Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. nóvember 2024 19:37 Landlæknir er sú stofnun sem rannsakar dánarmein ef þurfa þykir. Vísir/Arnar Embætti landlæknis hefur til skoðunar skráningu læknis á fjórum andlátum af völdum bóluefnis við kórónuveirunni. Andlát af völdum bóluefnis voru í fyrsta sinn í dánarmeinaskrá fyrir árið 2023. Sami læknirinn skráði andlátin og fólkið sem lést var allt í hans umsjá á hjúkrunarheimili. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöldfréttum þess í kvöld. Þar kom fram að samkvæmt dánarmeinaskrá ársins 2023 hafi fjórir látist vegna aukaverkana eftir bólusetningu við kórónuveirunni, þrír karlar og ein kona. Ötull talsmaður Ivermectin Í skránni kemur ekki fram hver það var sem skráði andlátin en heimildir Ríkisútvarpsins herma að það hafi verið sami maður sem skráði þau öll og að þau hafi öll búið á sama hjúkrunarheimili. Þær herma einnig að læknirinn hafi verið ötull talsmaður lyfsins Ivermectin en umræða um að það tiltekna lyf veitti góða vörn gegn einkennum veirunnar var áberandi meðal þeirra sem vantreysta bóluefnum. Í skriflegu svari Embættis landlæknis við fyrirspurn Ríkisútvarpsins kemur fram að það hafi þessi mál til skoðunar og hafi óskað eftir upplýsingum frá lækninum sem skráði andlátin. Kalli á nánari athugun Einnig er þar tekið fram að læknum sé falið með lögum að skrá dánarorsök með réttum hætti og að þessi skráning kalli á nánari athugun af hálfu embættisins. Andlát af völdum aukaverkana vegna bólusetningar eru afar sjaldgæf. Óháðir sérfræðingar leggi mat á málið og greint verði frá niðurstöðu opinberlega en embættið tjái sig ekki frekar á meðan sú vinna er í gangi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöldfréttum þess í kvöld. Þar kom fram að samkvæmt dánarmeinaskrá ársins 2023 hafi fjórir látist vegna aukaverkana eftir bólusetningu við kórónuveirunni, þrír karlar og ein kona. Ötull talsmaður Ivermectin Í skránni kemur ekki fram hver það var sem skráði andlátin en heimildir Ríkisútvarpsins herma að það hafi verið sami maður sem skráði þau öll og að þau hafi öll búið á sama hjúkrunarheimili. Þær herma einnig að læknirinn hafi verið ötull talsmaður lyfsins Ivermectin en umræða um að það tiltekna lyf veitti góða vörn gegn einkennum veirunnar var áberandi meðal þeirra sem vantreysta bóluefnum. Í skriflegu svari Embættis landlæknis við fyrirspurn Ríkisútvarpsins kemur fram að það hafi þessi mál til skoðunar og hafi óskað eftir upplýsingum frá lækninum sem skráði andlátin. Kalli á nánari athugun Einnig er þar tekið fram að læknum sé falið með lögum að skrá dánarorsök með réttum hætti og að þessi skráning kalli á nánari athugun af hálfu embættisins. Andlát af völdum aukaverkana vegna bólusetningar eru afar sjaldgæf. Óháðir sérfræðingar leggi mat á málið og greint verði frá niðurstöðu opinberlega en embættið tjái sig ekki frekar á meðan sú vinna er í gangi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira