Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar 26. nóvember 2024 12:32 Ég er í framboði fyrir loftslagið, náttúruna, ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Þetta eru almannahagsmunir sem fá ekki pláss í umræðunni, sem fjölmiðlar spyrja ekki út í, og hafa því ekki verið á dagskrá í þessari kosningabaráttu. Samt eru loftslagsváin og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni einar stærstu áskoranir samtímans, hvort sem litið er til umhverfismála, efnahagsmála eða félagslegs og pólitísks stöðugleika á næstu áratugum. Það eru stjórnvöld dagsins í dag sem ráða úrslitum um hvort við náum mikilvægum alþjóðlegum markmiðum okkar í umhverfis- og loftslagsmálum eða ekki. Á þetta benti Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna nýverið. Og eftir fjóra daga fáum við Íslendingar að kjósa okkur stjórnvöld til næstu fjögurra ára. Ábyrgð næstu ríkisstjórnar og næsta þings í umhverfismálum er gríðarlega mikil. Ég tek nú þátt í flokkspólitískum stjórnmálum í fyrsta skipti og ég ákvað að gera það á þessum tímapunkti af því að það sárvantar árangur í umhverfismálum og það sárvantar að rödd ungs fólks heyrist og hafi raunverulegt vægi við ákvarðanatöku. Ég tek þetta stökk núna, eftir að hafa verið í forystuhlutverki í náttúruverndarhreyfingunni undanfarin ár, af því að ég hef fengið að finna það í minni vinnu með Ungum umhverfissinnum að það skiptir öllu máli að hafa fólk inni á þingi sem leitar til frjálsra félagasamtaka að fyrra bragði, fólk sem hlustar á sérfræðinga í málaflokknum og sem talar rödd náttúrunnar og framtíðarkynslóða hátt og skýrt í þingsal. Umhverfisstefna VG fékk frábæra einkunn frá Ungum umhverfissinnum í Sólinni eða 88,3 stig af 100. Ég er mjög stoltur að tilheyra hreyfingu sem hefur mikinn metnað í umhverfis- og loftslagsmálum, og ég mun halda þessari stefnu vel á lofti. En af hverju er ég í framboði fyrir náttúruna og loftslagið? Af hverju skipta umhverfismál máli? Umhverfismál skipta máli af því að róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál. Þetta fléttast allt saman og árangur í þessum málaflokkum er til lengri tíma háður árangri okkar í umhverfismálum. Ég valdi að ganga til liðs við Vinstri græn því hreyfingin er eini flokkurinn í framboði sem er með sterka samofna vinstri og græna stefnu. Ég ætla áfram að vera aktívisti þó ég hafi skipt um vettvang. Ég ætla áfram að tilheyra náttúruverndarhreyfingunni sem mér þykir svo vænt um. Og ég ætla áfram að berjast fyrir vernd íslenskrar náttúru og alvöru fjármögnuðum loftslagsaðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tryggja lífvænlega framtíð fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég er í framboði fyrir loftslagið, náttúruna, ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Þetta eru almannahagsmunir sem fá ekki pláss í umræðunni, sem fjölmiðlar spyrja ekki út í, og hafa því ekki verið á dagskrá í þessari kosningabaráttu. Samt eru loftslagsváin og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni einar stærstu áskoranir samtímans, hvort sem litið er til umhverfismála, efnahagsmála eða félagslegs og pólitísks stöðugleika á næstu áratugum. Það eru stjórnvöld dagsins í dag sem ráða úrslitum um hvort við náum mikilvægum alþjóðlegum markmiðum okkar í umhverfis- og loftslagsmálum eða ekki. Á þetta benti Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna nýverið. Og eftir fjóra daga fáum við Íslendingar að kjósa okkur stjórnvöld til næstu fjögurra ára. Ábyrgð næstu ríkisstjórnar og næsta þings í umhverfismálum er gríðarlega mikil. Ég tek nú þátt í flokkspólitískum stjórnmálum í fyrsta skipti og ég ákvað að gera það á þessum tímapunkti af því að það sárvantar árangur í umhverfismálum og það sárvantar að rödd ungs fólks heyrist og hafi raunverulegt vægi við ákvarðanatöku. Ég tek þetta stökk núna, eftir að hafa verið í forystuhlutverki í náttúruverndarhreyfingunni undanfarin ár, af því að ég hef fengið að finna það í minni vinnu með Ungum umhverfissinnum að það skiptir öllu máli að hafa fólk inni á þingi sem leitar til frjálsra félagasamtaka að fyrra bragði, fólk sem hlustar á sérfræðinga í málaflokknum og sem talar rödd náttúrunnar og framtíðarkynslóða hátt og skýrt í þingsal. Umhverfisstefna VG fékk frábæra einkunn frá Ungum umhverfissinnum í Sólinni eða 88,3 stig af 100. Ég er mjög stoltur að tilheyra hreyfingu sem hefur mikinn metnað í umhverfis- og loftslagsmálum, og ég mun halda þessari stefnu vel á lofti. En af hverju er ég í framboði fyrir náttúruna og loftslagið? Af hverju skipta umhverfismál máli? Umhverfismál skipta máli af því að róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál. Þetta fléttast allt saman og árangur í þessum málaflokkum er til lengri tíma háður árangri okkar í umhverfismálum. Ég valdi að ganga til liðs við Vinstri græn því hreyfingin er eini flokkurinn í framboði sem er með sterka samofna vinstri og græna stefnu. Ég ætla áfram að vera aktívisti þó ég hafi skipt um vettvang. Ég ætla áfram að tilheyra náttúruverndarhreyfingunni sem mér þykir svo vænt um. Og ég ætla áfram að berjast fyrir vernd íslenskrar náttúru og alvöru fjármögnuðum loftslagsaðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tryggja lífvænlega framtíð fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar