Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 07:51 Píratar eru öðruvísi stjórnmálahreyfing sem hægt er að treysta til að vinna að almennings hagsmunum. Þess vegna starfa ég með þeim og er í framboði fyrir þá. Ég man enn daginn sem ég varð Pírati – það var þegar Steingrímur J. var allt í einum kominn í stóriðju brask á Bakka í sínu kjördæmi árið 2013. Þá var mér ofboðið og ég gekk í Pírataflokkinn. Ekki að ég hafi verið skráð í VG, en ég hefði getað skrifað stefnuna þeirra 2009 og kaus þá á þeim tíma. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ég unnið með Pírötum í stefnumótunum, og ég tók þátt í sveitastjórnar kosningum 2018. Svo hef ég setið í nefndum fyrir Pírata m.a. í stjórn Landsvirkjunar, í Orkustefnunefnd og í nefnd sem valdi velsældar vísa fyrir Ísland. Ástæðurnar fyrir því að ég er Pírati eru m.a. þessar: Heiðarleiki, réttlæti og mannréttindi Við erum sá flokkur sem aftur og aftur bendir á að keisarinn sé klæðalaus þegar vitleysur eru bornar á borð fyrir þingið - líkt og í málefnum kjötverkunarstöðva á norðurlandi. Nú er búið að dæma þann gjörning sem brot á stjórnarskrá. Píratar eru ekki með fjármála brask á herðunum líkt og sumir leiðtogar annarra flokka. Við viljum heiðarleika og að gagnsæi allra aðgerða stjórnsýslunnar. Píratar vilja að farið sé vel með erlent vinnuafl og að þeir vinnuveitendur sem brjóta af sér eigi á hættu að missa starfsleyfið. Píratar virða og berjast fyrir mannréttindum fyrir alla borgara landsins, á landamærunum og í ríkjum sem eiga undir höggi að sækja, eins og í Palestínu þar sem framið hefur verið þjóðarmorð á síðastliðnu ári. Við viljum að fólk geti ráðið sinni eigin kynvitund og ráðið yfir sínum eigin líkama. Það eru mannréttindi. Þess vegna styðja Píratar hinseginsamfélagið sem og þungunar rof. Umhverfi og náttúruvernd Píratar eru með metnaðarfyllstu umhverfisstefnu allra flokka og voru hæstir í Sólinni – matskerfi Ungra umhverfissinna síðastliðna helgi – sem og fyrir kosningarnar 2021. Píratar vilja banna hvalveiðar og vernda refi og fugla í útrýmingarhættu. Við viljum sjókvíaeldi upp á land til að vernda vistkerfi fjarðanna okkar. Píratar vilja stofna hálendisþjóðgarð þar sem náttúran er vernduð en umferð og fjárbeit er leyfð, á umhverfisvænan máta. Velsæld og sjálfbærni Píratar vilja að velsældar hagkefrið (eða sældarhagkerfið eins og ég vill kalla það) verði innleitt til fulls og að allar ákvarðanatökur leiði okkur í átt að sjálfbærni í öllum víddum hennar: umhverfi og náttúru, efnahag og fjármálum, og samfélagsþáttum. Utanríkisstefna Við viljum viðskiptabann á Ísrael vegna athafna leiðtoga landsins á Gaza og í Líbanon. Bændur og fæðuöryggi Píratar vilja styrkja bændur með borgaralaunum, gera nýliðun auðveldari með sanngjörnum lánum, efla möguleika bænda til að vinna sínar eigin afurðir - og selja þær beint til neytenda til þess að efla íslenska matarframleiðslu. Við viljum að bændur fái raforku á ásættanlegu verði, með tilliti til gróðurhúsaræktunar. Grunnkerfi samfélagsins – heilbrigðis- mennta- og samfélagskerfið Við viljum styrkja grunnkerfi samfélagsins eins og heilbrigðiskerfið og menntakerfið - og styðja því kennara og heilbriðgisstarfsmenn í