Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 10:00 Þessir þrír hafa náð bestum árangri með karlalandsliðið í fótbolta á öldinni. Lars Lagerbäck, Åge Hareide og Heimir Hallgrímsson. Getty/Alex Grimm/James Gill Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. Åge Hareide varð tíundi landsliðsþjálfari Íslands frá og með árinu 2000 en tveir af þeim, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfuðu liðið saman. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck þjálfuðu liðið bæði í sitthvoru lagi sem og saman. Heildarárangur hjá hvorum er notaður í þessum útreikningi. Åge Hareide tók við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni í byrjun sumars 2023 og stýrði því í um átján mánuði. Lokaleikurinn var tapleikurinn á móti Wales í síðustu viku. Íslenska landsliðið vann 40 prósent leikja sinna undir stjórn Hareide og var með 45 prósent árangur. Það skilar honum þriðja sætinu á öldinni á eftir þeim Heimi Hallgrímssyni (52,6%) og Lars Lagerbäck (50%). Undir stjórn Hareide skoraði íslenska liðið 1,45 mörk í leik sem er einnig það þriðja besta á þessum tíma en liðið kom aftur á móti mun verr út í varnarleiknum. Undir stjórn Norðmannsins fékk íslenska liðið 1,65 mörk á sig í leik og það er aðeins sjötti besti árangurinn hjá þjálfurum Íslands á öldinni. Sérstaka athygli vekja fá jafntefli í leikjum Hareide en íslenska liðið gerði aðeins tvö jafntefli í þessum tuttugu leikjum. Það er langlægsta hlutfall jafntefla (tíu prósent) í leikjum undir stjórn ákveðinna landsliðsþjálfara en næstur er Atli Eðvaldsson með sextán prósent. Besti árangur landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 52,6% 2. Lars Lagerbäck 50,0% 3. Åge Hareide 45,0% 4. Atli Eðvaldsson 43,5% 5. Erik Hamrén 41,1% 6. Arnar Þór Viðarsson 40,3% - Flest mörk í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 1,55 2. Lars Lagerbäck 1,50 3. Åge Hareide 1,45 4. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 1,38 5. Atli Eðvaldsson 1,26 6. Arnar Þór Viðarsson 1,19 - Fæst mörk fengn á sig í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Ólafur Jóhannesson 1,28 2. Heimir Hallgrímsson 1,29 3. Lars Lagerbäck 1,46 4. Atli Eðvaldsson 1,55 5. Arnar Þór Viðarsson 1,58 6. Åge Hareide 1,65 - Lægsta hlutfall jafntefla meðal landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Åge Hareide 10,0% 2. Atli Eðvaldsson 16,1% 3. Erik Hamrén 17,9% 4. Heimir Hallgrímsson 19,0% 5. Lars Lagerbäck 19,2% 6. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 20,8% Landslið karla í fótbolta Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Åge Hareide varð tíundi landsliðsþjálfari Íslands frá og með árinu 2000 en tveir af þeim, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfuðu liðið saman. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck þjálfuðu liðið bæði í sitthvoru lagi sem og saman. Heildarárangur hjá hvorum er notaður í þessum útreikningi. Åge Hareide tók við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni í byrjun sumars 2023 og stýrði því í um átján mánuði. Lokaleikurinn var tapleikurinn á móti Wales í síðustu viku. Íslenska landsliðið vann 40 prósent leikja sinna undir stjórn Hareide og var með 45 prósent árangur. Það skilar honum þriðja sætinu á öldinni á eftir þeim Heimi Hallgrímssyni (52,6%) og Lars Lagerbäck (50%). Undir stjórn Hareide skoraði íslenska liðið 1,45 mörk í leik sem er einnig það þriðja besta á þessum tíma en liðið kom aftur á móti mun verr út í varnarleiknum. Undir stjórn Norðmannsins fékk íslenska liðið 1,65 mörk á sig í leik og það er aðeins sjötti besti árangurinn hjá þjálfurum Íslands á öldinni. Sérstaka athygli vekja fá jafntefli í leikjum Hareide en íslenska liðið gerði aðeins tvö jafntefli í þessum tuttugu leikjum. Það er langlægsta hlutfall jafntefla (tíu prósent) í leikjum undir stjórn ákveðinna landsliðsþjálfara en næstur er Atli Eðvaldsson með sextán prósent. Besti árangur landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 52,6% 2. Lars Lagerbäck 50,0% 3. Åge Hareide 45,0% 4. Atli Eðvaldsson 43,5% 5. Erik Hamrén 41,1% 6. Arnar Þór Viðarsson 40,3% - Flest mörk í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 1,55 2. Lars Lagerbäck 1,50 3. Åge Hareide 1,45 4. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 1,38 5. Atli Eðvaldsson 1,26 6. Arnar Þór Viðarsson 1,19 - Fæst mörk fengn á sig í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Ólafur Jóhannesson 1,28 2. Heimir Hallgrímsson 1,29 3. Lars Lagerbäck 1,46 4. Atli Eðvaldsson 1,55 5. Arnar Þór Viðarsson 1,58 6. Åge Hareide 1,65 - Lægsta hlutfall jafntefla meðal landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Åge Hareide 10,0% 2. Atli Eðvaldsson 16,1% 3. Erik Hamrén 17,9% 4. Heimir Hallgrímsson 19,0% 5. Lars Lagerbäck 19,2% 6. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 20,8%
Besti árangur landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 52,6% 2. Lars Lagerbäck 50,0% 3. Åge Hareide 45,0% 4. Atli Eðvaldsson 43,5% 5. Erik Hamrén 41,1% 6. Arnar Þór Viðarsson 40,3% - Flest mörk í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 1,55 2. Lars Lagerbäck 1,50 3. Åge Hareide 1,45 4. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 1,38 5. Atli Eðvaldsson 1,26 6. Arnar Þór Viðarsson 1,19 - Fæst mörk fengn á sig í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Ólafur Jóhannesson 1,28 2. Heimir Hallgrímsson 1,29 3. Lars Lagerbäck 1,46 4. Atli Eðvaldsson 1,55 5. Arnar Þór Viðarsson 1,58 6. Åge Hareide 1,65 - Lægsta hlutfall jafntefla meðal landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Åge Hareide 10,0% 2. Atli Eðvaldsson 16,1% 3. Erik Hamrén 17,9% 4. Heimir Hallgrímsson 19,0% 5. Lars Lagerbäck 19,2% 6. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 20,8%
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti