Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 27. nóvember 2024 11:20 Það er ákall eftir því að rödd launafólks heyrist á Alþingi okkar Íslendinga. Ég hef verið ötull í minni verkalýðsbaráttu á undanförnum tæpum tveimur áratugum í baráttu fyrir bættum kjörum og bættri stöðu launafólks. Það að tryggja launafólki réttlátan hlut í verðmætasköpun þjóðarinnar er eitt mikilvægasta verkefni sem við stöndum ætíð frammi fyrir. Sterk verkalýðshreyfing er forsenda þess að verja hagsmuni fólksins. Það er hart sótt að réttindum okkar og okkur talin trú um að staða verkalýðsfélaga sé of sterk í þessari baráttu. Þegar fulltrúar hægri flokkanna slá um sig með frösum um að valdefla þurfi embættismenn eins og ríkissáttasemjara aðeins til þess að hafa hemil á launafólki þá verðum við að staldra við og velta fyrir okkur hvort við ætlum að sætta okkur við að veikja stöðu fólksins til þess eins að styrkja stöðu mótaðilans. Við samningaborðið skiptir formfesta og jafnræði gríðarlegu máli. Það að vera með sterk samtök atvinnurekenda sem og sterk samtök launafólks er grunnforsenda réttlátra kjarasamninga þar sem verðmætum er skipt á forsendum samningsaðilanna. Þroskaður og skipulagður vinnumarkaður er því lykilatriði. Þar hafa embættismenn það hlutverk að draga samningsaðila að samningaborðinu og stuðla að framþróun samtalsins, óski samningsaðilar aðstoðar. Meiri kröfur á Íslandi en víðast hvar Á Íslandi eru gerðar ríkari kröfur til samningsaðila, sérstaklega launafólks, þegar kemur að því að beita viðsemjendur þrýstingi. Á sama tíma eru líka ríkari heimildir hér fyrir samtök atvinnurekenda til þess að beita þrýstingi á móti, t.d. með verkbanni. Það er afstaða okkar í Samfylkingunni að hvers kyns breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni skuli aðeins gerðar að undangengnu víðtæku samráði og samtali við verkalýðshreyfinguna og vinnumarkaðinn í heild. Ekkert um launafólk án aðkomu launafólks. Ég mun beita mér af alefli fyrir hagsmunum launafólks á Alþingi fái ég til þess traust. Ég þekki vitanlega afar vel til þessa málaflokks eftir að hafa verið formaður Rafiðnaðarsambands Íslands frá árinu 2011, forseti Alþýðusambands Íslands á árunum 2022 og 2023 og setið í miðstjórn ASÍ síðastliðin 13 ár. Nú verðum við launafólk að fylkja liði. Sameinumst og kjósum þann flokk sem er með skýrt plan og hefur kjark til að ráðast í nauðsynlegar breytingar á forsendum fólksins í landinu. Setjum x við S á laugardaginn! Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, fyrrverandi forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ákall eftir því að rödd launafólks heyrist á Alþingi okkar Íslendinga. Ég hef verið ötull í minni verkalýðsbaráttu á undanförnum tæpum tveimur áratugum í baráttu fyrir bættum kjörum og bættri stöðu launafólks. Það að tryggja launafólki réttlátan hlut í verðmætasköpun þjóðarinnar er eitt mikilvægasta verkefni sem við stöndum ætíð frammi fyrir. Sterk verkalýðshreyfing er forsenda þess að verja hagsmuni fólksins. Það er hart sótt að réttindum okkar og okkur talin trú um að staða verkalýðsfélaga sé of sterk í þessari baráttu. Þegar fulltrúar hægri flokkanna slá um sig með frösum um að valdefla þurfi embættismenn eins og ríkissáttasemjara aðeins til þess að hafa hemil á launafólki þá verðum við að staldra við og velta fyrir okkur hvort við ætlum að sætta okkur við að veikja stöðu fólksins til þess eins að styrkja stöðu mótaðilans. Við samningaborðið skiptir formfesta og jafnræði gríðarlegu máli. Það að vera með sterk samtök atvinnurekenda sem og sterk samtök launafólks er grunnforsenda réttlátra kjarasamninga þar sem verðmætum er skipt á forsendum samningsaðilanna. Þroskaður og skipulagður vinnumarkaður er því lykilatriði. Þar hafa embættismenn það hlutverk að draga samningsaðila að samningaborðinu og stuðla að framþróun samtalsins, óski samningsaðilar aðstoðar. Meiri kröfur á Íslandi en víðast hvar Á Íslandi eru gerðar ríkari kröfur til samningsaðila, sérstaklega launafólks, þegar kemur að því að beita viðsemjendur þrýstingi. Á sama tíma eru líka ríkari heimildir hér fyrir samtök atvinnurekenda til þess að beita þrýstingi á móti, t.d. með verkbanni. Það er afstaða okkar í Samfylkingunni að hvers kyns breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni skuli aðeins gerðar að undangengnu víðtæku samráði og samtali við verkalýðshreyfinguna og vinnumarkaðinn í heild. Ekkert um launafólk án aðkomu launafólks. Ég mun beita mér af alefli fyrir hagsmunum launafólks á Alþingi fái ég til þess traust. Ég þekki vitanlega afar vel til þessa málaflokks eftir að hafa verið formaður Rafiðnaðarsambands Íslands frá árinu 2011, forseti Alþýðusambands Íslands á árunum 2022 og 2023 og setið í miðstjórn ASÍ síðastliðin 13 ár. Nú verðum við launafólk að fylkja liði. Sameinumst og kjósum þann flokk sem er með skýrt plan og hefur kjark til að ráðast í nauðsynlegar breytingar á forsendum fólksins í landinu. Setjum x við S á laugardaginn! Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, fyrrverandi forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun