Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Sverrir Bergmann og Arna Ír Gunnarsdóttir skrifa 27. nóvember 2024 12:42 Samfylkingin er tilbúin til að leiða fram þær breytingar sem þjóðin kallaði eftir á hundruðum funda síðastliðin tvö ár og birtast nú í plani Samfylkingarinnar. Íbúar landsins eru búnir að fá alveg nóg af háum vöxtum, heilbrigðiskerfi sem virkar ekki, ónýtum húsnæðismarkaði og vilja sjá átak í samgöngumálum. Þetta birtist okkur vel í þeim fjölmörgu samtölum sem við höfum átt við íbúa í Suðurkjördæmi síðustu vikurnar. Nú er sögulegt tækifæri til breytinga og Samfylkingin er tilbúin til verka með skýrt plan og trausta forystu leidda áfram af Kristrúnu Frostadóttur sem þjóðin treystir best til þess að leiða næstu ríkisstjórn. Við erum líka tilbúin og ætlum okkur að vera öflugir talsmenn fyrir íbúa í Suðurkjördæmi. Aukum öryggi fólks og lögum heilbrigðiskerfið Það að eiga ekki fastan heimilislækni veldur fólki miklu óöryggi, þetta heyrum við aftur og aftur í samtölum okkar við fólk. Þau sem ekki eiga fastan heimilislækni eru líklegri til að þróa með sér stærri vanda sem skapar aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu og hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks. Þessu ætlar Samfylkingin breyta og sjá til þess að allir íbúar landsins fái fastan heimilislæknir á næstu tíu árum. Forgangshópur verður 60 ára og eldri og þau sem eru með langvinn veikindi. Samfylkingin ætlar að taka heildstætt á vanda heilbrigðiskerfisins í stað þess að einblína á einstakan biðlista. Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Fólkið okkar sem byggði upp landið á skilið að fá góða umönnun og búa við örugg kjör. Samfylkingin ætlar í þjóðarátak í umönnun eldra fólks með því að byggja hratt upp þau hjúkrunarrými sem vantar og efla samþætta heimaþjónustu. Eldra fólk á ekki að lifa við fátækt og Samfylking ætlar að stöðva alfarið kjaragliðnun milli launa og lífeyris með því að binda greiðslur við launavísitölu, hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 í 60 þúsund krónur og koma á frítekjumarki vaxtatekna þannig að vaxtatekjur upp að 300 þús kr. skerði ekki greiðslur almannatrygginga. Lækkum kostnað heimila og fyrirtækja Við ætlum að negla niður vextina með því að hætta að reka ríkið á yfirdrætti. Það verður að standa betur með ungu fólki og fjölskyldum og laga húsnæðismarkaðinn þannig að hann virki fyrir venjulegt fólk. Það þarf að fara í bráðaaðgerðir á sama tíma og unnið er að langtíma breytingum og Samfylkingin veit hvernig á að gera það og er tilbúin til verka. Þá hefurSamfylkingin þegar lagt fram frumvarp um umtalsvarðar og nauðsynlegar breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Við ætlum líka að sjá til þess að lífeyrir Tryggingastofnunar ríkisins hækki í takt við launaþróun með því að binda hann launavísitölu. Öflugt atvinnulíf og tvöföldun á fjárfestingu í samgöngum Samfylkingin ætlar að tvöfalda fjárfestingar í samgöngukerfinu með tekjum frá auðlindum og aukinni verðmætasköpun. Allir sem reka fyrirtæki vita að það þarf að fjárfesta til að skapa verðmæti, það sama gildir um Ísland. Næsta ríkisstjórn þarf að byrja aftur að fjárfesta og byggja upp sterka innviði til að atvinnulífið geti blómstrað um allt land. Kristrún Frostadóttir fundaði með 250 fyrirtækjum og þetta eru skýr skilaboð sem við tökum alvarlega. Öryggi á vegum úti er lykilatriði, bæði fyrir íbúa landsins og ferðafólk sem sækir landið heim. Eini flokkurinn sem tryggir breytingar Með því að kjósa Samfylkinguna getur þú verið viss um að þú sjáir þessar breytingar. Valið er skýrt: Viltu lækka skatta eða byggja upp heilbrigðiskerfi og aðra innviði? Viltu sama fólkið við völd og hefur verið þar í fjölmörg ár eða viltu nýjan öflugan skipstjóra fyrir þjóðarskútuna? Viltu breytingar eða meira af því sama? Samfylkingin er eini flokkurinn sem leggur áherslur á að byggja upp sterka innviði og er með trúverðuga leið til standa við gefin loforð. Samfylkingin er eini flokkurinn með nýjan öflugan leiðtoga sem er tilbúinn til að leiða fram nauðsynlegar breytingar. Þetta er sögulegt tækifæri til breytinga - kjósum sterka Samfylkingu fyrir fólkið í landinu. Höfundar skipa efstu sætin á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Víðir Reynisson 1. sætiÁsa Berglind Hjálmarsdóttir 2. sætiSverrir Bergmann 3. sætiArna Ír Gunnarsdóttir 4. sæti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Suðurkjördæmi Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Samfylkingin er tilbúin til að leiða fram þær breytingar sem þjóðin kallaði eftir á hundruðum funda síðastliðin tvö ár og birtast nú í plani Samfylkingarinnar. Íbúar landsins eru búnir að fá alveg nóg af háum vöxtum, heilbrigðiskerfi sem virkar ekki, ónýtum húsnæðismarkaði og vilja sjá átak í samgöngumálum. Þetta birtist okkur vel í þeim fjölmörgu samtölum sem við höfum átt við íbúa í Suðurkjördæmi síðustu vikurnar. Nú er sögulegt tækifæri til breytinga og Samfylkingin er tilbúin til verka með skýrt plan og trausta forystu leidda áfram af Kristrúnu Frostadóttur sem þjóðin treystir best til þess að leiða næstu ríkisstjórn. Við erum líka tilbúin og ætlum okkur að vera öflugir talsmenn fyrir íbúa í Suðurkjördæmi. Aukum öryggi fólks og lögum heilbrigðiskerfið Það að eiga ekki fastan heimilislækni veldur fólki miklu óöryggi, þetta heyrum við aftur og aftur í samtölum okkar við fólk. Þau sem ekki eiga fastan heimilislækni eru líklegri til að þróa með sér stærri vanda sem skapar aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu og hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks. Þessu ætlar Samfylkingin breyta og sjá til þess að allir íbúar landsins fái fastan heimilislæknir á næstu tíu árum. Forgangshópur verður 60 ára og eldri og þau sem eru með langvinn veikindi. Samfylkingin ætlar að taka heildstætt á vanda heilbrigðiskerfisins í stað þess að einblína á einstakan biðlista. Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Fólkið okkar sem byggði upp landið á skilið að fá góða umönnun og búa við örugg kjör. Samfylkingin ætlar í þjóðarátak í umönnun eldra fólks með því að byggja hratt upp þau hjúkrunarrými sem vantar og efla samþætta heimaþjónustu. Eldra fólk á ekki að lifa við fátækt og Samfylking ætlar að stöðva alfarið kjaragliðnun milli launa og lífeyris með því að binda greiðslur við launavísitölu, hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 í 60 þúsund krónur og koma á frítekjumarki vaxtatekna þannig að vaxtatekjur upp að 300 þús kr. skerði ekki greiðslur almannatrygginga. Lækkum kostnað heimila og fyrirtækja Við ætlum að negla niður vextina með því að hætta að reka ríkið á yfirdrætti. Það verður að standa betur með ungu fólki og fjölskyldum og laga húsnæðismarkaðinn þannig að hann virki fyrir venjulegt fólk. Það þarf að fara í bráðaaðgerðir á sama tíma og unnið er að langtíma breytingum og Samfylkingin veit hvernig á að gera það og er tilbúin til verka. Þá hefurSamfylkingin þegar lagt fram frumvarp um umtalsvarðar og nauðsynlegar breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Við ætlum líka að sjá til þess að lífeyrir Tryggingastofnunar ríkisins hækki í takt við launaþróun með því að binda hann launavísitölu. Öflugt atvinnulíf og tvöföldun á fjárfestingu í samgöngum Samfylkingin ætlar að tvöfalda fjárfestingar í samgöngukerfinu með tekjum frá auðlindum og aukinni verðmætasköpun. Allir sem reka fyrirtæki vita að það þarf að fjárfesta til að skapa verðmæti, það sama gildir um Ísland. Næsta ríkisstjórn þarf að byrja aftur að fjárfesta og byggja upp sterka innviði til að atvinnulífið geti blómstrað um allt land. Kristrún Frostadóttir fundaði með 250 fyrirtækjum og þetta eru skýr skilaboð sem við tökum alvarlega. Öryggi á vegum úti er lykilatriði, bæði fyrir íbúa landsins og ferðafólk sem sækir landið heim. Eini flokkurinn sem tryggir breytingar Með því að kjósa Samfylkinguna getur þú verið viss um að þú sjáir þessar breytingar. Valið er skýrt: Viltu lækka skatta eða byggja upp heilbrigðiskerfi og aðra innviði? Viltu sama fólkið við völd og hefur verið þar í fjölmörg ár eða viltu nýjan öflugan skipstjóra fyrir þjóðarskútuna? Viltu breytingar eða meira af því sama? Samfylkingin er eini flokkurinn sem leggur áherslur á að byggja upp sterka innviði og er með trúverðuga leið til standa við gefin loforð. Samfylkingin er eini flokkurinn með nýjan öflugan leiðtoga sem er tilbúinn til að leiða fram nauðsynlegar breytingar. Þetta er sögulegt tækifæri til breytinga - kjósum sterka Samfylkingu fyrir fólkið í landinu. Höfundar skipa efstu sætin á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Víðir Reynisson 1. sætiÁsa Berglind Hjálmarsdóttir 2. sætiSverrir Bergmann 3. sætiArna Ír Gunnarsdóttir 4. sæti
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun