„Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2024 11:31 Helgi og Pavel þekkja málefni íslenska landsliðsins betur en flestir. vísir/sigurjón Íslenskakarlalandsliðið í körfubolta vann stórkostlegan útisigur á Ítölum í undankeppni EM í á mánudagskvöldið, sigur sem fer í sögubækurnar sem einn sá stærsti í sögu körfuboltalandsliðsins. Um var að ræða afar mikilvægan leik í baráttu um sæti á Eurobasket 2025 og það á úti velli gegn einni sterkustu körfuboltaþjóð Evrópu. Ísland tapaði fyrir sama liði á föstudagskvöldið í Laugardalshöllinni og það með 24 stigum. En sjö stiga sigur, 81-74, og með honum steig íslenska liðið stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á Eurobasket í þriðja sinn. „Maður ímyndað sér að þetta sé eins nálægt toppnum og hægt sé að komast gegn svona erfiðum andstæðingi á útivelli eftir svona dapra frammistöðu nokkrum dögum áður gegn sama andstæðingi. Viðsnúningurinn sem átti sér stað var svakalegur. Og að sjálfsögðu þýðing leiksins og hvað þetta þýðir fyrir okkur og hversu nálægt þetta skilar okkur að komast á lokamót. Segjum það bara, mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta, ertu ekki að leita eftir fyrirsögn?,“ segir körfuboltasérfræðingurinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij í Sportpakkanum í gær. „Ég og Pavel vildum meina að þeir ferðuðust út í einkaflugvél með Ítölunum, það væri ástæðan fyrir þessum viðsnúning. Þeir voru farnir að venjast einhverju lúxuslífi,“ segir Helgi Már Magnússon léttur, en hann er einnig körfuboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport og lék marga leiki fyrir Íslands hönd. „En aðallega var þetta orkustigið, menn setja nokkur skot og það kemur einhver stemning og kraftur,“ segir Helgi. Kristinn Pálsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur hjá íslenska liðinu í gærkvöldi. En kom það þeim félögum á óvart? „Ég held að þetta sé sönnun hversu sterk deildin okkar er hérna heima. Meginþorri þessara leikmanna er að spila akkúrat í þessari deild. Það sýnir hversu langt við erum komin. Kiddi var algjörlega stórkostlegur. Í svona leikjum, gegn svona þjóðum þá þurfum við að treysta á það að einhver eigi svona leik. Við erum bara mjög heppnir að eiga svona mikið úrval af svona góðum leikmönnum,“ segir Pavel en viðtalið við þá Gaz-bræður má sjá hér að ofan. Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
Um var að ræða afar mikilvægan leik í baráttu um sæti á Eurobasket 2025 og það á úti velli gegn einni sterkustu körfuboltaþjóð Evrópu. Ísland tapaði fyrir sama liði á föstudagskvöldið í Laugardalshöllinni og það með 24 stigum. En sjö stiga sigur, 81-74, og með honum steig íslenska liðið stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á Eurobasket í þriðja sinn. „Maður ímyndað sér að þetta sé eins nálægt toppnum og hægt sé að komast gegn svona erfiðum andstæðingi á útivelli eftir svona dapra frammistöðu nokkrum dögum áður gegn sama andstæðingi. Viðsnúningurinn sem átti sér stað var svakalegur. Og að sjálfsögðu þýðing leiksins og hvað þetta þýðir fyrir okkur og hversu nálægt þetta skilar okkur að komast á lokamót. Segjum það bara, mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta, ertu ekki að leita eftir fyrirsögn?,“ segir körfuboltasérfræðingurinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij í Sportpakkanum í gær. „Ég og Pavel vildum meina að þeir ferðuðust út í einkaflugvél með Ítölunum, það væri ástæðan fyrir þessum viðsnúning. Þeir voru farnir að venjast einhverju lúxuslífi,“ segir Helgi Már Magnússon léttur, en hann er einnig körfuboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport og lék marga leiki fyrir Íslands hönd. „En aðallega var þetta orkustigið, menn setja nokkur skot og það kemur einhver stemning og kraftur,“ segir Helgi. Kristinn Pálsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur hjá íslenska liðinu í gærkvöldi. En kom það þeim félögum á óvart? „Ég held að þetta sé sönnun hversu sterk deildin okkar er hérna heima. Meginþorri þessara leikmanna er að spila akkúrat í þessari deild. Það sýnir hversu langt við erum komin. Kiddi var algjörlega stórkostlegur. Í svona leikjum, gegn svona þjóðum þá þurfum við að treysta á það að einhver eigi svona leik. Við erum bara mjög heppnir að eiga svona mikið úrval af svona góðum leikmönnum,“ segir Pavel en viðtalið við þá Gaz-bræður má sjá hér að ofan.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira