ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 13:41 Það getur skipt öllu máli að leita sér þekkingar til að geta stutt við barn með ADHD. ADHD er ekki klippt og skorið og það getur svo sannarlega verið áskorun að eiga barn með ADHD. Setja skýr mörk en samt vera sveigjanlegur, geta sett sig í spor þeirra en á sama tíma gefið skýrt til kynna að það sért þú sem ræður. Mikilvægasta hlutverkið og jafnframt oft það erfiðasta sem foreldrar hafa er að styðja við og passa upp á sjálfsmynd barnsins að það læri á sjálft sig og kunni að byggja á styrkleikum sínum og vinna með veikleika sína. Ekkert barn hefur enga styrkleika en ef sjálfsmyndin er brotin er oft erfitt að setja fókusinn á styrkleika sína og meiri líkur á að barnið sýni óæskilega hegðun. Skilningur skiptir öllu og þá sérstaklega skilningur barnins á hvað það þýðir að vera með ADHD. Foreldrar, kennarar og aðrir sem móta umhverfi barnsins þurfa því að þekkja og skilja ADHD vel til þess að geta stutt við og frætt barnið. Þegar við höfum skilning á hlutunum eykst umburðarlyndi og vilji til að þjálfa færni sem nýtist í krefjandi aðstæðum. Kærleikur í kaos er foreldranámskeið sem er ætlað foreldrum barna á aldrinum 3 – 10 ára en nýtist öllum sem vilja læra betur inn á börn með ADHD. Kærleikur í kaos foreldranámskeiðið fer alfarið fram á vefnum, byggt upp sem fimm gagnvirkir þættir, barn með ADHD, fjölskyldan, leik og grunnskóli, viðurkenning og forðastu neikvæða athygli. Hver og einn getur nýtt námskeiðið á sínum hraða, hvar sem er og hvenær sem er. Þú getur valið að fara í gegnum alla þættina eða einungis þann sem hentar þínum aðstæðum og tekur á þeim verkefnum sem barnið og fjölskyldan glímir við hverju sinni. Allar upplýsingar um námskeiðið eru á heimasíðu ADHD samtakanna adhd.is Kærleikur í kaos eykur skilning og býður upp á úrræði sem hafa nýst fjölmörgum. Námskeiðið er vísindalega árangursmælt og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Niðurstaðan hefur leitt í ljós að foreldrar öðlast betri færni í uppeldi barna með ADHD, árekstrum fækkar og það bætir um leið samband foreldra og barns. Hér er komið úrræði sem er einfalt í notkun og nýtist öllum sem eiga eða vinna með börnum með ADHD. Frábært skref í átt að því að byggja upp sterka sjálfsmynd hjá barni sem hefur skilning á sínu ADHD. Höfundur er grunnskólakennari og verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Kristín Gunnarsdóttir ADHD Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Það getur skipt öllu máli að leita sér þekkingar til að geta stutt við barn með ADHD. ADHD er ekki klippt og skorið og það getur svo sannarlega verið áskorun að eiga barn með ADHD. Setja skýr mörk en samt vera sveigjanlegur, geta sett sig í spor þeirra en á sama tíma gefið skýrt til kynna að það sért þú sem ræður. Mikilvægasta hlutverkið og jafnframt oft það erfiðasta sem foreldrar hafa er að styðja við og passa upp á sjálfsmynd barnsins að það læri á sjálft sig og kunni að byggja á styrkleikum sínum og vinna með veikleika sína. Ekkert barn hefur enga styrkleika en ef sjálfsmyndin er brotin er oft erfitt að setja fókusinn á styrkleika sína og meiri líkur á að barnið sýni óæskilega hegðun. Skilningur skiptir öllu og þá sérstaklega skilningur barnins á hvað það þýðir að vera með ADHD. Foreldrar, kennarar og aðrir sem móta umhverfi barnsins þurfa því að þekkja og skilja ADHD vel til þess að geta stutt við og frætt barnið. Þegar við höfum skilning á hlutunum eykst umburðarlyndi og vilji til að þjálfa færni sem nýtist í krefjandi aðstæðum. Kærleikur í kaos er foreldranámskeið sem er ætlað foreldrum barna á aldrinum 3 – 10 ára en nýtist öllum sem vilja læra betur inn á börn með ADHD. Kærleikur í kaos foreldranámskeiðið fer alfarið fram á vefnum, byggt upp sem fimm gagnvirkir þættir, barn með ADHD, fjölskyldan, leik og grunnskóli, viðurkenning og forðastu neikvæða athygli. Hver og einn getur nýtt námskeiðið á sínum hraða, hvar sem er og hvenær sem er. Þú getur valið að fara í gegnum alla þættina eða einungis þann sem hentar þínum aðstæðum og tekur á þeim verkefnum sem barnið og fjölskyldan glímir við hverju sinni. Allar upplýsingar um námskeiðið eru á heimasíðu ADHD samtakanna adhd.is Kærleikur í kaos eykur skilning og býður upp á úrræði sem hafa nýst fjölmörgum. Námskeiðið er vísindalega árangursmælt og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Niðurstaðan hefur leitt í ljós að foreldrar öðlast betri færni í uppeldi barna með ADHD, árekstrum fækkar og það bætir um leið samband foreldra og barns. Hér er komið úrræði sem er einfalt í notkun og nýtist öllum sem eiga eða vinna með börnum með ADHD. Frábært skref í átt að því að byggja upp sterka sjálfsmynd hjá barni sem hefur skilning á sínu ADHD. Höfundur er grunnskólakennari og verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun