Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 27. nóvember 2024 11:20 Það er ákall eftir því að rödd launafólks heyrist á Alþingi okkar Íslendinga. Ég hef verið ötull í minni verkalýðsbaráttu á undanförnum tæpum tveimur áratugum í baráttu fyrir bættum kjörum og bættri stöðu launafólks. Það að tryggja launafólki réttlátan hlut í verðmætasköpun þjóðarinnar er eitt mikilvægasta verkefni sem við stöndum ætíð frammi fyrir. Sterk verkalýðshreyfing er forsenda þess að verja hagsmuni fólksins. Það er hart sótt að réttindum okkar og okkur talin trú um að staða verkalýðsfélaga sé of sterk í þessari baráttu. Þegar fulltrúar hægri flokkanna slá um sig með frösum um að valdefla þurfi embættismenn eins og ríkissáttasemjara aðeins til þess að hafa hemil á launafólki þá verðum við að staldra við og velta fyrir okkur hvort við ætlum að sætta okkur við að veikja stöðu fólksins til þess eins að styrkja stöðu mótaðilans. Við samningaborðið skiptir formfesta og jafnræði gríðarlegu máli. Það að vera með sterk samtök atvinnurekenda sem og sterk samtök launafólks er grunnforsenda réttlátra kjarasamninga þar sem verðmætum er skipt á forsendum samningsaðilanna. Þroskaður og skipulagður vinnumarkaður er því lykilatriði. Þar hafa embættismenn það hlutverk að draga samningsaðila að samningaborðinu og stuðla að framþróun samtalsins, óski samningsaðilar aðstoðar. Meiri kröfur á Íslandi en víðast hvar Á Íslandi eru gerðar ríkari kröfur til samningsaðila, sérstaklega launafólks, þegar kemur að því að beita viðsemjendur þrýstingi. Á sama tíma eru líka ríkari heimildir hér fyrir samtök atvinnurekenda til þess að beita þrýstingi á móti, t.d. með verkbanni. Það er afstaða okkar í Samfylkingunni að hvers kyns breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni skuli aðeins gerðar að undangengnu víðtæku samráði og samtali við verkalýðshreyfinguna og vinnumarkaðinn í heild. Ekkert um launafólk án aðkomu launafólks. Ég mun beita mér af alefli fyrir hagsmunum launafólks á Alþingi fái ég til þess traust. Ég þekki vitanlega afar vel til þessa málaflokks eftir að hafa verið formaður Rafiðnaðarsambands Íslands frá árinu 2011, forseti Alþýðusambands Íslands á árunum 2022 og 2023 og setið í miðstjórn ASÍ síðastliðin 13 ár. Nú verðum við launafólk að fylkja liði. Sameinumst og kjósum þann flokk sem er með skýrt plan og hefur kjark til að ráðast í nauðsynlegar breytingar á forsendum fólksins í landinu. Setjum x við S á laugardaginn! Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, fyrrverandi forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það er ákall eftir því að rödd launafólks heyrist á Alþingi okkar Íslendinga. Ég hef verið ötull í minni verkalýðsbaráttu á undanförnum tæpum tveimur áratugum í baráttu fyrir bættum kjörum og bættri stöðu launafólks. Það að tryggja launafólki réttlátan hlut í verðmætasköpun þjóðarinnar er eitt mikilvægasta verkefni sem við stöndum ætíð frammi fyrir. Sterk verkalýðshreyfing er forsenda þess að verja hagsmuni fólksins. Það er hart sótt að réttindum okkar og okkur talin trú um að staða verkalýðsfélaga sé of sterk í þessari baráttu. Þegar fulltrúar hægri flokkanna slá um sig með frösum um að valdefla þurfi embættismenn eins og ríkissáttasemjara aðeins til þess að hafa hemil á launafólki þá verðum við að staldra við og velta fyrir okkur hvort við ætlum að sætta okkur við að veikja stöðu fólksins til þess eins að styrkja stöðu mótaðilans. Við samningaborðið skiptir formfesta og jafnræði gríðarlegu máli. Það að vera með sterk samtök atvinnurekenda sem og sterk samtök launafólks er grunnforsenda réttlátra kjarasamninga þar sem verðmætum er skipt á forsendum samningsaðilanna. Þroskaður og skipulagður vinnumarkaður er því lykilatriði. Þar hafa embættismenn það hlutverk að draga samningsaðila að samningaborðinu og stuðla að framþróun samtalsins, óski samningsaðilar aðstoðar. Meiri kröfur á Íslandi en víðast hvar Á Íslandi eru gerðar ríkari kröfur til samningsaðila, sérstaklega launafólks, þegar kemur að því að beita viðsemjendur þrýstingi. Á sama tíma eru líka ríkari heimildir hér fyrir samtök atvinnurekenda til þess að beita þrýstingi á móti, t.d. með verkbanni. Það er afstaða okkar í Samfylkingunni að hvers kyns breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni skuli aðeins gerðar að undangengnu víðtæku samráði og samtali við verkalýðshreyfinguna og vinnumarkaðinn í heild. Ekkert um launafólk án aðkomu launafólks. Ég mun beita mér af alefli fyrir hagsmunum launafólks á Alþingi fái ég til þess traust. Ég þekki vitanlega afar vel til þessa málaflokks eftir að hafa verið formaður Rafiðnaðarsambands Íslands frá árinu 2011, forseti Alþýðusambands Íslands á árunum 2022 og 2023 og setið í miðstjórn ASÍ síðastliðin 13 ár. Nú verðum við launafólk að fylkja liði. Sameinumst og kjósum þann flokk sem er með skýrt plan og hefur kjark til að ráðast í nauðsynlegar breytingar á forsendum fólksins í landinu. Setjum x við S á laugardaginn! Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, fyrrverandi forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar