Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar 28. nóvember 2024 16:51 Trúin á manninn og frelsisþrá hans er í öndvegi í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Í því felst frelsi einstaklingsins og óbilandi trú á að hægt sé að skapa öllum jöfn tækifæri til að ná langt, óháð uppruna og efnahag. Um leið vill flokkurinn tryggja afkomu og verja velferð allra sem eiga undir högg að sækja í lífinu. Meðal annarra orða, styðja sjálfstæða og þróttmikla einstaklinga, þeir eiga að vera kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi. Gæta þess jafnframt að enginn komist á vonarvöl, hvort heldur sem er vegna sjúkdóma eða fátæktar. Áhersla Sjálfstæðismanna er einmitt að hjálpa þeim sem lenda í hremmingum til sjálfshjálpar, þar sem það er nokkur kostur. Það er bjargföst trú mín, sem og annarra Sjálfræðismanna, að leiðin að betra samfélagi sé sú að skapa jöfn tækifæri fyrir alla. Þannig eigi allir sem sýna frumkvæði og dugnað að fá til þess brautargengi. Með jöfnum tækifærum fyrir alla leysum við mun meiri orku úr læðingi heldur en með jafnri og fyrirhyggjulausri útdeilingu á gæðum úr sameiginlegum sjóðum. Árangurríkasta leiðin til jöfnuðar felst því ekki í að deila út veraldlegum gæðum í blindni, heldur miklu frekar að skapa jafnan grunnvöll til að einstaklingurinn fái notið sín í krafti dugnaðar og elju. Margir „jafnaðarmenn“ telja til að mynda austur úr ríkissjóði leiða af sér hagsæld. Margsannað er að svo er ekki. Það er því einmitt fólk sem lifir í samræmi við grunngildi Sjálfstæðisflokksins sem eru hinir sönnu „jafnaðamenn“ og sannarlega flytur trúin á mátt og megin einstaklingsins fjöll. Í umræðunni gleymist oft að verðmætasköpun hvílir á fólkinu og vilja þess til verka ásamt fyrirtækjum sem það drífur áfram og rekur. Það þarf því að standa vörð um einstaklinginn. Þess vegna standa grunngildi Sjálfstæðisflokksins fyrir árangursríkari jafnaðarmennsku heldur en jafnaðarmennska vinstrimanna. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og í 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Trúin á manninn og frelsisþrá hans er í öndvegi í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Í því felst frelsi einstaklingsins og óbilandi trú á að hægt sé að skapa öllum jöfn tækifæri til að ná langt, óháð uppruna og efnahag. Um leið vill flokkurinn tryggja afkomu og verja velferð allra sem eiga undir högg að sækja í lífinu. Meðal annarra orða, styðja sjálfstæða og þróttmikla einstaklinga, þeir eiga að vera kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi. Gæta þess jafnframt að enginn komist á vonarvöl, hvort heldur sem er vegna sjúkdóma eða fátæktar. Áhersla Sjálfstæðismanna er einmitt að hjálpa þeim sem lenda í hremmingum til sjálfshjálpar, þar sem það er nokkur kostur. Það er bjargföst trú mín, sem og annarra Sjálfræðismanna, að leiðin að betra samfélagi sé sú að skapa jöfn tækifæri fyrir alla. Þannig eigi allir sem sýna frumkvæði og dugnað að fá til þess brautargengi. Með jöfnum tækifærum fyrir alla leysum við mun meiri orku úr læðingi heldur en með jafnri og fyrirhyggjulausri útdeilingu á gæðum úr sameiginlegum sjóðum. Árangurríkasta leiðin til jöfnuðar felst því ekki í að deila út veraldlegum gæðum í blindni, heldur miklu frekar að skapa jafnan grunnvöll til að einstaklingurinn fái notið sín í krafti dugnaðar og elju. Margir „jafnaðarmenn“ telja til að mynda austur úr ríkissjóði leiða af sér hagsæld. Margsannað er að svo er ekki. Það er því einmitt fólk sem lifir í samræmi við grunngildi Sjálfstæðisflokksins sem eru hinir sönnu „jafnaðamenn“ og sannarlega flytur trúin á mátt og megin einstaklingsins fjöll. Í umræðunni gleymist oft að verðmætasköpun hvílir á fólkinu og vilja þess til verka ásamt fyrirtækjum sem það drífur áfram og rekur. Það þarf því að standa vörð um einstaklinginn. Þess vegna standa grunngildi Sjálfstæðisflokksins fyrir árangursríkari jafnaðarmennsku heldur en jafnaðarmennska vinstrimanna. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og í 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar