Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. nóvember 2024 17:48 Jóhanna segir að foreldrar barna í leikskólunum þar sem verkfall hefur staðið yfir í fjórar vikur, hafi sumir þurft að segja upp vinnu og aðrir séu að klára sumarorlofið sitt. Vísir/Sigurjón Móðir barns í leikskóla þar sem verkfall hefur staðið yfir í fjórar vikur, segir minnst þrjá foreldra hafa misst vinnuna vegna verkfallsins. Margir hafi klárað allt sumarorlof næsta árs, og flestir sjái fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól. „Þrjú hafa misst vinnuna, einhver þurft að segja upp í vinnu, nokkur þurft á læknisaðstoð að halda, mörg hafa klárað allt sumarorlof næsta árs og flestir sjá fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól.“ Svona hefst grein sem Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir birti á Vísi fyrr í dag undir yfirskriftinni Gleymdu leikskólabörnin. Tilefnið er að nú er fimmta vika ótímabundins verkfalls í fjórum leikskólum á landsvísu gengin í garð. Hún segist vita fyrir víst að þrír foreldrar hafi misst vinnuna, en þeir séu sennilega fleiri. „Já þetta eru nokkrir aðilar, ég er ekki með nákvæma tölu en þetta er nokkuð stór hópur af fólki,“ segir hún. Börnum mismunað gróflega Jóhanna segir að greinin sé skrifuð í þeirri veiku von að þeir sem beri ábyrgð sjái sóma sinn í því að breyta aðgerðunum tafarlaust. Börnin séu notuð sem peð í kjaradeilu sem sé í besta falli siðlaus. „Hér er börnunum okkar mismunað gróflega og fáir virðast ætla að kippa sér upp við það.“ Hún segir það augljóst að aðgerðirnar setji enga pressu á samningsaðila. Nú séu fjórar vikur liðnar af verkfalli og samningsaðilar séu rétt að byrja ræða saman. Jóhanna segir að nú sé verið að skoða hvað hægt sé að gera varðandi rétt barnanna, en hún vísar í að umboðsmaður barna hafi sagt að verkföllin mismuni börnum. „Það er verið að skoða hvað er hægt að gera, en í rauninni er það ennþá óljóst því miður,“ segir hún. Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Þrjú hafa misst vinnuna, einhver þurft að segja upp í vinnu, nokkur þurft á læknisaðstoð að halda, mörg hafa klárað allt sumarorlof næsta árs og flestir sjá fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól.“ Svona hefst grein sem Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir birti á Vísi fyrr í dag undir yfirskriftinni Gleymdu leikskólabörnin. Tilefnið er að nú er fimmta vika ótímabundins verkfalls í fjórum leikskólum á landsvísu gengin í garð. Hún segist vita fyrir víst að þrír foreldrar hafi misst vinnuna, en þeir séu sennilega fleiri. „Já þetta eru nokkrir aðilar, ég er ekki með nákvæma tölu en þetta er nokkuð stór hópur af fólki,“ segir hún. Börnum mismunað gróflega Jóhanna segir að greinin sé skrifuð í þeirri veiku von að þeir sem beri ábyrgð sjái sóma sinn í því að breyta aðgerðunum tafarlaust. Börnin séu notuð sem peð í kjaradeilu sem sé í besta falli siðlaus. „Hér er börnunum okkar mismunað gróflega og fáir virðast ætla að kippa sér upp við það.“ Hún segir það augljóst að aðgerðirnar setji enga pressu á samningsaðila. Nú séu fjórar vikur liðnar af verkfalli og samningsaðilar séu rétt að byrja ræða saman. Jóhanna segir að nú sé verið að skoða hvað hægt sé að gera varðandi rétt barnanna, en hún vísar í að umboðsmaður barna hafi sagt að verkföllin mismuni börnum. „Það er verið að skoða hvað er hægt að gera, en í rauninni er það ennþá óljóst því miður,“ segir hún.
Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira