Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 13:32 Það er kominn tími til að setja vinnandi fólk og lítil og meðalstór fyrirtæki í fyrsta sæti á Íslandi. Gömlu flokkarnir á Íslandi hafa lengi státað af því að frelsi sé leiðarljós þeirra en veruleikinn er annar. Frelsi hefur nefnilega smám saman verið fjarlægt úr stefnumörkun þeirra og misst gildi sitt. Það er kominn tími til að breyta þessu. Frelsi fólks krefst traustra stoða Vanræksla innviða er atlaga að frelsi fólks. Við sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík um aldamótin voru legurými 1.260 en eru nú 650. Á sama tíma hefur íbúum hefur fjölgað um rúmlega 100 þúsund. Öryggi fólks er ógnað vegna þess að löggæsla á landinu öllu hefur ekki eflst í samræmi við vaxandi fólksfjölda og auknar þarfir. Samgöngur hafa verið vanræktar um land allt. Þegar grunnstoðir samfélagsins eru veikar skerðir það frelsi fólks og fyrirtækja til að njóta öryggis, þjónustu og lífsgæða. Viðreisn mun forgangsraða skattfé til uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og auka fjárfestingarstig – því frelsi krefst traustra stoða. Frelsi til að skapa, keppa og vaxa Smærri fyrirtæki glíma við flókið og þungt regluverk og ójafnt aðgengi að mörkuðum. Þetta dregur úr samkeppni, kæfir nýsköpun og takmarkar fjölbreytni í atvinnulífinu. Samkeppni hefur verið veikt og nú síðast amþykkti ríkisstjórnin ólög um fákeppni og gerði þannig litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að vaxa. Neytendur töpuðu. Viðreisn vill jafna leikreglur með því að efla samkeppni, jafna aðgengi að mörkuðum og tryggja sanngjarnari skilyrði til að vaxa. Með öflugri samkeppni og fjölbreyttara atvinnulífi skapast frelsi til að skapa aukin verðmæti og framleiðni og kaupmáttur vex. Fyrir frelsið, framtíðina og tækifærin Við sköpum tækifæri með því að fara betur með fé, einfalda kerfin okkar og gera lausnirnar sveigjanlegri. Við eigum að draga úr óþarfa skrifræði og aldrei missa sjónar af meginmarkmiðinu; að bæta þjónustu við fólkið í landinu og lífsgæði þess. Verðmætt fé fólks og fyrirtækja á að fara í uppbyggingu innviða og þjónustu en ekki í þunglamalegt kerfi. Frelsi er ekki bara slagorð í kosningabaráttu – frelsið er framtíðarsýn byggð á almannahagsmunum. Viðreisn vill tryggja raunverulegt frelsi fyrir fólk og fyrirtæki, með skýrri forgangsröðun, einfaldara kerfi og sterkari innviðum. Með því að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og umgangast sameiginlega sjóði með forgangsröðun, jafnvægi og ábyrgð að leiðarljósi getum við saman byggt samfélag þar sem frelsi og tækifæri fá að blómstra. Næstu ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki. Viðreisn er tilbúin til þess. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það er kominn tími til að setja vinnandi fólk og lítil og meðalstór fyrirtæki í fyrsta sæti á Íslandi. Gömlu flokkarnir á Íslandi hafa lengi státað af því að frelsi sé leiðarljós þeirra en veruleikinn er annar. Frelsi hefur nefnilega smám saman verið fjarlægt úr stefnumörkun þeirra og misst gildi sitt. Það er kominn tími til að breyta þessu. Frelsi fólks krefst traustra stoða Vanræksla innviða er atlaga að frelsi fólks. Við sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík um aldamótin voru legurými 1.260 en eru nú 650. Á sama tíma hefur íbúum hefur fjölgað um rúmlega 100 þúsund. Öryggi fólks er ógnað vegna þess að löggæsla á landinu öllu hefur ekki eflst í samræmi við vaxandi fólksfjölda og auknar þarfir. Samgöngur hafa verið vanræktar um land allt. Þegar grunnstoðir samfélagsins eru veikar skerðir það frelsi fólks og fyrirtækja til að njóta öryggis, þjónustu og lífsgæða. Viðreisn mun forgangsraða skattfé til uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og auka fjárfestingarstig – því frelsi krefst traustra stoða. Frelsi til að skapa, keppa og vaxa Smærri fyrirtæki glíma við flókið og þungt regluverk og ójafnt aðgengi að mörkuðum. Þetta dregur úr samkeppni, kæfir nýsköpun og takmarkar fjölbreytni í atvinnulífinu. Samkeppni hefur verið veikt og nú síðast amþykkti ríkisstjórnin ólög um fákeppni og gerði þannig litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að vaxa. Neytendur töpuðu. Viðreisn vill jafna leikreglur með því að efla samkeppni, jafna aðgengi að mörkuðum og tryggja sanngjarnari skilyrði til að vaxa. Með öflugri samkeppni og fjölbreyttara atvinnulífi skapast frelsi til að skapa aukin verðmæti og framleiðni og kaupmáttur vex. Fyrir frelsið, framtíðina og tækifærin Við sköpum tækifæri með því að fara betur með fé, einfalda kerfin okkar og gera lausnirnar sveigjanlegri. Við eigum að draga úr óþarfa skrifræði og aldrei missa sjónar af meginmarkmiðinu; að bæta þjónustu við fólkið í landinu og lífsgæði þess. Verðmætt fé fólks og fyrirtækja á að fara í uppbyggingu innviða og þjónustu en ekki í þunglamalegt kerfi. Frelsi er ekki bara slagorð í kosningabaráttu – frelsið er framtíðarsýn byggð á almannahagsmunum. Viðreisn vill tryggja raunverulegt frelsi fyrir fólk og fyrirtæki, með skýrri forgangsröðun, einfaldara kerfi og sterkari innviðum. Með því að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og umgangast sameiginlega sjóði með forgangsröðun, jafnvægi og ábyrgð að leiðarljósi getum við saman byggt samfélag þar sem frelsi og tækifæri fá að blómstra. Næstu ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki. Viðreisn er tilbúin til þess. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun