Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 11:12 Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. Þetta er af margvíslegum ástæðum td. vegna þess að fólk vill eiga kost á fjarvinnu, vill lifa hæglætislífi eða jafnvel eiga í hlut eldri borgarar sem vilja dvelja meira í húsi sem þeir hafa byggt og sinnt af natni í gegnum áratugina. Svo má ekki gleyma þeim sem telja sig hafa fundið lausn á himinháu húsnæðis- og leiguverði, efnaminna fólk. Sveitarfélög hafa tekið misvel í þessa þróun mála. Fólkið sem býr í þessum húsum fær ekki lögheimilið sitt skráð þar og er því flokkað sem „óstaðsett í hús" eða er ranglega að skrá sig með lögheimili hjá vandamönnum, jafnvel í öðru sveitarfélagi. Hægt væri að hugsa sér lausn á þessum vanda með því að hægt væri að skrá sig með A- og B-búsetu. A-búseta væri hefðbundin skráning eins og hún er í dag en B-búseta væri fyrir fólk í fyrrnefndum aðstæðum sem væri þó með skerta þjónustu frá sveitarfélaginu, sem það væri þá meðvitað um. Þetta yrði líklega takmarkaður hópur sem myndi nýta sér þennan kost. Slíkt fyrirkomulag hefur í för með sér ákveðinn ávinning, meðal annars að hægt væri að staðsetja fólk réttilega bæði út frá stjórnsýslu ríkisins en einnig ef vá kemur upp. Þetta hefði einnig þann ávinning að ríki, sveitarfélög og aðrir hagaðilar gætu komið sér saman um hvers konar þjónustu B-búseta fengi þrátt fyrir þau gjöld sem þau væru að greiða fremur en að það fólk væri utan kerfisins. Slíkt gæti líka orðið til þess að aðstoða efnaminna fólk ef sveitarfélag vissi af þeim skráðum á svæðinu. Miðflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar og góðar lausnir á húsnæðisvandanum. Markmiðið þar er að endurvekja hina hefðbundnu séreignastefnu þar sem þeir sem vilja geta eignast húsnæði en þeir sem vilja geti leigt. Það húsnæði væri hefðbundið íbúðarhúsnæði. Þessi hugmynd að lausn er einungis hugsuð til þess að leysa þann vanda sem nú er fyrir hendi og lifir í einskonar limbói stjórnsýslunnar. Höfundur er lögfræðingur og kúabóndi og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. Þetta er af margvíslegum ástæðum td. vegna þess að fólk vill eiga kost á fjarvinnu, vill lifa hæglætislífi eða jafnvel eiga í hlut eldri borgarar sem vilja dvelja meira í húsi sem þeir hafa byggt og sinnt af natni í gegnum áratugina. Svo má ekki gleyma þeim sem telja sig hafa fundið lausn á himinháu húsnæðis- og leiguverði, efnaminna fólk. Sveitarfélög hafa tekið misvel í þessa þróun mála. Fólkið sem býr í þessum húsum fær ekki lögheimilið sitt skráð þar og er því flokkað sem „óstaðsett í hús" eða er ranglega að skrá sig með lögheimili hjá vandamönnum, jafnvel í öðru sveitarfélagi. Hægt væri að hugsa sér lausn á þessum vanda með því að hægt væri að skrá sig með A- og B-búsetu. A-búseta væri hefðbundin skráning eins og hún er í dag en B-búseta væri fyrir fólk í fyrrnefndum aðstæðum sem væri þó með skerta þjónustu frá sveitarfélaginu, sem það væri þá meðvitað um. Þetta yrði líklega takmarkaður hópur sem myndi nýta sér þennan kost. Slíkt fyrirkomulag hefur í för með sér ákveðinn ávinning, meðal annars að hægt væri að staðsetja fólk réttilega bæði út frá stjórnsýslu ríkisins en einnig ef vá kemur upp. Þetta hefði einnig þann ávinning að ríki, sveitarfélög og aðrir hagaðilar gætu komið sér saman um hvers konar þjónustu B-búseta fengi þrátt fyrir þau gjöld sem þau væru að greiða fremur en að það fólk væri utan kerfisins. Slíkt gæti líka orðið til þess að aðstoða efnaminna fólk ef sveitarfélag vissi af þeim skráðum á svæðinu. Miðflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar og góðar lausnir á húsnæðisvandanum. Markmiðið þar er að endurvekja hina hefðbundnu séreignastefnu þar sem þeir sem vilja geta eignast húsnæði en þeir sem vilja geti leigt. Það húsnæði væri hefðbundið íbúðarhúsnæði. Þessi hugmynd að lausn er einungis hugsuð til þess að leysa þann vanda sem nú er fyrir hendi og lifir í einskonar limbói stjórnsýslunnar. Höfundur er lögfræðingur og kúabóndi og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun