Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 14:01 Hér á Íslandi hafa talsmenn vindorkuvera reynt að hafa áhrif á sveitarfélög og stjórnmálaflokka. Ríkistjórnin okkar er ginnkeypt fyrir slíkum áhrifum. Búið er að samþykkja að reisa vindtúrbínuver við Búrfell og í Garpsdal á Vesturlandi. Stefnan er að fara í orkuskipti og minnka notkun á olíu. Í Noregi hafa erlend fyrirtæki sett upp vindtúrbínuver m.a. í Kvinesdal og Farsund. Umræða um vindtúrbínuver á hafi úti hefur einnig verið á teikniborðinu. Mótstaða landsmanna við vindtúrbínuverum hefur aukist af sama skapi. Á þassu ári þvertók Sigdal kommune í suður Noregi fyrir að 100 vindtúrbínur yrðu reistar í landi sveitarfélagsins. Ástæður fyrir andstöðu landsmanna eru meðal annars vegna þess hve slík ver eru í raun óvistvæn eins og fram kemur hér að neðan: Óörugg raforkuframleiðsla (um 24% nýting) Óvistvæn vindtúrbínublöð úr trefjaplasti sem ekki er hægt að endurnýta Endingartími túrbínu aðeins um 18 ár Eiturefnið glykoli er notað til að þýða ísingu á spöðum, efnið breiðist yfir stórt svæði Mikil hávaðamengun m.a. hátíðnihljóð Mikil sjónmengun Talið er að ein túrbína drepi um 2.000 - 3.000 fugla á ári hverju Dreifing á plastögnum, Bisfenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði Eignarhald erlendra vindorkufyrirtæki óljóst (Noregur) Lítil sem engin atvinnusköpun Hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu Hefur neikvæð áhrif á dýralíf Hefur neikvæð áhrif á jarðveg og grunnvatn Óljós vitneskja um áhrif vindtúrbínuvera á veðurfar Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að aðeins er um 24% hámarks nýtni á landi. Hámarksafköst spaðanna er þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Aðeins 0,7% af allri orku sem notuð er í heiminum kemur frá vindtúrbínum þó svo að þær taki yfir gríðarlegt landflæmi og séu hávaða- og sjónmengandi. Umsvifamiklar framkvæmdir þarf við uppsetningu á hverri túrbínu. Mörg hundruð tonn af steypu og stáli í undirstöðurnar þarf að koma fyrir nokkra metra ofan í jörðu, grafa þarf fyrir öllum rafmagnsköplum langar leiðir í skurð svo ekki sé minnst á þungaflutninga stórvinnuvéla með tilheyrandi vegagerð. Þetta þýðir að ekkert verður eftir af náttúrulegu landslagi eða dýralífi eins og áður var. Það gleymist oft að tala um beitarland, veiðiland og berjaland sem landsmenn og ekki síst bændur nýta sér. Við erum með vistvænt lambakjöt í dag. Ef vindtúrbínuverum er komið fyrir í nánd við beitarlönd megum við búast við að ekki verði hægt að selja íslenskt lambakjöt sem vistvænt lengur. Hvað gera bændur þá? Hver greiðir skaðann á menguðu beitilandi? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo frekar ætti að leggja áherslu á að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á náttúru. Við í Lýðræðisflokknum viljum fyrst og fremst uppfæra virkjanir sem þegar eru í notkun í dag og horfa til orkugjafa eins og jarðvarma og sjávarfalla. Varðveitum landið okkar gegn skemmdarverkum. Höfundur skipar 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Lesefni fyrir áhugasama: Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) Sirdal kommune sier nei til 100 nye vindturbiner (47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTube Gift i drikkevannet som kommer fra vindturbiner - avisa-st.no (4) Video | Facebook Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Sjá meira
Hér á Íslandi hafa talsmenn vindorkuvera reynt að hafa áhrif á sveitarfélög og stjórnmálaflokka. Ríkistjórnin okkar er ginnkeypt fyrir slíkum áhrifum. Búið er að samþykkja að reisa vindtúrbínuver við Búrfell og í Garpsdal á Vesturlandi. Stefnan er að fara í orkuskipti og minnka notkun á olíu. Í Noregi hafa erlend fyrirtæki sett upp vindtúrbínuver m.a. í Kvinesdal og Farsund. Umræða um vindtúrbínuver á hafi úti hefur einnig verið á teikniborðinu. Mótstaða landsmanna við vindtúrbínuverum hefur aukist af sama skapi. Á þassu ári þvertók Sigdal kommune í suður Noregi fyrir að 100 vindtúrbínur yrðu reistar í landi sveitarfélagsins. Ástæður fyrir andstöðu landsmanna eru meðal annars vegna þess hve slík ver eru í raun óvistvæn eins og fram kemur hér að neðan: Óörugg raforkuframleiðsla (um 24% nýting) Óvistvæn vindtúrbínublöð úr trefjaplasti sem ekki er hægt að endurnýta Endingartími túrbínu aðeins um 18 ár Eiturefnið glykoli er notað til að þýða ísingu á spöðum, efnið breiðist yfir stórt svæði Mikil hávaðamengun m.a. hátíðnihljóð Mikil sjónmengun Talið er að ein túrbína drepi um 2.000 - 3.000 fugla á ári hverju Dreifing á plastögnum, Bisfenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði Eignarhald erlendra vindorkufyrirtæki óljóst (Noregur) Lítil sem engin atvinnusköpun Hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu Hefur neikvæð áhrif á dýralíf Hefur neikvæð áhrif á jarðveg og grunnvatn Óljós vitneskja um áhrif vindtúrbínuvera á veðurfar Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að aðeins er um 24% hámarks nýtni á landi. Hámarksafköst spaðanna er þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Aðeins 0,7% af allri orku sem notuð er í heiminum kemur frá vindtúrbínum þó svo að þær taki yfir gríðarlegt landflæmi og séu hávaða- og sjónmengandi. Umsvifamiklar framkvæmdir þarf við uppsetningu á hverri túrbínu. Mörg hundruð tonn af steypu og stáli í undirstöðurnar þarf að koma fyrir nokkra metra ofan í jörðu, grafa þarf fyrir öllum rafmagnsköplum langar leiðir í skurð svo ekki sé minnst á þungaflutninga stórvinnuvéla með tilheyrandi vegagerð. Þetta þýðir að ekkert verður eftir af náttúrulegu landslagi eða dýralífi eins og áður var. Það gleymist oft að tala um beitarland, veiðiland og berjaland sem landsmenn og ekki síst bændur nýta sér. Við erum með vistvænt lambakjöt í dag. Ef vindtúrbínuverum er komið fyrir í nánd við beitarlönd megum við búast við að ekki verði hægt að selja íslenskt lambakjöt sem vistvænt lengur. Hvað gera bændur þá? Hver greiðir skaðann á menguðu beitilandi? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo frekar ætti að leggja áherslu á að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á náttúru. Við í Lýðræðisflokknum viljum fyrst og fremst uppfæra virkjanir sem þegar eru í notkun í dag og horfa til orkugjafa eins og jarðvarma og sjávarfalla. Varðveitum landið okkar gegn skemmdarverkum. Höfundur skipar 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Lesefni fyrir áhugasama: Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) Sirdal kommune sier nei til 100 nye vindturbiner (47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTube Gift i drikkevannet som kommer fra vindturbiner - avisa-st.no (4) Video | Facebook
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar