Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 26. nóvember 2024 14:32 Hugmyndir um hækkun virðisaukaskatts á þær greinar ferðaþjónustu sem enn eru í 11% þrepinu eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2017 fóru slíkar hugmyndir á flug. Hingað og ekki lengra sögðum við Sjálfstæðismenn þá - og segjum enn. Þessa dagana sjá ýmsir sér þó leik á borði. Ferðaþjónustan er gerð að blóraböggli og kennt um þenslu síðustu ára. Og vond hugmynd um hækkun virðisaukaskatts er komin aftur á flug. Nú síðast steig oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fram og boðaði auknar álögur í leit sinni að atkvæðum. Öflugri ferðaþjónusta fyrir okkur öll Það er ekki að ástæðulausu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett sig upp á móti þessari hugmynd. Ferðaþjónusta er ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands og kappkosta þarf við að standa vörð um samkeppnishæfni hennar á heimsvísu. Ekki síður en um sjávarútveg og íslenskt hugvit. Til þess þarf rekstrarumhverfi þessara fyrirtækja að vera sambærilegt við það sem gerist í okkar helstu samkeppnislöndum. Að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu gengur þvert á það markmið. Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn kjósi að sækja Ísland heim. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur styrkt stoðir efnahagslífsins, aukið fjölbreytileika við öflun gjaldeyristekna og fjölgað störfum svo eitthvað sé nefnt. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu nærri 9% af verðmætasköpun landsins og útflutningstekjur greinarinnar samtals um 600 milljarðar króna, eða þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Þessi verðmætasköpun verður ekki til í tómarúmi. Hvernig sem málinu er velt, er ljóst að hækkun virðisaukaskatts mun leggja stein í götu verðmætasköpunar íslenskrar ferðaþjónustu, draga úr umsvifum, veikja greinina og vaxtartækifæri hennar í framtíðinni. Láttu ekki blekkjast Það er lágmarkskrafa að álagning skatta og gjalda, hvort sem er á fólk eða fyrirtæki, sé ekki óþarflega íþyngjandi og taki mið af samkeppnisstöðu Íslands á alþjóðamarkaði. Háir skattar eru ekki ávísun á meiri tekjur í ríkiskassann ef þrótturinn er þannig dreginn úr atvinnulífinu. Vörumst gylliboð frá vinstri og látum ekki blekkjast af hugmyndum af þessum toga. Þvert á móti ætti að kappkosta við að lækka álögur þar sem því verður viðkomið - sem og einfalda regluverk - til að styrkja samkeppnishæfni Íslands og íslenskra atvinnugreina. Fyrir það stendur Sjálfstæðisflokkurinn, hér eftir sem hingað til. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Hugmyndir um hækkun virðisaukaskatts á þær greinar ferðaþjónustu sem enn eru í 11% þrepinu eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2017 fóru slíkar hugmyndir á flug. Hingað og ekki lengra sögðum við Sjálfstæðismenn þá - og segjum enn. Þessa dagana sjá ýmsir sér þó leik á borði. Ferðaþjónustan er gerð að blóraböggli og kennt um þenslu síðustu ára. Og vond hugmynd um hækkun virðisaukaskatts er komin aftur á flug. Nú síðast steig oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fram og boðaði auknar álögur í leit sinni að atkvæðum. Öflugri ferðaþjónusta fyrir okkur öll Það er ekki að ástæðulausu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett sig upp á móti þessari hugmynd. Ferðaþjónusta er ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands og kappkosta þarf við að standa vörð um samkeppnishæfni hennar á heimsvísu. Ekki síður en um sjávarútveg og íslenskt hugvit. Til þess þarf rekstrarumhverfi þessara fyrirtækja að vera sambærilegt við það sem gerist í okkar helstu samkeppnislöndum. Að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu gengur þvert á það markmið. Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn kjósi að sækja Ísland heim. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur styrkt stoðir efnahagslífsins, aukið fjölbreytileika við öflun gjaldeyristekna og fjölgað störfum svo eitthvað sé nefnt. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu nærri 9% af verðmætasköpun landsins og útflutningstekjur greinarinnar samtals um 600 milljarðar króna, eða þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Þessi verðmætasköpun verður ekki til í tómarúmi. Hvernig sem málinu er velt, er ljóst að hækkun virðisaukaskatts mun leggja stein í götu verðmætasköpunar íslenskrar ferðaþjónustu, draga úr umsvifum, veikja greinina og vaxtartækifæri hennar í framtíðinni. Láttu ekki blekkjast Það er lágmarkskrafa að álagning skatta og gjalda, hvort sem er á fólk eða fyrirtæki, sé ekki óþarflega íþyngjandi og taki mið af samkeppnisstöðu Íslands á alþjóðamarkaði. Háir skattar eru ekki ávísun á meiri tekjur í ríkiskassann ef þrótturinn er þannig dreginn úr atvinnulífinu. Vörumst gylliboð frá vinstri og látum ekki blekkjast af hugmyndum af þessum toga. Þvert á móti ætti að kappkosta við að lækka álögur þar sem því verður viðkomið - sem og einfalda regluverk - til að styrkja samkeppnishæfni Íslands og íslenskra atvinnugreina. Fyrir það stendur Sjálfstæðisflokkurinn, hér eftir sem hingað til. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun