Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu í liði Porto sem átti í talsverðum vandræðum með Valsara framan af leik. Til að mynda voru gestirnir frá Hlíðarenda tveimur mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 17-19.
Ricado Brandao's technique 😍 @fcporto #ehfel #elm pic.twitter.com/pjoWMo0SG2
— EHF European League (@ehfel_official) November 26, 2024
Sóknarleikur Vals var hins vegar hvorki fugl né fiskur í síðari hálfleik og gekk Porto á lagið. Miguel Oliveira var þeirra besti maður með fimm mörk og jafn margar stoðsendingar.
Í liði Vals var Úlfar Páll Monsi markahæstur með sex mörk og eina stoðsendingu. Agnar Smári Jónsson skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar.
When you level up and try out your new capacities 🆙⚡️ #ehfel #elm #allin #handbold #handball pic.twitter.com/zN2pHX0hjT
— EHF European League (@ehfel_official) November 26, 2024
Í hinum leik riðilsins tapaði Íslendingalið Melsungen með tveggja marka mun gegn Vardar á útivelli, lokatölur 32-30. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk á meðan Elvar Örn Jónsson skoraði eitt og lagði upp annað.
Melsungen vinnur F-riðilinn með 10 stig, Porto endar í 2. sæit með sjö stig, Vardar þar á eftir með þrjú og Valur á botninum með tvö stig.
Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði þrjú mörk þegar Bjerringbro-Silkeborg gerði jafntefli við Górnik Zabrze frá Póllandi í B-riðli, lokatölur 25-25. Guðmundur Bragi og félagar enda því riðlakeppnina í 3. sæti með fimm stig.