„Við erum brothættir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 23:31 Skilur hvorki upp né niður. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, átti ekki mörg svör eftir 3-3 jafntefli við Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Eftir fimm töp í röð komust City-menn 3-0 yfir en gestirnir skoruðu þrívegis á síðasta stundarfjórðung leiksins og tryggðu sér stig. „Leikurinn var fínn í stöðunni 3-0. Við vorum að spila vel en svo fáum við á okkur mörk af því við erum ekki nægilega stöðugir. Við gáfum þeim fyrsta markið, svo annað og svo það þriðja, þess vegna var þetta erfitt,“ sagði Pep en mörk gestanna komu nær öll eftir mistök í öftustu línu City. Þá leit markvörðurinn Ederson skelfilega út. „Við höfum tapað mörgum leikjum undanfarið, við erum brothættir og auðvitað þurftum við á sigri að halda. Þessi leikur virtist ætla að vera góður fyrir sjálfstraustið, við spiluðum á háu getustigi framan af en um leið og eitthvað bjátaði á vorum við í vandræðum.“ „Ég veit ekki hvort þetta er andlegt. Fyrsta markið á hreinlega ekki að eiga sér stað og annað markið sömuleiðis. Eftir það gleymum við hvað gerist, við vorum örvæntingafullir og vildum vinna. Við viljum standa okkur vel en erum ekki að vinna leiki.“ „Staðan er eins og hún er. Við spiluðum vel framan af en á þessu getustigi máttu ekki gefa mótherja þínum neitt.“ „Við þurfum að undirbúa okkur og hugsa um næsta leik. Ef við getum ekki unnið leiki eins og þennan þá verður almennt erfitt að vinna leiki,“ sagði Pep að endingu. Man City mætir Liverpool, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, á sunnudaginn kemur. Lærisveinar Guardiola eru í 2. sæti, átta stigum á eftir Liverpool þegar 12 umferðum er lokið. Pep var langt því frá rólegur í leik kvöldsins.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Sjá meira
„Leikurinn var fínn í stöðunni 3-0. Við vorum að spila vel en svo fáum við á okkur mörk af því við erum ekki nægilega stöðugir. Við gáfum þeim fyrsta markið, svo annað og svo það þriðja, þess vegna var þetta erfitt,“ sagði Pep en mörk gestanna komu nær öll eftir mistök í öftustu línu City. Þá leit markvörðurinn Ederson skelfilega út. „Við höfum tapað mörgum leikjum undanfarið, við erum brothættir og auðvitað þurftum við á sigri að halda. Þessi leikur virtist ætla að vera góður fyrir sjálfstraustið, við spiluðum á háu getustigi framan af en um leið og eitthvað bjátaði á vorum við í vandræðum.“ „Ég veit ekki hvort þetta er andlegt. Fyrsta markið á hreinlega ekki að eiga sér stað og annað markið sömuleiðis. Eftir það gleymum við hvað gerist, við vorum örvæntingafullir og vildum vinna. Við viljum standa okkur vel en erum ekki að vinna leiki.“ „Staðan er eins og hún er. Við spiluðum vel framan af en á þessu getustigi máttu ekki gefa mótherja þínum neitt.“ „Við þurfum að undirbúa okkur og hugsa um næsta leik. Ef við getum ekki unnið leiki eins og þennan þá verður almennt erfitt að vinna leiki,“ sagði Pep að endingu. Man City mætir Liverpool, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, á sunnudaginn kemur. Lærisveinar Guardiola eru í 2. sæti, átta stigum á eftir Liverpool þegar 12 umferðum er lokið. Pep var langt því frá rólegur í leik kvöldsins.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Sjá meira