„Fann brosið mitt á ný“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 09:02 Emma Hayes kann mjög vel við sig sem landsliðsþjálfari og er líka að byrja mjög vel með bandaríska landsliðið. Getty/Brad Smith Emma Hayes, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, opnaði sig í gær um vanlíðan sína í starfi sem knattspyrnustýra Chelsea. Hún hætti með Chelsea eftir síðasta tímabil og tók við bandaríska landsliðinu. Bandaríska landsliðið féll algjörlega á prófinu á HM 2023 en á fyrsta mótinu undir stjórn Hayes vann liðið gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún fékk á dögunum Ballon d'or verðlaunin sem besti þjálfari ársins. Undir stjórn vann Chelsea fimm Englandsmeistaratitla í röð. Það var þó ýmislegt sem gekk á hjá henni á bak við tjöldin. Þrátt fyrir alla velgengnina þá leið henni ekki vel. „Mér finnst eins og ég sé komin með mójóið mitt aftur. Ég fann brosið mitt á ný og upplifði ánægju sem ég áttaði mig ekki á að ég var að lifa lífinu mínu án,“ sagði Hayes. ESPN fjallar um. Hún segir að stressið sem knattspyrnustýra Chelsea hafi verið farið að hafa áhrif á heilsu hennar. Leið alls ekki vel „Mér leið alls ekki vel þarna undir lokin. Ég var ekki heilsuhraust og ég vil ekki segja að það hafi verið of mikil pressa heldur frekar of mikið stress. Það tók sinn toll hjá mér,“ sagði Hayes. Næst á dagskrá er vináttulandseikur hjá bandaríska landsliðinu á móti Englandi á Wembley. Það er í fyrsta sinn sem hún mætir enska landsliðinu sem landsliðsþjálfari. Það er mikil spenna fyrir leiknum sem fer fram 30. nóvember næstkomandi. „Að vera komið með mójóið mitt aftur þýðir að ég elska fótboltann meira en nokkru sinni fyrr og ég sé skýrt það sem ég vil gera í mínu starfi,“ sagði Hayes. Græddi mikið í nýja starfinu Hún segist líka njóta þess að fá meiri frítíma á milli verkefna landsliðsins. „Ég hafði smá áhyggjur af því að þetta var ekki vinna sex til sjö daga í viku eins og ég var vön í tólf ár þar á undan. Ég hafði áhyggjur af því í svona fjórar sekúndur en svo fór ég að velta fyrir mér því sem ég græddi á þessu. Ég fæ tækifæri til að anda. Ég fæ að fara með Harry [sonur hennar] í skólann. Ég kemst í líkamsræktina og ég get búið til mína eigin dagskrá. Ég fórna engu sem heldur mér heilbrigðri,“ sagði Hayes. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Fótbolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Sjá meira
Bandaríska landsliðið féll algjörlega á prófinu á HM 2023 en á fyrsta mótinu undir stjórn Hayes vann liðið gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún fékk á dögunum Ballon d'or verðlaunin sem besti þjálfari ársins. Undir stjórn vann Chelsea fimm Englandsmeistaratitla í röð. Það var þó ýmislegt sem gekk á hjá henni á bak við tjöldin. Þrátt fyrir alla velgengnina þá leið henni ekki vel. „Mér finnst eins og ég sé komin með mójóið mitt aftur. Ég fann brosið mitt á ný og upplifði ánægju sem ég áttaði mig ekki á að ég var að lifa lífinu mínu án,“ sagði Hayes. ESPN fjallar um. Hún segir að stressið sem knattspyrnustýra Chelsea hafi verið farið að hafa áhrif á heilsu hennar. Leið alls ekki vel „Mér leið alls ekki vel þarna undir lokin. Ég var ekki heilsuhraust og ég vil ekki segja að það hafi verið of mikil pressa heldur frekar of mikið stress. Það tók sinn toll hjá mér,“ sagði Hayes. Næst á dagskrá er vináttulandseikur hjá bandaríska landsliðinu á móti Englandi á Wembley. Það er í fyrsta sinn sem hún mætir enska landsliðinu sem landsliðsþjálfari. Það er mikil spenna fyrir leiknum sem fer fram 30. nóvember næstkomandi. „Að vera komið með mójóið mitt aftur þýðir að ég elska fótboltann meira en nokkru sinni fyrr og ég sé skýrt það sem ég vil gera í mínu starfi,“ sagði Hayes. Græddi mikið í nýja starfinu Hún segist líka njóta þess að fá meiri frítíma á milli verkefna landsliðsins. „Ég hafði smá áhyggjur af því að þetta var ekki vinna sex til sjö daga í viku eins og ég var vön í tólf ár þar á undan. Ég hafði áhyggjur af því í svona fjórar sekúndur en svo fór ég að velta fyrir mér því sem ég græddi á þessu. Ég fæ tækifæri til að anda. Ég fæ að fara með Harry [sonur hennar] í skólann. Ég kemst í líkamsræktina og ég get búið til mína eigin dagskrá. Ég fórna engu sem heldur mér heilbrigðri,“ sagði Hayes. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
Fótbolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Sjá meira