þeirra baráttu fyrir réttlátum launum og vinnuaðstöðu. Píratar vilja að innflytjendur fái íslenskukennslu á vinnutíma og að börnin fái séraðstoð í skólum við að læra tungumálið. Við viljum aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu hvar sem fólk býr og styðjum við tæknivæðingu í heilbrigðiskerfinu. Píratar berjast fyrir því að vímuefnaneytendum sé ekki refsað, heldur hjálpað. Við viljum að fangar fái endurhæfingu í fangelsunum og nauðsynlega aðstoð þegar komið er aftur út í samfélagið, þar með húsnæði og ráðgjöf. Efnahagsmál og auðlindagjöld Við viljum að þeir hæst launuðu borgi meira í skatt og þeir lægst launuðu minna. Brauðmolakenningin um að lækkaðir skattar á þá ríku sé góð fyrir velferð allra hefur verið sannreynd í meira en 50 ár – og hún virkar ekki. Píratar vilja að fjármagnseigendur greiði skatta fyrir útborganir arðs í stað lægri fjármagnsskatta. Píratar vilja veita öllum grunnframfærslu á formi borgaralauna – þar með bændum, námsmönnum, öryrkjum og öldruðum. Píratar vilja að greitt sé sanngjarnt auðlindagjald, hvort sem verið er að veiða fisk, framleiða orku, nýta vatnið á landi eða við strendur, eða nýta landið. Við viljum bjóða út kvóta og að hann sé hvorki í einkaeigu né framseljanlegur, enda almennings eign. Píratar vilja auka strand veiði kvóta Við viljum að allir borgarar hafi laun sem eru yfir framfærslukostnaði. Ferðamenn Við viljum að ferðamenn borgi túristaskatt og arðsemi frá ferðamönnum renni til innviðauppbyggingar og til nærsamfélagsins, hvort sem þeir koma á skemmtiferðaskipum, rútum eða bílum. Ungt fólk Píratar vilja styðja ungt fólk til að eignast heimili og styður fjölbreytt búsetuúrræði – t.d. co-housing. Við viljum gefa námsmönnum styrki (á formi borgaralauna) í stað lána og styðjum fjölbreytta menntun við allra hæfi. Samgöngur Píratar vilja góðar almenningssamgöngur í borg og bæjum og á milli bæjarfélaga. Það þýðir góðar samgöngur út um allt land. Píratar vilja góða vegi um allt land og að allar brýr yfir ár á þjóðvegum verði tvöfaldar. Við viljum Borgarlínu strax og strætósamgöngur um allt land á sanngjörnu verði. Ný stjórnarskrá og beint lýðræði Píratar vilja að ný stjórnarskrá fyrir þjóðina verði innleidd - byggð á þeirri sem lögð var fram eftir vinnu stjórnlagaráðs sem lauk 2012. Ný stjórnarskrá tryggir beint lýðræði, meðal annars í þjóðaratkvæðagreiðslum, minnkar ráðherraræði og er forsenda virkara lýðræðis. Ég get ábyggilega talið eitthvað fleirra upp, en læt þetta nægja hér. Það sem mér líkar ekki við aðra flokka: Fjármálafúsk Leiðtogar xC, xD og xM eru með fjármálabrask á herðunum frá því fyrir hrun og leiðtogar xD og xM voru í Panamaskjölunum sem þýðir að þeir áttu fé í skattaskjólum. Hagsmunapot og spilling Leiðtogar xB og xD hafa sýnt skýrt undanfarin sjö ár að hagsmunapot er ríkulegt innan flokkanna og xV hefur verið í slagtogi við þá. Þetta hefur nýlega komið fram á sambandi við xD (hvalveiði málið) og xB (kjötafurða málið í NA kjördæmi). Nánari umræða um spillingu má finna í greininni Setjum söguna í samhengi við nútímann. Popúlískar áherslur Stefna xM og xL er að þeir "trúi ekki" á loftslagsbreytingar auk þess sem xF segir að ekki eigi að eyða fé í loftslagsaðgerðir. Þetta eru popúlistaflokkar. Efnahagsmál xC og xD eru með einkavæðingu á heilanum og vilja einkavæða heilbrigðiskerfið, hluta af skólakerfinu með meiru. xC, xD og xM vilja "minnka báknið" og sameina stofnanir í stað þess að styrkja þær. Þetta rugl sem og einkavæðingin er einkennandi fyrir nýfrjálshyggju kjaftæði sem ég tel hættulegt. Kvenfyrirlitning xM hefur á sinni samvisku umræður um ófyrirgefanlega kvenfyrirlitningu á Klaustursbarnum árið 2018. Orðræðan var svo hræðileg að hún verður ekki endurtekin hér. Þarna voru saman komnir Sigmundur Davíð, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson frá Miðflokki og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason þá í Flokki fólksins en nú báðir á lista Miðflokksins. Allir eru þeir ofarlega á listum xM fyrir kosningarnar 30. nóvember. Umhverfismál Í Sólinni - matskerfi Ungra umhverfissinna um loftslags og náttúruverndarmál auk hringrásar samfélagsins féllu þessir flokkar: xB, xD, xF, xM, xL og xS í matinu. Þeir sem stóðust prófið voru xC (sæmilegt), xP (ágætis einkun), xS (rétt skriðu) og xV (mjög gott). Lokaorð Ég hef hér sett fram fjölmörg stefnumál Pírata sem ég er stolt af og nokkrar ástæður fyrir því að aðrir flokkar koma ekki til greina fyrir mig. Ég er sammála nýlegri grein þar sem spurt er - eru íslendingar heimskasta þjóð í heimi? - ef Íslendingar kjósa yfir sig gamla spillta liðið. Pælið í þessu kæru landar. Framtíðin er í okkar höndum. Píratar hafa sýn á fallegra og sangjarnara samfélag. Verið memm. Höfundur er prófessor Emeríta, í 5. sæti Pírata í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Píratar eru öðruvísi stjórnmálahreyfing sem hægt er að treysta til að vinna að almennings hagsmunum. Þess vegna starfa ég með þeim og er í framboði fyrir þá. Ég man enn daginn sem ég varð Pírati – það var þegar Steingrímur J. var allt í einum kominn í stóriðju brask á Bakka í sínu kjördæmi árið 2013. Þá var mér ofboðið og ég gekk í Pírataflokkinn. Ekki að ég hafi verið skráð í VG, en ég hefði getað skrifað stefnuna þeirra 2009 og kaus þá á þeim tíma. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ég unnið með Pírötum í stefnumótunum, og ég tók þátt í sveitastjórnar kosningum 2018. Svo hef ég setið í nefndum fyrir Pírata m.a. í stjórn Landsvirkjunar, í Orkustefnunefnd og í nefnd sem valdi velsældar vísa fyrir Ísland. Ástæðurnar fyrir því að ég er Pírati eru m.a. þessar: Heiðarleiki, réttlæti og mannréttindi Við erum sá flokkur sem aftur og aftur bendir á að keisarinn sé klæðalaus þegar vitleysur eru bornar á borð fyrir þingið - líkt og í málefnum kjötverkunarstöðva á norðurlandi. Nú er búið að dæma þann gjörning sem brot á stjórnarskrá. Píratar eru ekki með fjármála brask á herðunum líkt og sumir leiðtogar annarra flokka. Við viljum heiðarleika og að gagnsæi allra aðgerða stjórnsýslunnar. Píratar vilja að farið sé vel með erlent vinnuafl og að þeir vinnuveitendur sem brjóta af sér eigi á hættu að missa starfsleyfið. Píratar virða og berjast fyrir mannréttindum fyrir alla borgara landsins, á landamærunum og í ríkjum sem eiga undir höggi að sækja, eins og í Palestínu þar sem framið hefur verið þjóðarmorð á síðastliðnu ári. Við viljum að fólk geti ráðið sinni eigin kynvitund og ráðið yfir sínum eigin líkama. Það eru mannréttindi. Þess vegna styðja Píratar hinseginsamfélagið sem og þungunar rof. Umhverfi og náttúruvernd Píratar eru með metnaðarfyllstu umhverfisstefnu allra flokka og voru hæstir í Sólinni – matskerfi Ungra umhverfissinna síðastliðna helgi – sem og fyrir kosningarnar 2021. Píratar vilja banna hvalveiðar og vernda refi og fugla í útrýmingarhættu. Við viljum sjókvíaeldi upp á land til að vernda vistkerfi fjarðanna okkar. Píratar vilja stofna hálendisþjóðgarð þar sem náttúran er vernduð en umferð og fjárbeit er leyfð, á umhverfisvænan máta. Velsæld og sjálfbærni Píratar vilja að velsældar hagkefrið (eða sældarhagkerfið eins og ég vill kalla það) verði innleitt til fulls og að allar ákvarðanatökur leiði okkur í átt að sjálfbærni í öllum víddum hennar: umhverfi og náttúru, efnahag og fjármálum, og samfélagsþáttum. Utanríkisstefna Við viljum viðskiptabann á Ísrael vegna athafna leiðtoga landsins á Gaza og í Líbanon. Bændur og fæðuöryggi Píratar vilja styrkja bændur með borgaralaunum, gera nýliðun auðveldari með sanngjörnum lánum, efla möguleika bænda til að vinna sínar eigin afurðir - og selja þær beint til neytenda til þess að efla íslenska matarframleiðslu. Við viljum að bændur fái raforku á ásættanlegu verði, með tilliti til gróðurhúsaræktunar. Grunnkerfi samfélagsins – heilbrigðis- mennta- og samfélagskerfið Við viljum styrkja grunnkerfi samfélagsins eins og heilbrigðiskerfið og menntakerfið - og styðja því kennara og heilbriðgisstarfsmenn í þeirra baráttu fyrir réttlátum launum og vinnuaðstöðu. Píratar vilja að innflytjendur fái íslenskukennslu á vinnutíma og að börnin fái séraðstoð í skólum við að læra tungumálið. Við viljum aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu hvar sem fólk býr og styðjum við tæknivæðingu í heilbrigðiskerfinu. Píratar berjast fyrir því að vímuefnaneytendum sé ekki refsað, heldur hjálpað. Við viljum að fangar fái endurhæfingu í fangelsunum og nauðsynlega aðstoð þegar komið er aftur út í samfélagið, þar með húsnæði og ráðgjöf. Efnahagsmál og auðlindagjöld Við viljum að þeir hæst launuðu borgi meira í skatt og þeir lægst launuðu minna. Brauðmolakenningin um að lækkaðir skattar á þá ríku sé góð fyrir velferð allra hefur verið sannreynd í meira en 50 ár – og hún virkar ekki. Píratar vilja að fjármagnseigendur greiði skatta fyrir útborganir arðs í stað lægri fjármagnsskatta. Píratar vilja veita öllum grunnframfærslu á formi borgaralauna – þar með bændum, námsmönnum, öryrkjum og öldruðum. Píratar vilja að greitt sé sanngjarnt auðlindagjald, hvort sem verið er að veiða fisk, framleiða orku, nýta vatnið á landi eða við strendur, eða nýta landið. Við viljum bjóða út kvóta og að hann sé hvorki í einkaeigu né framseljanlegur, enda almennings eign. Píratar vilja auka strand veiði kvóta Við viljum að allir borgarar hafi laun sem eru yfir framfærslukostnaði. Ferðamenn Við viljum að ferðamenn borgi túristaskatt og arðsemi frá ferðamönnum renni til innviðauppbyggingar og til nærsamfélagsins, hvort sem þeir koma á skemmtiferðaskipum, rútum eða bílum. Ungt fólk Píratar vilja styðja ungt fólk til að eignast heimili og styður fjölbreytt búsetuúrræði – t.d. co-housing. Við viljum gefa námsmönnum styrki (á formi borgaralauna) í stað lána og styðjum fjölbreytta menntun við allra hæfi. Samgöngur Píratar vilja góðar almenningssamgöngur í borg og bæjum og á milli bæjarfélaga. Það þýðir góðar samgöngur út um allt land. Píratar vilja góða vegi um allt land og að allar brýr yfir ár á þjóðvegum verði tvöfaldar. Við viljum Borgarlínu strax og strætósamgöngur um allt land á sanngjörnu verði. Ný stjórnarskrá og beint lýðræði Píratar vilja að ný stjórnarskrá fyrir þjóðina verði innleidd - byggð á þeirri sem lögð var fram eftir vinnu stjórnlagaráðs sem lauk 2012. Ný stjórnarskrá tryggir beint lýðræði, meðal annars í þjóðaratkvæðagreiðslum, minnkar ráðherraræði og er forsenda virkara lýðræðis. Ég get ábyggilega talið eitthvað fleirra upp, en læt þetta nægja hér. Það sem mér líkar ekki við aðra flokka: Fjármálafúsk Leiðtogar xC, xD og xM eru með fjármálabrask á herðunum frá því fyrir hrun og leiðtogar xD og xM voru í Panamaskjölunum sem þýðir að þeir áttu fé í skattaskjólum. Hagsmunapot og spilling Leiðtogar xB og xD hafa sýnt skýrt undanfarin sjö ár að hagsmunapot er ríkulegt innan flokkanna og xV hefur verið í slagtogi við þá. Þetta hefur nýlega komið fram á sambandi við xD (hvalveiði málið) og xB (kjötafurða málið í NA kjördæmi). Nánari umræða um spillingu má finna í greininni Setjum söguna í samhengi við nútímann. Popúlískar áherslur Stefna xM og xL er að þeir "trúi ekki" á loftslagsbreytingar auk þess sem xF segir að ekki eigi að eyða fé í loftslagsaðgerðir. Þetta eru popúlistaflokkar. Efnahagsmál xC og xD eru með einkavæðingu á heilanum og vilja einkavæða heilbrigðiskerfið, hluta af skólakerfinu með meiru. xC, xD og xM vilja "minnka báknið" og sameina stofnanir í stað þess að styrkja þær. Þetta rugl sem og einkavæðingin er einkennandi fyrir nýfrjálshyggju kjaftæði sem ég tel hættulegt. Kvenfyrirlitning xM hefur á sinni samvisku umræður um ófyrirgefanlega kvenfyrirlitningu á Klaustursbarnum árið 2018. Orðræðan var svo hræðileg að hún verður ekki endurtekin hér. Þarna voru saman komnir Sigmundur Davíð, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson frá Miðflokki og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason þá í Flokki fólksins en nú báðir á lista Miðflokksins. Allir eru þeir ofarlega á listum xM fyrir kosningarnar 30. nóvember. Umhverfismál Í Sólinni - matskerfi Ungra umhverfissinna um loftslags og náttúruverndarmál auk hringrásar samfélagsins féllu þessir flokkar: xB, xD, xF, xM, xL og xS í matinu. Þeir sem stóðust prófið voru xC (sæmilegt), xP (ágætis einkun), xS (rétt skriðu) og xV (mjög gott). Lokaorð Ég hef hér sett fram fjölmörg stefnumál Pírata sem ég er stolt af og nokkrar ástæður fyrir því að aðrir flokkar koma ekki til greina fyrir mig. Ég er sammála nýlegri grein þar sem spurt er - eru íslendingar heimskasta þjóð í heimi? - ef Íslendingar kjósa yfir sig gamla spillta liðið. Pælið í þessu kæru landar. Framtíðin er í okkar höndum. Píratar hafa sýn á fallegra og sangjarnara samfélag. Verið memm. Höfundur er prófessor Emeríta, í 5. sæti Pírata í Reykjavík norður.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar