Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2024 16:53 Feðgarnir Skarphéðinn Berg Steinsson og Steinar Atli Skarphéðinsson. Feðgarnir Skarphéðinn Berg Steinsson, fyrrverandi ferðamálastjóri, og Steinar Atli Skarphéðinsson hafa stofnað ráðgjafafyrirtækið Múlanes. Fyrirtækið mun sjá um sérhæfða rekstrarráðgjöf fyrir ferðaþjónustu. Í tilkynningu kemur fram að Skarphéðinn hafi áratuga reynslu úr fyrirtækjarekstri og opinberri stjórnsýslu. „Undanfarinn áratug hefur það verið ferðaþjónusta, bæði í rekstri fjölbreytilegra fyrirtækja í greininni og sem Ferðamálastjóri. Áður var hann hjá Baugi Group og tengdum fyrirtækjum; í verslun, þjónustu, fasteignum og fjárfestingum. Þar á undan var hann í stjórnunarstöðum í Stjórnarráðinu, bæði í fjármálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Steinar hefur breiðan bakgrunn í ferðaþjónustu, smásölurekstri og hugbúnaðarþróun. Undanfarin ár stýrði hann hugbúnaðarþróun Origo á sviði ferðalausna og þá sérstaklega þróun bókunarkerfa og bætta sjálfvirknivæðingu. Hann hefur víðtæka þekkingu á þróun greiðslulausna í ferðaþjónustu. Steinar hefur einnig unnið að eigin rekstri á sviði verslunar, fjártækni og ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Skarphéðni að þeir feðgar hafi rætt stofnun fyrirtækisins í talsverðan tíma. „Það má segja að samverustundir yfir sunnudagssteikinni undanfarin 10 ár hafi farið í að ræða ferðaþjónustuna og hvað hægt sé að bæta og gera enn betur,“ segir Skarphéðinn Berg. „Rekstrarráðgjöf í ferðaþjónustu hefur verið afar takmörkuð hér á landi. Með mikilli reynslu og þekkingu á ólíkum og fjölbreyttum viðfangsefnum ferðaþjónustunnar teljum við okkur geta lagt til góð ráð sem bætir rekstur og samkeppnishæfni fyrirtækja. Eftir mikinn vöxt fyrirtækja í ferðaþjónustu undanfarin ár er nauðsynlegt fyrir þau að bæta innri rekstur og auka þar með arðsemi. Gögn og reynsla hafa safnast saman á undanförnum árum sem með greiningu og skilningi gefur sóknarfæri,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Skarphéðinn hafi áratuga reynslu úr fyrirtækjarekstri og opinberri stjórnsýslu. „Undanfarinn áratug hefur það verið ferðaþjónusta, bæði í rekstri fjölbreytilegra fyrirtækja í greininni og sem Ferðamálastjóri. Áður var hann hjá Baugi Group og tengdum fyrirtækjum; í verslun, þjónustu, fasteignum og fjárfestingum. Þar á undan var hann í stjórnunarstöðum í Stjórnarráðinu, bæði í fjármálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Steinar hefur breiðan bakgrunn í ferðaþjónustu, smásölurekstri og hugbúnaðarþróun. Undanfarin ár stýrði hann hugbúnaðarþróun Origo á sviði ferðalausna og þá sérstaklega þróun bókunarkerfa og bætta sjálfvirknivæðingu. Hann hefur víðtæka þekkingu á þróun greiðslulausna í ferðaþjónustu. Steinar hefur einnig unnið að eigin rekstri á sviði verslunar, fjártækni og ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Skarphéðni að þeir feðgar hafi rætt stofnun fyrirtækisins í talsverðan tíma. „Það má segja að samverustundir yfir sunnudagssteikinni undanfarin 10 ár hafi farið í að ræða ferðaþjónustuna og hvað hægt sé að bæta og gera enn betur,“ segir Skarphéðinn Berg. „Rekstrarráðgjöf í ferðaþjónustu hefur verið afar takmörkuð hér á landi. Með mikilli reynslu og þekkingu á ólíkum og fjölbreyttum viðfangsefnum ferðaþjónustunnar teljum við okkur geta lagt til góð ráð sem bætir rekstur og samkeppnishæfni fyrirtækja. Eftir mikinn vöxt fyrirtækja í ferðaþjónustu undanfarin ár er nauðsynlegt fyrir þau að bæta innri rekstur og auka þar með arðsemi. Gögn og reynsla hafa safnast saman á undanförnum árum sem með greiningu og skilningi gefur sóknarfæri,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira