Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 08:42 Ferðafrelsi er kannski ekki eitthvað sem menn alla jafna velta mikið fyrir sér frá degi til dags. Kannski vegna þess að okkur finnst það svo sjálfsagður hlutur. Að mega ferðast frjálsir um vegi og slóða um fjöll og fyrnindi umvafin náttúrunni við hvert fótmál. Þessir slóðar og fjallvegir urðu ekki til af sjálfu sér heldur mótuðust af höndum og hug þeirra frumkvöðla sem fyrstir fóru af stað á vanbúnum, óbreyttum bifreiðum þess tíma, þekktu á og kunnu að lesa í ár, vötn og land og öfluðu sér dýrmætrar þekkingar sem skilaðist áfram til næstu kynslóða. Þessi þekking hefur skilað þjóðinni miklum verðmætum. Við getum horft til björgunarsveitanna sem í dag búa yfir öflugum og sérútbúnum breyttum bifreiðum og tækjum á stórum dekkjum sem fátt stöðvar. Sá sérútbúnaður bifreiða kom heldur ekki af sjálfu sér og þurfti að berjast fyrir að lögleiða. Þar stóð Ferðaklúbburinn 4x4 fremst. Hann var stofnaður árið 1983, þá í þeim megintilgangi að fá leyfi fyrir akstri á stærri dekkjum og samhliða því var stofnuð Umhverfisnefnd innan klúbbsins sem vann að leyfi fyrir akstri á snjó (já á þeim tíma var ekki slíkt í boði). Með tímanum tókst með jákvæðri kynningu að vinna bug á þeim miklu fordómum sem málstaðurinn mætti. Haustið 1986 voru fyrstu breytingarreglurnar kynntar til leiks sem enn í dag eru hryggjarstykkið í þeim lagaramma um gerð og búnað ökutækja. Með árunum stækkuðu dekkin og bardagarnir um lögleiðingu unnust einn af öðrum. Baráttan fyrir ferðafrelsinu er stöðug þrátt fyrir að margt hafi áunnist með harðfylgi, rökum og dugnaði einstaklinga sem viljugir hafa staðið á framlínunni, sífellt á verði, tilbúnir að taka slaginn með öflugan hóp á bak við sig. Þessum hópi ber að þakka heilshugar fyrir eljuna og brennandi áhugann á frelsi manna við að ferðast um óbyggðir og kljást við náttúruöflin þar sem reynir á færni og útsjónarsemi. Þessa hefð þarf að standa vörð um svo ekki tapist burt sú þekking og reynsla sem kynslóðirnar hafa borið með sér mann fram af manni og m.a. leitt af sér öflug fyrirtæki sem þekkt eru orðin og eftirsótt á alþjóðavettvangi. Í dag eru meðlimir Ferðaklúbbsins 4x4 yfir 5.000 talsins með virkar deildir hringinn kringum landið og fjölda fjallaskála sem þjóna öryggishlutverki sem og skemmtilegum áfangastöðum þegar dvalið er á fjöllum jafnt sumar sem vetur. Deildir klúbbsins eru um 14 talsins og spanna vítt svið. Þ.á.m. má nefna ferðanefnd, fjarskiptanefnd, kvennaferðanefnd, siðanefnd, umhverfisnefnd og ungliðanefnd. Klúbburinn er virkur í stikun hálendisleiða og vinnur ötullega að forvörnum gegn utanvegaakstri og miðlun upplýsinga til almennings sem og félagsmanna um akstur í óbyggðum. Ásamt því eru deildirnar virkar í að sækja sér fyrirlestra og námskeið af ýmsum toga til að auka þekkingu og færni þegar ekið er á fjöllum. Ferðafrelsið er ekki sjálfsagður hlutur og sífellt er sótt að því með ásókn um lokun leiða í nafni náttúruverndar. Leiða sem hafa verið ferðaleiðir kynslóða fram af kynslóðum, skapað órjúfanleg tengsl við náttúruna og öflin sem móta hana. Aldrei má sofna á verðinum, því besta forvörnin er jú fræðsla og reynsla þeirra sem á undan fara. Verjum ferðafrelsið. Alltaf! Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Ferðafrelsi er kannski ekki eitthvað sem menn alla jafna velta mikið fyrir sér frá degi til dags. Kannski vegna þess að okkur finnst það svo sjálfsagður hlutur. Að mega ferðast frjálsir um vegi og slóða um fjöll og fyrnindi umvafin náttúrunni við hvert fótmál. Þessir slóðar og fjallvegir urðu ekki til af sjálfu sér heldur mótuðust af höndum og hug þeirra frumkvöðla sem fyrstir fóru af stað á vanbúnum, óbreyttum bifreiðum þess tíma, þekktu á og kunnu að lesa í ár, vötn og land og öfluðu sér dýrmætrar þekkingar sem skilaðist áfram til næstu kynslóða. Þessi þekking hefur skilað þjóðinni miklum verðmætum. Við getum horft til björgunarsveitanna sem í dag búa yfir öflugum og sérútbúnum breyttum bifreiðum og tækjum á stórum dekkjum sem fátt stöðvar. Sá sérútbúnaður bifreiða kom heldur ekki af sjálfu sér og þurfti að berjast fyrir að lögleiða. Þar stóð Ferðaklúbburinn 4x4 fremst. Hann var stofnaður árið 1983, þá í þeim megintilgangi að fá leyfi fyrir akstri á stærri dekkjum og samhliða því var stofnuð Umhverfisnefnd innan klúbbsins sem vann að leyfi fyrir akstri á snjó (já á þeim tíma var ekki slíkt í boði). Með tímanum tókst með jákvæðri kynningu að vinna bug á þeim miklu fordómum sem málstaðurinn mætti. Haustið 1986 voru fyrstu breytingarreglurnar kynntar til leiks sem enn í dag eru hryggjarstykkið í þeim lagaramma um gerð og búnað ökutækja. Með árunum stækkuðu dekkin og bardagarnir um lögleiðingu unnust einn af öðrum. Baráttan fyrir ferðafrelsinu er stöðug þrátt fyrir að margt hafi áunnist með harðfylgi, rökum og dugnaði einstaklinga sem viljugir hafa staðið á framlínunni, sífellt á verði, tilbúnir að taka slaginn með öflugan hóp á bak við sig. Þessum hópi ber að þakka heilshugar fyrir eljuna og brennandi áhugann á frelsi manna við að ferðast um óbyggðir og kljást við náttúruöflin þar sem reynir á færni og útsjónarsemi. Þessa hefð þarf að standa vörð um svo ekki tapist burt sú þekking og reynsla sem kynslóðirnar hafa borið með sér mann fram af manni og m.a. leitt af sér öflug fyrirtæki sem þekkt eru orðin og eftirsótt á alþjóðavettvangi. Í dag eru meðlimir Ferðaklúbbsins 4x4 yfir 5.000 talsins með virkar deildir hringinn kringum landið og fjölda fjallaskála sem þjóna öryggishlutverki sem og skemmtilegum áfangastöðum þegar dvalið er á fjöllum jafnt sumar sem vetur. Deildir klúbbsins eru um 14 talsins og spanna vítt svið. Þ.á.m. má nefna ferðanefnd, fjarskiptanefnd, kvennaferðanefnd, siðanefnd, umhverfisnefnd og ungliðanefnd. Klúbburinn er virkur í stikun hálendisleiða og vinnur ötullega að forvörnum gegn utanvegaakstri og miðlun upplýsinga til almennings sem og félagsmanna um akstur í óbyggðum. Ásamt því eru deildirnar virkar í að sækja sér fyrirlestra og námskeið af ýmsum toga til að auka þekkingu og færni þegar ekið er á fjöllum. Ferðafrelsið er ekki sjálfsagður hlutur og sífellt er sótt að því með ásókn um lokun leiða í nafni náttúruverndar. Leiða sem hafa verið ferðaleiðir kynslóða fram af kynslóðum, skapað órjúfanleg tengsl við náttúruna og öflin sem móta hana. Aldrei má sofna á verðinum, því besta forvörnin er jú fræðsla og reynsla þeirra sem á undan fara. Verjum ferðafrelsið. Alltaf! Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun