Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2024 10:11 Bjarni sat fyrir svörum í Bítinu í morgun. Vísir/Bylgjan „Ertu búinn?“ spurði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í orðaskaki við Heimi Karlsson, einn þáttastjórnanda Bítisins á Bylgjunni, þegar síðarnefndi sagði marga velta því fyrir sér í hvað skattpeningarnir væru að fara. „Það er verið að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut; það fara 20 milljarðar á ári í að byggja þessa mikilvægustu lykilstofnun í heilbrigðiskerfinu. Við höfum verið að bæta í stuðningskerfin okkar. Núna á þessu ári þá samþykktum við nýtt kerfi fyrir örorkulífeyrisgreiðslur. Fyrir nokkrum árum síðan endurskoðuðum við ellilífeyrisgreiðslukerfið. Við höfum verið að gera margvíslegar breytingar á félagslegu stuðningsneti, sem birtist auðvitað í fjárlögunum okkar,“ sagði Bjarni. „Öll samfélög glíma við áskoranir; það á ekki bara við á Íslandi. Það á við á Norðurlöndunum, þar sem er mikil mannekla í heilbrigðiskerfinum, eins og við erum líka ða fást við. Þetta eru bara áskoranir sem við sem samfélag tökumst á við á hverjum tíma og vöxum út úr. Heilt yfir þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Heilbrigðiskerfið sem slíkt er að standa sig bara framúrskarandi vel á mjög marga mælikvarða. En auðvitað eru áskoranir. Og þær birtast okkur víða í samfélaginu; við erum líka mikið að tala um menntamálin í aðdraganda þessara kosninga og við sjáum að það er ekki vegna vanfjármögnunar í menntamálum sem við erum ekki að fá nægilega góðar niðurstöður í alþjóðlegum mælingum, heldur vegna þess að við þurfum aðeins að líta inn á við og skoða hvernig við getum með breyttum aðferðum, öðruvísi samtali milli foreldra og skóla og skóla við stjórnkerfið. Breytt reglum, eins og tekið upp samræmd próf, og dýpkað getu okkar bara til þess að ná meiri árangri.“ Heimir útskýrði spurningu sína til Bjarna þannig að hann væri ekki að segja að það væru ekki nægir peningar í kerfinu, heldur virtist ekki vera farið nóg vel með þá. Bjarni tók undir þetta að því leyti að hann sagði víða hægt að finna dæmi þar sem betur mætti forgangsraða. Það væri það sem Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir; að fara betur með opinbert fé. Heimir vitnaði til skýrslu Samtaka iðnaðarins frá 2021 þar sem segir að uppsöfnuð viðhaldsskuld á innviðum landsins næmi 420 milljörðum króna. „Svo það er ekki nema von ég spyrji,“ sagði hann. „Já, já sko... menn geta reiknað sig niður á alls konar svona stærðir í einhverjum fullkomnum heimi,“ svaraði Bjarni. „En það býr enginn í fullkomnum heimi. Ég veit ekki hvort þið hafið farið til Bandaríkjanna eða ferðast víða um Evrópu en það er alls staðar innviðaskuld. Þetta eru tölur sem eru fundnar út úr því með því að spyrja sig: Ef við byggjum í fullkomnum heimi, hvernig hefði þá allt saman verið?“ Meirihluta þeirrar aukingar sem orðið hefði á ríkisútgjöldum síðustu ár hefði farið í launa- og bótagreiðslur; að fylgja launaþróun í landinu. „Ég verð að lýsa mikilli furðu þegar þeir sem ætla að láta taka sig alvarlega í ríkisfjármálaumræðu eru að spyrja bara: Hvað varð um allt þetta fé? Jú, við erum auðvitað að greiða laun, við erum að greiða bætur og við erum að setja í mikilvæga innviði. Við höfum verið að byggja upp landið okkar víða. Ég er hérna fyrir vestan; það hafa orðið miklar framfarir hérna, ef við skoðum Vestfirðina, bara síðustu árin. Hver man ekki eftir löngum umræðum og deilum um Teigskóg? Nú er þetta allt saman að gerast og hægt að nefna dæmi víðar af landinu.“ Bítið Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
„Það er verið að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut; það fara 20 milljarðar á ári í að byggja þessa mikilvægustu lykilstofnun í heilbrigðiskerfinu. Við höfum verið að bæta í stuðningskerfin okkar. Núna á þessu ári þá samþykktum við nýtt kerfi fyrir örorkulífeyrisgreiðslur. Fyrir nokkrum árum síðan endurskoðuðum við ellilífeyrisgreiðslukerfið. Við höfum verið að gera margvíslegar breytingar á félagslegu stuðningsneti, sem birtist auðvitað í fjárlögunum okkar,“ sagði Bjarni. „Öll samfélög glíma við áskoranir; það á ekki bara við á Íslandi. Það á við á Norðurlöndunum, þar sem er mikil mannekla í heilbrigðiskerfinum, eins og við erum líka ða fást við. Þetta eru bara áskoranir sem við sem samfélag tökumst á við á hverjum tíma og vöxum út úr. Heilt yfir þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Heilbrigðiskerfið sem slíkt er að standa sig bara framúrskarandi vel á mjög marga mælikvarða. En auðvitað eru áskoranir. Og þær birtast okkur víða í samfélaginu; við erum líka mikið að tala um menntamálin í aðdraganda þessara kosninga og við sjáum að það er ekki vegna vanfjármögnunar í menntamálum sem við erum ekki að fá nægilega góðar niðurstöður í alþjóðlegum mælingum, heldur vegna þess að við þurfum aðeins að líta inn á við og skoða hvernig við getum með breyttum aðferðum, öðruvísi samtali milli foreldra og skóla og skóla við stjórnkerfið. Breytt reglum, eins og tekið upp samræmd próf, og dýpkað getu okkar bara til þess að ná meiri árangri.“ Heimir útskýrði spurningu sína til Bjarna þannig að hann væri ekki að segja að það væru ekki nægir peningar í kerfinu, heldur virtist ekki vera farið nóg vel með þá. Bjarni tók undir þetta að því leyti að hann sagði víða hægt að finna dæmi þar sem betur mætti forgangsraða. Það væri það sem Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir; að fara betur með opinbert fé. Heimir vitnaði til skýrslu Samtaka iðnaðarins frá 2021 þar sem segir að uppsöfnuð viðhaldsskuld á innviðum landsins næmi 420 milljörðum króna. „Svo það er ekki nema von ég spyrji,“ sagði hann. „Já, já sko... menn geta reiknað sig niður á alls konar svona stærðir í einhverjum fullkomnum heimi,“ svaraði Bjarni. „En það býr enginn í fullkomnum heimi. Ég veit ekki hvort þið hafið farið til Bandaríkjanna eða ferðast víða um Evrópu en það er alls staðar innviðaskuld. Þetta eru tölur sem eru fundnar út úr því með því að spyrja sig: Ef við byggjum í fullkomnum heimi, hvernig hefði þá allt saman verið?“ Meirihluta þeirrar aukingar sem orðið hefði á ríkisútgjöldum síðustu ár hefði farið í launa- og bótagreiðslur; að fylgja launaþróun í landinu. „Ég verð að lýsa mikilli furðu þegar þeir sem ætla að láta taka sig alvarlega í ríkisfjármálaumræðu eru að spyrja bara: Hvað varð um allt þetta fé? Jú, við erum auðvitað að greiða laun, við erum að greiða bætur og við erum að setja í mikilvæga innviði. Við höfum verið að byggja upp landið okkar víða. Ég er hérna fyrir vestan; það hafa orðið miklar framfarir hérna, ef við skoðum Vestfirðina, bara síðustu árin. Hver man ekki eftir löngum umræðum og deilum um Teigskóg? Nú er þetta allt saman að gerast og hægt að nefna dæmi víðar af landinu.“
Bítið Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira