Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar 27. nóvember 2024 07:20 Meira en helmingur ungs fólks á aldrinum 18-24 ára og um einn af hverjum fimm á aldrinum 25-29 ára bjó í foreldrahúsum árið 2021 samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru stýrivextir Seðlabanka Íslands 2%. Stýrivextir hækkuðu svo hratt til haustsins 2023 þegar þeir voru orðnir 9,25% og voru yfir 9% í meira en ár. Enn eru stýrivextir ógnarháir og standa nú í 8,5%. Ég hef undanfarið haft tækifæri til að hlusta á ungt fólk þegar við frambjóðendur Viðreisnar höfum staðið í verslunarmiðstöðum og spjallað við fólk á förnum vegi. Mörg hafa nefnt að vextir séu of háir og þau geti ekki keypt sér eigin íbúð. Ekki hjálpar verðbólgan til þar sem æ minna verður eftir í buddunni um hver mánaðamót. Það sama kemur fram í samtölum við foreldra þessa fólks. Fólk finnur til vanmáttar gagnvart húsnæðismarkaði sem það upplifir vinna gegn sér en ekki fyrir sig. Hvað er til ráða? Það gefur auga leið að það er ómögulegt fyrir ungt fólk að leggja fyrir til fasteignakaupa þegar búa þarf við þann óstöðugleika að stýrivextir fari úr 2% í 9,25% á um tveimur árum og verðbólga úr 5% í 10%. Það er mikilvægt að skapa fyrirsjáanlegt umhverfi og stöðugleika þannig að ungt fólk hafi tækifæri til þess að leggja fyrir í sparnað til íbúðakaupa, fjárfesta í húsnæði og hafi getu til að greiða af húsnæðisláni. Það verður að skapa fyrirsjáanlegt umhverfi og jafnvægi þannig að húsbyggjendur geti viðhaldið stöðugu framboði af íbúðum fyrir fólk. Viðreisn ætlar að breyta þessu. Við ætlum að leggja grunn að stöðugleika með því að ná jafnvægi í fjármál ríkisins, einfalda regluverk hvað varðar nýbyggingar og gera ungu fólki kleift að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Undirrituð er viðskiptafræðingur og frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meira en helmingur ungs fólks á aldrinum 18-24 ára og um einn af hverjum fimm á aldrinum 25-29 ára bjó í foreldrahúsum árið 2021 samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru stýrivextir Seðlabanka Íslands 2%. Stýrivextir hækkuðu svo hratt til haustsins 2023 þegar þeir voru orðnir 9,25% og voru yfir 9% í meira en ár. Enn eru stýrivextir ógnarháir og standa nú í 8,5%. Ég hef undanfarið haft tækifæri til að hlusta á ungt fólk þegar við frambjóðendur Viðreisnar höfum staðið í verslunarmiðstöðum og spjallað við fólk á förnum vegi. Mörg hafa nefnt að vextir séu of háir og þau geti ekki keypt sér eigin íbúð. Ekki hjálpar verðbólgan til þar sem æ minna verður eftir í buddunni um hver mánaðamót. Það sama kemur fram í samtölum við foreldra þessa fólks. Fólk finnur til vanmáttar gagnvart húsnæðismarkaði sem það upplifir vinna gegn sér en ekki fyrir sig. Hvað er til ráða? Það gefur auga leið að það er ómögulegt fyrir ungt fólk að leggja fyrir til fasteignakaupa þegar búa þarf við þann óstöðugleika að stýrivextir fari úr 2% í 9,25% á um tveimur árum og verðbólga úr 5% í 10%. Það er mikilvægt að skapa fyrirsjáanlegt umhverfi og stöðugleika þannig að ungt fólk hafi tækifæri til þess að leggja fyrir í sparnað til íbúðakaupa, fjárfesta í húsnæði og hafi getu til að greiða af húsnæðisláni. Það verður að skapa fyrirsjáanlegt umhverfi og jafnvægi þannig að húsbyggjendur geti viðhaldið stöðugu framboði af íbúðum fyrir fólk. Viðreisn ætlar að breyta þessu. Við ætlum að leggja grunn að stöðugleika með því að ná jafnvægi í fjármál ríkisins, einfalda regluverk hvað varðar nýbyggingar og gera ungu fólki kleift að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Undirrituð er viðskiptafræðingur og frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun