fyrir í dag. Við blöndum öllum hugsunum um óréttlæti saman í kollinum og upplifum jafnvel þakklæti fyrir að einhver hafi þorað að segja réttu orðin yfir öllu óréttlætinu. Þakklát fyrir að einhver annar hafi staðið upp og varið okkur fyrir óréttlæti sem við höfum þurft að upplifa. Svona er ég að skilja þá atburðarrás sem er að eiga sér stað. Stjórnmálamenn og fréttamenn og fólk á samfélagsmiðlum, er allt að reyna að hafa áhrif á mínar skoðanir. Og er að beita mig tilfinningalegu ofbeldi, með baknagi á aðra og með því að þvinga sínar tilfinningar yfir á mig. Það heldur að það eigi þennan rétt, sem það auðvitað á. Við eigum rétt á okkar tilfinningum og að tjá okkar hug. En samt, einhvern veginn þá er allt við þetta rangt. Ég gæti leyft mér að slökkva með fjarstýringunni og bara lokað fyrir tilfinningasmitið. Eða tekið þessu sem áskorun. Get ég horft á, fylgst með og myndað mér skoðanir, án þess að taka inn á mig ofbeldið? Ég veit að ég á þann rétt. Og það er mér því heiður að fá það tækifæri til að hlýða á, sjá og skilja að annarra manna tilfinningar eru ekki mínar. Lélegt sjálfsvirði annarra er ekki mitt að upphefja. Ég hef tækifæri til að anda inn tilfinningunni, finna fyrir henni og setja hana í jafnvægi. Vitandi það að ef menn koma fram með offorsi til að reyna að hafa áhrif á mínar tilfinningar, þá þarf ég ekki hugsunarlaust að meðtaka það ofbeldi sem er að eiga sér stað. Ég hef það frelsi að hlýða á rökin, mynda mínar eigin tilfinningar og mynda mínar eigin skoðanir. Alltaf… Takk fyrir lesturinn, kæri lesandi. Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er skráð í Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna, Framsóknarflokkinn, Miðflokkinn og ef ég er það ekki nú, þá ætla ég mér að skrá mig í Flokk Fólksins. Og jú kannski að ég skrái mig bara líka meðlim hjá Lýðræðisflokkinum, Sósíalistum og Pírötum. Því af hverju ekki? Ég fékk einhvern veginn þá flugu í kollinn eftir hrunið að það skiptir máli að taka þátt í mótun samfélags, innan flokkanna sjálfra. Mér þótti ekki nóg að mæta til kjörstaðar á fjögurra ára fresti. Það á að skipta máli að gefa sér tíma til að skoða mikilvæg málefni út frá mörgum sjónarhornum og það á að skipta máli að kjósa fólk innan flokkanna, sem koma til með að stýra umræðunni og hagsmunum okkar allra á næstu árum. Af og til hef ég verið hugrökk og mætt á einhverja fundi innan flokkanna og reynt að hafa rödd, en alltaf skakklappast aftur út úr slíku starfi. Það er stundum erfitt að opna röddina með réttum hætti, meðal fólks sem er í hita yfir því að þeirra skoðun sé sú eina sem skiptir máli. Ég hafði fullan hug til að mæta á allt sem ég gæti mætt á, fyrir komandi kosningar, móta mínar eigin skoðanir og tjá þær. Mig langaði til að taka þátt í umræðu, um þá þætti sem mér þykir vera mikilvægir. Og ákveðin í því að skilja til fullnustu, þörf mína að taka þátt í samfélagi sem og löngun mína til að sýna því ást og umhyggju. Skrítin, já ég er skrítin. En þetta er það sem situr eftir miskunnarlausa göngu með sálinni, síðastliðin þrjú ár. Þrá og löngun til að taka þátt í samfélagi, er bara það sem situr eftir. Þrá sem verður ekkert slökkt á, nema að ég taki þau tiplandi skref að taka þátt. Örlögin leiddu okkur þó í aðrar áttir. Allt flokkastarf nú hefur snúist um að stilla mönnum upp á lista, án kosninga, safna undirskriftum á meðmælendalista og að setja upp sem flottastar glansmyndir fyrir kjósendur. Þetta er ekki vond þróun að mörgu leiti. Það fylgir þessu smá galsi og kátína. Allir eru að reyna að gera sitt besta, og það er kannski ágæt mynd fyrir okkur að skoða. Hvernig standa menn sig undir álagi og stýra því fólki sem hringsnýst í kringum það, til góðra verka. En og finnst ykkur þetta ekki frekar stórt EN, mér finnst það hafa gleymst að þjóðfélagsumræðunni var stolið frá okkur. Við getum ekki tjáð okkur innan flokka og utan, um það sem okkur þykir máli skipta. Það gefst enginn tími fyrir almenning að velta því fyrir sér, hvort önnur, fleiri og meiri mál séu mikilvæg, en þau sem eru borin undir okkur. Og við þurfum að gera upp hug okkur hverjum við viljum treysta, í órólegu umhverfi, undir órólegum forsendum. Ég var að velta því fyrir mér hvort að forréttindi til að móta og meta þjóðfélagsumræðu hafi verið tekin af okkur. Átti Halla Tómasdóttir að skikka Bjarna og Svandísi til að vinna sinn 3-4 mánaða uppsagnarfrest og gera það með sóma? Eða var þetta hreinlega eina rétta í stöðunni, til að hlífa íslenskri þjóð frá umróti stjórnmála? Eitt af því sem gerist þegar órólegt umhverfi er til staðar, er að það dynur á manni ljótt orðafar og skítkast. Það hefði kannski verið óumflýjanlegt fyrir næstu alþingiskosningar, en já. Í órólegu umhverfi er kannski meiri hætta á að skítkastið fái meiri hljómgrunn en ella. Það situr þó smá í mér hversu stöðugt og skipulagt skítkastið er. Að dregin séu upp 10 og 20 ára gömul mál og þeim er stillt upp á þann máta að menn hafi ekkert breyst. Að vissu leiti finnst mér gott að svona mál komi upp annað slagið. Við getum þá öll samstillt okkur sem samfélag um að viss hegðan sé ekki í lagi. En það að gera ráð fyrir því að menn geti ekki lært af lífinu sér til betrunar og bættrar líðanar, það er einhvern veginn rangt, er það ekki? Sem og að setja dómhörku í ljót ummæli og baknag, þegar maður hefur hundrað þúsund sinnum heyrt verri og ljótari ummæli. Því í alvöru, það er smá þjóðarsport meðal Íslendinga að rífa aðra niður. Þjóðarsálin er smá föst í því að upphefja brothætt sjálfsvirði sitt með því að bera sig saman við aðra. Við erum ekki enn búin að læra um mikilvægi þess að byggja upp gott sjálfsvirði út frá eigin verkum. En við erum vonandi að læra, er það ekki? En aftur að málefnunum, sem ættu að vera mikilvægari en baknagið, er það ekki? Nema hvað. Ég er að reyna að hlusta og hlýða á. Bara svona ég ein, ein í kotinu. Og ég á bara smá erfitt. Og ég er komin með nýtt merkilegt markmið. Markmið mitt er að fylgjast með og leyfa mér ekki að teygja í fjarstýringuna til að slökkva. Að leyfa mér að sitja og hlusta. Hérna ætla ég að leyfa mér að koma inn með sæta litla dæmisögu um kallinn hann Buddha. Blessaður maðurinn átti engar eignir eins og munka er jafnan siður og lifði af ölmusu sem honum var veitt á för sinni. Menn sóttu þó eftir að hlýða á orð hans og það var á ferðlagi hans um þorp eitt þar sem hann settist niður til að miðla visku sinni, að maður einn tók sig til og byrjaði að öskra að honum alls konar ónotum og skömmum. Buddha hélt ótrauður sínu striki áfram og veitti manninum enga athygli. Aðrir í kring byrjuðu að ókyrrast og veitast að manninum, og það var þá sem Buddha greip inn í með orðunum, það er ekki alltaf nauðsynlegt að svara árásargirni með árásargirni. Næst vék hann sér að manninum og spurði einfaldrar spurningar: Segðu mér, ef þú gefur öðrum manni gjöf og hann þiggur ekki gjöfina, hver á þá gjöfina? Maðurinn svaraði samviskusamlega, nú ég á gjöfina, þar sem ég keypti hana. Og Buddha svaraði, já, það er rétt hjá þér. Sama gildir um reiði. Ef þú sýnir mér reiði og óvild og ég kýs að bregðast ekki við og taka það nærri mér, þá fer reiðin bara aftur til þín. Sá eini sem verður fyrir truflun og verður fullur af reiði ert þú sjálfur. Svo eina sem þú hefur gert er að veita sjálfum þér skaða á meðan ég get haldið áfram að lifa mínu lífi í friðsæld og kyrrð. Þetta viskukorn hefur mér þótt vera svolítið erfitt að melta. Það er svo sterkt í eðlinu að reyna að grípa inn í, að vilja gera öllum til geðs, að taka inn á sig tilfinningar og vandamál annarra og að leita allra leiða til að gera gott úr hlutunum. Það að þekkja hvar mörkin eiga að liggja og setja öðru fólki mörk, þegar það gengur gjörsamlega yfir strikið getur verið vandasamt. Hvað þá að bregðast ekki við og láta sér fátt um að finnast, þegar maður er að upplifa mikið óréttlæti. Nú þegar maður er að gefa sér tíma til að hlýða á orð stjórnmálamanna, þá er smá hætta á því að taka inn á sig tilfinningaþrungin mál og málefni. Því þannig hefur leikurinn verið spilaður. Menn eiga það svolítið til að setja pirring, reiði, ótta og jafnvel sorg, í orð sín og framkomu. Því þeir vita að tilfinningar, sérstaklega sterkar tilfinningar, selja atkvæði. Við lifum okkur inn í tilfinninguna og finnum fyrir því óréttlæti sem verið er setja fram. Það sem er kannski alvarlega. Sterkar tilfinningar kalla fram svipaðar óuppgerðar tilfinningar og minningar sem við höfum upplifað fyrr á ævinni. Við eigum því til með að blanda tilfinningum frá fyrri tíma við þá líðan sem við erum að finna fyrir í dag. Við blöndum öllum hugsunum um óréttlæti saman í kollinum og upplifum jafnvel þakklæti fyrir að einhver hafi þorað að segja réttu orðin yfir öllu óréttlætinu. Þakklát fyrir að einhver annar hafi staðið upp og varið okkur fyrir óréttlæti sem við höfum þurft að upplifa. Svona er ég að skilja þá atburðarrás sem er að eiga sér stað. Stjórnmálamenn og fréttamenn og fólk á samfélagsmiðlum, er allt að reyna að hafa áhrif á mínar skoðanir. Og er að beita mig tilfinningalegu ofbeldi, með baknagi á aðra og með því að þvinga sínar tilfinningar yfir á mig. Það heldur að það eigi þennan rétt, sem það auðvitað á. Við eigum rétt á okkar tilfinningum og að tjá okkar hug. En samt, einhvern veginn þá er allt við þetta rangt. Ég gæti leyft mér að slökkva með fjarstýringunni og bara lokað fyrir tilfinningasmitið. Eða tekið þessu sem áskorun. Get ég horft á, fylgst með og myndað mér skoðanir, án þess að taka inn á mig ofbeldið? Ég veit að ég á þann rétt. Og það er mér því heiður að fá það tækifæri til að hlýða á, sjá og skilja að annarra manna tilfinningar eru ekki mínar. Lélegt sjálfsvirði annarra er ekki mitt að upphefja. Ég hef tækifæri til að anda inn tilfinningunni, finna fyrir henni og setja hana í jafnvægi. Vitandi það að ef menn koma fram með offorsi til að reyna að hafa áhrif á mínar tilfinningar, þá þarf ég ekki hugsunarlaust að meðtaka það ofbeldi sem er að eiga sér stað. Ég hef það frelsi að hlýða á rökin, mynda mínar eigin tilfinningar og mynda mínar eigin skoðanir. Alltaf… Takk fyrir lesturinn, kæri lesandi. Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun