Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 08:31 Dagný Brynjarsdóttir með soninn sinn Brynjar eftir leik Íslands og Frakklands á EM 2022. Getty/ Alex Pantling Dagný Brynjarsdóttir er í nýju viðtali hjá The Athletic og ræðir þar endurkomu sína eftir barn númer tvö. Hún er sár út í afskiptaleysi íslenska landsliðsþjálfarans en er ánægð með stuðninginn frá West Ham. Dagný eignaðist Brynjar sinn árið 2018 og eignaðist nú soninn Andreas sex árum síðar. „Þegar ég kom til baka eftir að hafa eignast fyrsta soninn þá sagði ég alltaf að ég ætlaði aldrei að gera þetta aftur. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ætlaði alltaf að hætta eftir barn númer tvö „Ég sagði alltaf að ég myndi hætta í fótbolta eftir annað barnið mitt en hér er ég komin nánast búin að endurheimta hundrað prósent af mér sjálfri aftur,“ sagði Dagný. Dagný glímdi við mikla ógleði alla þessa meðgöngu. „Ég gat verið að æla um miðja nótt, klukkan níu um kvöldið eða klukkan fimm,“ sagði Dagný sem æfði þó alla meðgönguna. Dagný Brynjarsdóttir á heimaleik West Ham með sinn annan son undir belti.Getty/George Tewkesbury Þegar nýji sonurinn var fimm daga gamall þá keypti Dagný sér sex vikna æfingaprógramm hjá fyrrum fótboltaleikmanni sem sérhæfir sig í endurkomum eftir barneignir. „Það eru vissulega styrktarþjálfarar hjá félögum en þeir kunna að koma fótboltamönnum aftur af stað en ekki íþróttakonum sem voru að eignast barn,“ sagði Dagný. „Hámarkshraðinn, snerpan og skarpskyggnin koma síðast til baka. Þegar þú byrjar að æfa þá sérðu leikmenn hlaupa fram úr þér en þú veist að þú átt að vera fljótari en þær,“ sagði Dagný. Minni stuðningur núna „Þegar ég varð ófrísk af fyrra barninu þá efuðust margir um mig og héldu að ég væri hætt að spila. Þegar ég kom til baka þá fékk ég mikinn stuðning frá þjálfurum mínum,“ sagði Dagný. „Núna finnst mér að allir búist bara við því að ég komi til baka og spili á hæsta stigi. Ég hef ekki haft sama stuðing núna,“ sagði Dagný. Hún var ekki valin í landsliðshópinn sem er að fara að spila vináttuleiki við Kanada og Danmörku á næstu dögum. Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað 113 landsleiki og skorað í þeim 38 mörk. Síðasti leikurinn hennar var í apríl 2023.Getty/Alex Pantling/ Ætti að vera komin aftur í landsliðið „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. Hún er greinilega sár út í það að vera gleymd og grafin í augum landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný. Hún er aftur á móti mjög ánægð með stuðninginum sem hún fær hjá West Ham. Það má finna allt viðtalið við hana hér en í greininni er rætt við fótboltaforeldra úr öllum áttum. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
Dagný eignaðist Brynjar sinn árið 2018 og eignaðist nú soninn Andreas sex árum síðar. „Þegar ég kom til baka eftir að hafa eignast fyrsta soninn þá sagði ég alltaf að ég ætlaði aldrei að gera þetta aftur. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ætlaði alltaf að hætta eftir barn númer tvö „Ég sagði alltaf að ég myndi hætta í fótbolta eftir annað barnið mitt en hér er ég komin nánast búin að endurheimta hundrað prósent af mér sjálfri aftur,“ sagði Dagný. Dagný glímdi við mikla ógleði alla þessa meðgöngu. „Ég gat verið að æla um miðja nótt, klukkan níu um kvöldið eða klukkan fimm,“ sagði Dagný sem æfði þó alla meðgönguna. Dagný Brynjarsdóttir á heimaleik West Ham með sinn annan son undir belti.Getty/George Tewkesbury Þegar nýji sonurinn var fimm daga gamall þá keypti Dagný sér sex vikna æfingaprógramm hjá fyrrum fótboltaleikmanni sem sérhæfir sig í endurkomum eftir barneignir. „Það eru vissulega styrktarþjálfarar hjá félögum en þeir kunna að koma fótboltamönnum aftur af stað en ekki íþróttakonum sem voru að eignast barn,“ sagði Dagný. „Hámarkshraðinn, snerpan og skarpskyggnin koma síðast til baka. Þegar þú byrjar að æfa þá sérðu leikmenn hlaupa fram úr þér en þú veist að þú átt að vera fljótari en þær,“ sagði Dagný. Minni stuðningur núna „Þegar ég varð ófrísk af fyrra barninu þá efuðust margir um mig og héldu að ég væri hætt að spila. Þegar ég kom til baka þá fékk ég mikinn stuðning frá þjálfurum mínum,“ sagði Dagný. „Núna finnst mér að allir búist bara við því að ég komi til baka og spili á hæsta stigi. Ég hef ekki haft sama stuðing núna,“ sagði Dagný. Hún var ekki valin í landsliðshópinn sem er að fara að spila vináttuleiki við Kanada og Danmörku á næstu dögum. Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað 113 landsleiki og skorað í þeim 38 mörk. Síðasti leikurinn hennar var í apríl 2023.Getty/Alex Pantling/ Ætti að vera komin aftur í landsliðið „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. Hún er greinilega sár út í það að vera gleymd og grafin í augum landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný. Hún er aftur á móti mjög ánægð með stuðninginum sem hún fær hjá West Ham. Það má finna allt viðtalið við hana hér en í greininni er rætt við fótboltaforeldra úr öllum áttum.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira