Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2024 08:58 Hallgrímur Th. Björnsson er framkvæmdastjóri Varist sem stofnað var í mars á síðasta ári. Íslenska netöryggisfyrirtækið Varist ehf., áður dótturfélag OK (Opin kerfi), hefur tryggt sér 975 milljónir króna í nýtt hlutafé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að fjármagnið verði nýtt til að sækja fram á ört vaxandi netöryggismarkaði með nýja lausn sem geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að verjast nýrri kynslóð tölvuvírusa. Fyrirtækið var stofnað í mars 2023 og sérhæfir sig í netöryggislausnum á sviði vírusvarna. „Lausnir fyrirtækisins eiga sér langa sögu á Íslandi, en yfir 30 ár eru síðan þær litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Félagið hefur nýlega sett á markað nýja vöru, Hybrid Analyzer, sem greinir óþekkta vírusa allt að 1.000x hraðar en núverandi lausnir, sem markaðurinn fyrir þær lausnir nemur mörgum milljörðum Bandaríkjadala. Meðal viðskiptavina Varist eru stærstu tæknifyrirtæki heims en lausnir fyrirtækisins skanna allt að 400 milljarða skráa fyrir vírusum á dag og milljarðar einstaklinga eru varðir gegn netárásum með vörum Varist. Um 30 sérfræðingar starfa hjá félaginu í dag, þar af um 20 á Íslandi. Með hlutafjáraukningunni breikkar hluthafahópur Varist, en stærstu nýju hluthafarnir eru Eyrir Vöxtur og Kjölur fjárfestingarfélag. Samhliða hlutafjáraukningunni færðist eignarhlutur OK til hluthafa OK og er því framtakssjóðurinn VEX stærsti hluthafi félagsins í dag. ARMA Advisory var ráðgjafi félagsins í verkefninu,“ segir í tilkynningunni. Hallgrímur segir að fjármagnið geri fyrirtækinu kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru. Afar ánægjulegt Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að það sé afar ánægjulegt að fá svo sterka nýja fjárfesta til liðs við fyrirtækið og jafnframt áframhaldandi stuðning upphaflegra fjárfesta. „Lausnir Varist hafa í áraraðir verið notaðar af stærstu tæknifyrirtækjum heims til að verjast gagnagíslatökuárásum og öðrum vírusum. Yfir 3 milljarðar endanotenda og velflestir Íslendingar eru varðir með lausnum Varist. Fjármagnið gerir okkur kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru og bjóða fyrirtækjum og stofnunum upp á nýja kynslóð af vírusvörn sem bætir netöryggi verulega.“ Stór tækifæri Sömuleiðis er haft eftir Trausta Jónssyni, eiganda hjá VEX, að VEX hafi fjárfest í OK árið 2022 en félagið hafi alltaf lagt ríka áherslu á að vera framarlega þegar komi að netöryggismálum viðskiptavina. „Fjárfestingin í Varist árið 2023 var því einstakt tækifæri til að styðja við þróun á netöryggislausnum sem eru í fremstu röð á heimsvísu. Við sjáum stór tækifæri fyrir Varist á alþjóðlegum mörkuðum og því var tekin ákvörðun um að gera félagið sjálfstætt og leita frekara fjármagns til vaxtar. VEX mun áfram gegna lykilhlutverki sem kjölfestufjárfestir en félagið fær einnig inn öfluga og reynda fjárfesta sem munu styðja það í næsta áfanga vaxtar,“ segir Trausti. Netöryggi Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að fjármagnið verði nýtt til að sækja fram á ört vaxandi netöryggismarkaði með nýja lausn sem geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að verjast nýrri kynslóð tölvuvírusa. Fyrirtækið var stofnað í mars 2023 og sérhæfir sig í netöryggislausnum á sviði vírusvarna. „Lausnir fyrirtækisins eiga sér langa sögu á Íslandi, en yfir 30 ár eru síðan þær litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Félagið hefur nýlega sett á markað nýja vöru, Hybrid Analyzer, sem greinir óþekkta vírusa allt að 1.000x hraðar en núverandi lausnir, sem markaðurinn fyrir þær lausnir nemur mörgum milljörðum Bandaríkjadala. Meðal viðskiptavina Varist eru stærstu tæknifyrirtæki heims en lausnir fyrirtækisins skanna allt að 400 milljarða skráa fyrir vírusum á dag og milljarðar einstaklinga eru varðir gegn netárásum með vörum Varist. Um 30 sérfræðingar starfa hjá félaginu í dag, þar af um 20 á Íslandi. Með hlutafjáraukningunni breikkar hluthafahópur Varist, en stærstu nýju hluthafarnir eru Eyrir Vöxtur og Kjölur fjárfestingarfélag. Samhliða hlutafjáraukningunni færðist eignarhlutur OK til hluthafa OK og er því framtakssjóðurinn VEX stærsti hluthafi félagsins í dag. ARMA Advisory var ráðgjafi félagsins í verkefninu,“ segir í tilkynningunni. Hallgrímur segir að fjármagnið geri fyrirtækinu kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru. Afar ánægjulegt Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að það sé afar ánægjulegt að fá svo sterka nýja fjárfesta til liðs við fyrirtækið og jafnframt áframhaldandi stuðning upphaflegra fjárfesta. „Lausnir Varist hafa í áraraðir verið notaðar af stærstu tæknifyrirtækjum heims til að verjast gagnagíslatökuárásum og öðrum vírusum. Yfir 3 milljarðar endanotenda og velflestir Íslendingar eru varðir með lausnum Varist. Fjármagnið gerir okkur kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru og bjóða fyrirtækjum og stofnunum upp á nýja kynslóð af vírusvörn sem bætir netöryggi verulega.“ Stór tækifæri Sömuleiðis er haft eftir Trausta Jónssyni, eiganda hjá VEX, að VEX hafi fjárfest í OK árið 2022 en félagið hafi alltaf lagt ríka áherslu á að vera framarlega þegar komi að netöryggismálum viðskiptavina. „Fjárfestingin í Varist árið 2023 var því einstakt tækifæri til að styðja við þróun á netöryggislausnum sem eru í fremstu röð á heimsvísu. Við sjáum stór tækifæri fyrir Varist á alþjóðlegum mörkuðum og því var tekin ákvörðun um að gera félagið sjálfstætt og leita frekara fjármagns til vaxtar. VEX mun áfram gegna lykilhlutverki sem kjölfestufjárfestir en félagið fær einnig inn öfluga og reynda fjárfesta sem munu styðja það í næsta áfanga vaxtar,“ segir Trausti.
Netöryggi Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira