Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2024 08:32 Þegar áherslur og stefnur stjórnmálaflokkanna eru skoðaðar er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem helst ætlar að standa vörð um landsbyggðina en ekki skattleggja hana út af kortinu eins og vinstri flokkarnir stefna að. Leyfum verðmætum að efla samfélögin þar sem þau eru sköpuð Landsbyggðin greiðir ríflega 80% veiðigjalda og því deginum ljósara að ákall vinstri flokka um stóraukin veiðigjöld eru aðför að landsbyggðinni og ekkert annað en hreinn og klár landsbyggðarskattur. Það segir sig sjálft að þegar rekstrarumhverfi sjávarútvegsins verður gert erfiðara með aukinni skattheimtu eykur það líkur á enn frekari samþjöppun í greininni, það dregur úr fjárfestinga- og framkvæmdagetu og rekstrarhæfni fyrirtækja og dregur þar með úr tækifærum til nýsköpunar og vaxtar. Flytjum ekki fjármagnið frá sveitarfélögunum Samfylkingin talar fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts. Sveitarfélög fá ekki eina krónu af fjármagnstekjuskatti til sín og því augljóst að með slíkum skattahækkunum er verið er að færa fjármagn sem annars væri eftir í hagkerfi sveitarfélaga á landsbyggðinni í auknum mæli til 63 þingmanna til að útdeila eftir sínum geðþótta. Samfylkingin vill því flytja það fjármagn af landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðið til að útdeila þaðan. Samfylking vill skattleggja orkuframleiðslu, fiskeldi, ferðaþjónustu og sjávarútveg meira Í umfjöllun síðustu daga virðist stefna Samfylkingarinnar fyrst og fremst vera aukin skattheimta á landsbyggðina með svokölluðum auðlindagjöldum sem yrðu tekin upp í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu og af þessari upptalningu er ljóst að landsbyggðin, og ekki síst suðurkjördæmi, er gullpottur Samfylkingarinnar. Verndum miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýrinni Þeir stjórnmálaflokkar sem ráða í Reykjavíkurborg hafa því ver og miður leynt og ljóst þrengt verulega að starfsemi Reykjavíkurflugvallar og vilja hana helst þaðan burt. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggðina að vernda starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri sem miðstöð sjúkraflugs á landinu en tími sjúkraflutninga frá innanlandsflugvelli að Landspítala getur skipt sköpum í alvarlegum, bráðum veikindum. Reykjavík er nefnilega höfuðborg allra landsmanna og Landspítali veitir landsbyggðinni afar mikilvæga þjónustu sem við, allir landsmenn, þurfum að hafa greiðan aðgang að. Bætum grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni hefur verið vaxandi vandamál sem mikilvægt er að bregðast við. Meðal kosningaáherslna Sjálfstæðisflokksins er að veita fjárhagslega hvata fyrir heilbrigðisstarfsfólk vegna starfa á landsbyggðinni, veita skattaívilnanir fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem kemur heim úr námi erlendis og að fjölga heilbrigðismenntuðum til að mæta framtíðarþörf fyrir heilbrigðisþjónustu Af þessari stuttu en alls ekki tæmandi upptalningu er það kýrskýrt að valkostur íbúa á landsbyggðinni er augljós. Helstu tækifæri sveitarfélaga á landsbyggðinni til vaxtar eru samhliða áherslum og stefnu Sjálfstæðisflokksins, með öflugu atvinnulífi, kröftugri verðmætasköpun, lægri sköttum og lágmörkun ríkisafskipta. Gefum atvinnulífi svigrúm og súrefni til vaxtar til að skapa meira fyrir fleiri. Stækkum kökuna. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn, fyrir landsbyggðina! Höfundur er sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Byggðamál Mest lesið Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Þegar áherslur og stefnur stjórnmálaflokkanna eru skoðaðar er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem helst ætlar að standa vörð um landsbyggðina en ekki skattleggja hana út af kortinu eins og vinstri flokkarnir stefna að. Leyfum verðmætum að efla samfélögin þar sem þau eru sköpuð Landsbyggðin greiðir ríflega 80% veiðigjalda og því deginum ljósara að ákall vinstri flokka um stóraukin veiðigjöld eru aðför að landsbyggðinni og ekkert annað en hreinn og klár landsbyggðarskattur. Það segir sig sjálft að þegar rekstrarumhverfi sjávarútvegsins verður gert erfiðara með aukinni skattheimtu eykur það líkur á enn frekari samþjöppun í greininni, það dregur úr fjárfestinga- og framkvæmdagetu og rekstrarhæfni fyrirtækja og dregur þar með úr tækifærum til nýsköpunar og vaxtar. Flytjum ekki fjármagnið frá sveitarfélögunum Samfylkingin talar fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts. Sveitarfélög fá ekki eina krónu af fjármagnstekjuskatti til sín og því augljóst að með slíkum skattahækkunum er verið er að færa fjármagn sem annars væri eftir í hagkerfi sveitarfélaga á landsbyggðinni í auknum mæli til 63 þingmanna til að útdeila eftir sínum geðþótta. Samfylkingin vill því flytja það fjármagn af landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðið til að útdeila þaðan. Samfylking vill skattleggja orkuframleiðslu, fiskeldi, ferðaþjónustu og sjávarútveg meira Í umfjöllun síðustu daga virðist stefna Samfylkingarinnar fyrst og fremst vera aukin skattheimta á landsbyggðina með svokölluðum auðlindagjöldum sem yrðu tekin upp í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu og af þessari upptalningu er ljóst að landsbyggðin, og ekki síst suðurkjördæmi, er gullpottur Samfylkingarinnar. Verndum miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýrinni Þeir stjórnmálaflokkar sem ráða í Reykjavíkurborg hafa því ver og miður leynt og ljóst þrengt verulega að starfsemi Reykjavíkurflugvallar og vilja hana helst þaðan burt. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggðina að vernda starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri sem miðstöð sjúkraflugs á landinu en tími sjúkraflutninga frá innanlandsflugvelli að Landspítala getur skipt sköpum í alvarlegum, bráðum veikindum. Reykjavík er nefnilega höfuðborg allra landsmanna og Landspítali veitir landsbyggðinni afar mikilvæga þjónustu sem við, allir landsmenn, þurfum að hafa greiðan aðgang að. Bætum grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni hefur verið vaxandi vandamál sem mikilvægt er að bregðast við. Meðal kosningaáherslna Sjálfstæðisflokksins er að veita fjárhagslega hvata fyrir heilbrigðisstarfsfólk vegna starfa á landsbyggðinni, veita skattaívilnanir fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem kemur heim úr námi erlendis og að fjölga heilbrigðismenntuðum til að mæta framtíðarþörf fyrir heilbrigðisþjónustu Af þessari stuttu en alls ekki tæmandi upptalningu er það kýrskýrt að valkostur íbúa á landsbyggðinni er augljós. Helstu tækifæri sveitarfélaga á landsbyggðinni til vaxtar eru samhliða áherslum og stefnu Sjálfstæðisflokksins, með öflugu atvinnulífi, kröftugri verðmætasköpun, lægri sköttum og lágmörkun ríkisafskipta. Gefum atvinnulífi svigrúm og súrefni til vaxtar til að skapa meira fyrir fleiri. Stækkum kökuna. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn, fyrir landsbyggðina! Höfundur er sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar