Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2024 10:20 Í fyrri pistli minntist greinarhöfundur á stefnu flokks fólksins um að hirða níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju ári inn í framtíðina og rýra með því lífeyri fólks um alla framtíð með því að rýra fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna. Auk þess greiðir launamaður á lífeyrisgreiðslualdri tekjuskatt í hærra þrepi af hærri upphæð en hann greiðir þegar lífeyristaka hefst. Skattahækkun af þessari ráðstöfun gæti numið um hálfri milljón á mann á ári auk þess að viðkomandi myndi síðan bera minni lífeyri úr býtum við starfslok. Það munar um það fyrir hvern og einn. Nú eru þrír dagar til kosninga og nokkur sigling á flokki fólksins í skoðanakönnunum. Kjósendur sem segjast munu kjósa flokkinn hljóta að spyrja forystufólk hans fyrir kosningar nákvæmlega hvað felst í tillögum flokksins í þessum efnum og áhrifum þeirra á almenning. Flokkurinn þarf að svara því hversu mikið lífeyrir meðaleinstaklings rýrnar við að rífa 90 milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta ári eins og boðað er. Flokkurinn þarf að svara hversu mikið tekjuskattur einstaklings hækkar á hverju ári við framkvæmdina. Nýlega var síðan sett fram nýtt atriði með talsverðum bægslagangi. Þingmaður flokks fólksins vill setja neyðarlög um Seðlabanka Íslands vegna vaxtaákvarðana bankans. Flokkur fólksins hlýtur að skýra fyrir kjósendum nákvæmlega hvernig slík lagasetning eigi að vera. Um nákvæmlega hvað á að setja neyðarlög og við hvaða aðstæður? Gal á torgum um jafn mikilsverð málefni og hér ræðir er óábyrgt. Sá sem lofar slíkum aðgerðum og að afleiðingar þeirra verði farsælar fyrir land og lýð er í besta falli populisti, í versta falli falsspámaður. Ritari þessa pistils hefur ekki dregið af sér í gagnrýni á Seðlabanka Íslands vegna vaxtaákvarðana á hverjum tíma. Einkum hefur höfundur gert athugasemdir við þær röksemdir sem bankinn hefur haft uppi við hverja ákvörðun og mjög misvísandi og ófyndin rök Seðlabankastjóra. Einnig hefur ritari pistilsins gagnrýnt seinagang undanfarandi við vaxtalækkanir. Aldrei hefur þó hvarflað að höfundi að færa vaxtaákvarðanir í hendur stjórnmálamanna hvers tíma með lagasetningu, hvað þá ,,neyðarlögum.” Varist falsspámenn sem gala á torgum! Höfundur skipar annað sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í fyrri pistli minntist greinarhöfundur á stefnu flokks fólksins um að hirða níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju ári inn í framtíðina og rýra með því lífeyri fólks um alla framtíð með því að rýra fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna. Auk þess greiðir launamaður á lífeyrisgreiðslualdri tekjuskatt í hærra þrepi af hærri upphæð en hann greiðir þegar lífeyristaka hefst. Skattahækkun af þessari ráðstöfun gæti numið um hálfri milljón á mann á ári auk þess að viðkomandi myndi síðan bera minni lífeyri úr býtum við starfslok. Það munar um það fyrir hvern og einn. Nú eru þrír dagar til kosninga og nokkur sigling á flokki fólksins í skoðanakönnunum. Kjósendur sem segjast munu kjósa flokkinn hljóta að spyrja forystufólk hans fyrir kosningar nákvæmlega hvað felst í tillögum flokksins í þessum efnum og áhrifum þeirra á almenning. Flokkurinn þarf að svara því hversu mikið lífeyrir meðaleinstaklings rýrnar við að rífa 90 milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta ári eins og boðað er. Flokkurinn þarf að svara hversu mikið tekjuskattur einstaklings hækkar á hverju ári við framkvæmdina. Nýlega var síðan sett fram nýtt atriði með talsverðum bægslagangi. Þingmaður flokks fólksins vill setja neyðarlög um Seðlabanka Íslands vegna vaxtaákvarðana bankans. Flokkur fólksins hlýtur að skýra fyrir kjósendum nákvæmlega hvernig slík lagasetning eigi að vera. Um nákvæmlega hvað á að setja neyðarlög og við hvaða aðstæður? Gal á torgum um jafn mikilsverð málefni og hér ræðir er óábyrgt. Sá sem lofar slíkum aðgerðum og að afleiðingar þeirra verði farsælar fyrir land og lýð er í besta falli populisti, í versta falli falsspámaður. Ritari þessa pistils hefur ekki dregið af sér í gagnrýni á Seðlabanka Íslands vegna vaxtaákvarðana á hverjum tíma. Einkum hefur höfundur gert athugasemdir við þær röksemdir sem bankinn hefur haft uppi við hverja ákvörðun og mjög misvísandi og ófyndin rök Seðlabankastjóra. Einnig hefur ritari pistilsins gagnrýnt seinagang undanfarandi við vaxtalækkanir. Aldrei hefur þó hvarflað að höfundi að færa vaxtaákvarðanir í hendur stjórnmálamanna hvers tíma með lagasetningu, hvað þá ,,neyðarlögum.” Varist falsspámenn sem gala á torgum! Höfundur skipar annað sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun