Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 22:17 Lewandowski fagnar ásamt samherjum sínum. EPA-EFE/Alberto Estevez Robert Lewandowski, framherji Barcelona, varð í kvöld þriðji leikmaðurinn til að skora hundrað mörk i Meistaradeild Evrópu. Það gerði hann í 3-0 sigri Börsunga á Brest. Hinn 36 ára gamli Robert Lewandowski kom Börsungum yfir með marki úr vítaspyrnu á 10. mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Var það hans 100. mark í Meistaradeild Evrópu. Dani Olmo tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Lewandowski bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Börsunga í uppbótartíma leiksins. Lewandowski hefur nú skorað 101 mörk í Meistaradeildinni en aðeins tveir leikmenn hafa leikið það eftir, það eru þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Barcelona er sem stendur í 2. sæti Meistaradeildarinnar með 12 stig að loknum fimm leikjum. Brest er í 9. sæti með 10 stig. Í Þýskalandi vann Bayern München 1-0 sigur á París Saint-Germain. Þar vakti athygli að ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma settist á bekkinn. Í hans stað kom hinn rússneski Matvey Safonov. Rússinn átti fínan leik en kom engum vörnum við þegar Min-Jae Kim skoraði með skalla eftir hornspyrnu Joshua Kimmich. Kim skoraði sigurmarkið á meðan Ousmane Dembélé lét reka sig út af með tvö gul spjöld.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern nú með 9 stig í 11. sæti á meðan PSG er í 26. sæti með aðeins fjögur stig. Önnur úrslit Bayer Leverkusen 5-0 Salzburg Inter 1-0 RB Leipzig Young Boys 1-6 Atalanta Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skytturnar léku á alls oddi Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Loaktölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim. 26. nóvember 2024 19:33 Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. 26. nóvember 2024 19:33 Atlético skoraði sex Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava. 26. nóvember 2024 20:06 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Robert Lewandowski kom Börsungum yfir með marki úr vítaspyrnu á 10. mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Var það hans 100. mark í Meistaradeild Evrópu. Dani Olmo tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Lewandowski bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Börsunga í uppbótartíma leiksins. Lewandowski hefur nú skorað 101 mörk í Meistaradeildinni en aðeins tveir leikmenn hafa leikið það eftir, það eru þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Barcelona er sem stendur í 2. sæti Meistaradeildarinnar með 12 stig að loknum fimm leikjum. Brest er í 9. sæti með 10 stig. Í Þýskalandi vann Bayern München 1-0 sigur á París Saint-Germain. Þar vakti athygli að ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma settist á bekkinn. Í hans stað kom hinn rússneski Matvey Safonov. Rússinn átti fínan leik en kom engum vörnum við þegar Min-Jae Kim skoraði með skalla eftir hornspyrnu Joshua Kimmich. Kim skoraði sigurmarkið á meðan Ousmane Dembélé lét reka sig út af með tvö gul spjöld.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern nú með 9 stig í 11. sæti á meðan PSG er í 26. sæti með aðeins fjögur stig. Önnur úrslit Bayer Leverkusen 5-0 Salzburg Inter 1-0 RB Leipzig Young Boys 1-6 Atalanta
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skytturnar léku á alls oddi Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Loaktölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim. 26. nóvember 2024 19:33 Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. 26. nóvember 2024 19:33 Atlético skoraði sex Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava. 26. nóvember 2024 20:06 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund Sjá meira
Skytturnar léku á alls oddi Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Loaktölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim. 26. nóvember 2024 19:33
Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. 26. nóvember 2024 19:33
Atlético skoraði sex Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava. 26. nóvember 2024 20:06