Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar 28. nóvember 2024 17:00 Stjórnmálin standa á krossgötum á Íslandi og það eru viðbrögðin við stöðunni sem ráða framtíðinni. Komandi kosningar snúast um það hvert Ísland vilji stefna. Á öllum helstu mælikvörðum standa lífskjör hér á landi mjög framalega. Hér hefur verið viðvarandi hagvaxtaskeið undanfarin ár og útflutningsgreinar okkar styrkst, sérstaklega hugverkagreinar og ferðaþjónusta. Þessi lífskjör ber okkur að verja en þau eru alls ekki sjálfgefin. Förum með forræðið á auðlindum Við þurfum að standa vörð um fullveldi landsins, íslenska tungu og menningu. Skilja samhengið milli velferðar og öflugs atvinnulífs. Í auðlindahagkerfi eru það auðlindirnar sem ráða til um lífskjör framtíðar. Skynsamleg stjórnun þeirra ræður árangrinum. Forsenda þess er að við Íslendingar förum sjálf með forræði okkar auðlinda. Það þarf að tryggja að arðsemi auðlinda renni ekki úr landi heldur skapi hagsæld á Íslandi. Þau eru vel þekkt dæmin um lönd sem misst hafa þetta forræði með tilheyrandi hruni á lífskjörum. Ásókn ýmissa aðila að auðlindum landsins er staðreynd, hvort sem það er í formi uppkaupa á landi, verkefni til útflutnings á vatni eða í formi vindorkugarða en tæplega 40 slík verkefni, öll af stærri gerðinni eru til skoðunar hjá yfirvöldum. Nær öll þessi verkefni eru á forræði erlendra aðila. Ég hef ekkert á móti erlendum aðilum en ólíkt öðrum auðlindahagkerfum hefur sofanda hátturinn hér verið algjör og heimavinnan engin. Löggjöf okkar gagnvart þessari þróun er hriplek og stefnan nær engin. Innleitt regluverk Evrópusambandsins tryggir nú þegar lagalegan grundvöll til rafstrengs milli Íslands og annarra landa og færa má að því gild rök að breytingin sem ESA krefst nú á bókun 35 með EES samningnum staðfesti þessa vegferð endanlega. Ekkert af þessu er að fara fram á forsendum almannahagsmuna eða í þágu þjóðarinnar. Það er ótrúlegt að segja það en þessi þróun er að fara fram að frumkvæði og á vakt þess flokks sem kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar. Auðlindanýting í þágu þjóðarinnar Við megum ekki missa sjónar á uppbyggingu fyrri kynslóða. Samfélagsáttmálin um Landsvirkjun hvílir til að mynda á því að þjóðin eigi Landsvirkjun sem nýtir alla bestu orkukostina í þágu þjóðarinnar. Raforkuauðlindin skilar þjóðinni nú þegar miklum arði í þágu velferðar og mun gera það til langrar framtíðar ef rétt er á haldið. Það þarf að grípa þau miklu tækifæri sem framundan eru í orkunýtingu í þágu þjóðarinnar. Ekki í þágu ótímabundins erlends eignarhalds á auðlindum eða á forsendum sem ekki gæta að almannahag. Ábyrg og sjálfbær nýting auðlinda er loforð okkar gagnvart framtíðar kynslóðum. Forsenda þess loforðs er að auðlindir okkar séu nýttar í þágu þjóðarinnar með einum eða öðru hætti, hvort sem er með beinu eignarhaldi eða með auðlindagjöldum. Ef við ráðum okkar málum sjálf eru engin takmörk fyrir því hvaða árangri við getum náð. Þessi staða kallar á mig með sama hætti og þegar ég barðist gegn samningum um Icesave þegar stjórnvöld Samfylkingar og VG gættu ekki að almannahag og vildu leggja ótrúlegar byrðar á landsmenn. Við sem þjóð þurfum að sameinast um það að stilla áttavitan rétt. Næsta kjörtímabil mun ráða því hvort okkur takist sem þjóð að leggja þessa miklu hagsmuni rétt niður. Framtíð okkar og lífskjör hvíla á því hvernig okkur tekst til. Sýn Miðflokksins Í okkar samfélagi er það kjósendur sem hafa það vald að ákveða framtíðarsýnina. Auðlindir okkar eru grundvöllur verðmætasköpunar. Til að vélin skapi velferð má ekki rjúfa samband hennar við þjóðina. Það er einlæg von mín að kjósendur sjái þetta samhengi og þær krossgötur sem við stöndum á núna. Framtíðarsýn Miðflokksins lýtur að þessu heildarsamhengi og því að gæta að almannahagsmunum í þeirri vegferð. Ég vona að þið kjósendur veiti mér og Miðflokknum umboð til þessara verkefna. Við höfum gert þetta áður og náð árangri. Við viljum standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálin standa á krossgötum á Íslandi og það eru viðbrögðin við stöðunni sem ráða framtíðinni. Komandi kosningar snúast um það hvert Ísland vilji stefna. Á öllum helstu mælikvörðum standa lífskjör hér á landi mjög framalega. Hér hefur verið viðvarandi hagvaxtaskeið undanfarin ár og útflutningsgreinar okkar styrkst, sérstaklega hugverkagreinar og ferðaþjónusta. Þessi lífskjör ber okkur að verja en þau eru alls ekki sjálfgefin. Förum með forræðið á auðlindum Við þurfum að standa vörð um fullveldi landsins, íslenska tungu og menningu. Skilja samhengið milli velferðar og öflugs atvinnulífs. Í auðlindahagkerfi eru það auðlindirnar sem ráða til um lífskjör framtíðar. Skynsamleg stjórnun þeirra ræður árangrinum. Forsenda þess er að við Íslendingar förum sjálf með forræði okkar auðlinda. Það þarf að tryggja að arðsemi auðlinda renni ekki úr landi heldur skapi hagsæld á Íslandi. Þau eru vel þekkt dæmin um lönd sem misst hafa þetta forræði með tilheyrandi hruni á lífskjörum. Ásókn ýmissa aðila að auðlindum landsins er staðreynd, hvort sem það er í formi uppkaupa á landi, verkefni til útflutnings á vatni eða í formi vindorkugarða en tæplega 40 slík verkefni, öll af stærri gerðinni eru til skoðunar hjá yfirvöldum. Nær öll þessi verkefni eru á forræði erlendra aðila. Ég hef ekkert á móti erlendum aðilum en ólíkt öðrum auðlindahagkerfum hefur sofanda hátturinn hér verið algjör og heimavinnan engin. Löggjöf okkar gagnvart þessari þróun er hriplek og stefnan nær engin. Innleitt regluverk Evrópusambandsins tryggir nú þegar lagalegan grundvöll til rafstrengs milli Íslands og annarra landa og færa má að því gild rök að breytingin sem ESA krefst nú á bókun 35 með EES samningnum staðfesti þessa vegferð endanlega. Ekkert af þessu er að fara fram á forsendum almannahagsmuna eða í þágu þjóðarinnar. Það er ótrúlegt að segja það en þessi þróun er að fara fram að frumkvæði og á vakt þess flokks sem kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar. Auðlindanýting í þágu þjóðarinnar Við megum ekki missa sjónar á uppbyggingu fyrri kynslóða. Samfélagsáttmálin um Landsvirkjun hvílir til að mynda á því að þjóðin eigi Landsvirkjun sem nýtir alla bestu orkukostina í þágu þjóðarinnar. Raforkuauðlindin skilar þjóðinni nú þegar miklum arði í þágu velferðar og mun gera það til langrar framtíðar ef rétt er á haldið. Það þarf að grípa þau miklu tækifæri sem framundan eru í orkunýtingu í þágu þjóðarinnar. Ekki í þágu ótímabundins erlends eignarhalds á auðlindum eða á forsendum sem ekki gæta að almannahag. Ábyrg og sjálfbær nýting auðlinda er loforð okkar gagnvart framtíðar kynslóðum. Forsenda þess loforðs er að auðlindir okkar séu nýttar í þágu þjóðarinnar með einum eða öðru hætti, hvort sem er með beinu eignarhaldi eða með auðlindagjöldum. Ef við ráðum okkar málum sjálf eru engin takmörk fyrir því hvaða árangri við getum náð. Þessi staða kallar á mig með sama hætti og þegar ég barðist gegn samningum um Icesave þegar stjórnvöld Samfylkingar og VG gættu ekki að almannahag og vildu leggja ótrúlegar byrðar á landsmenn. Við sem þjóð þurfum að sameinast um það að stilla áttavitan rétt. Næsta kjörtímabil mun ráða því hvort okkur takist sem þjóð að leggja þessa miklu hagsmuni rétt niður. Framtíð okkar og lífskjör hvíla á því hvernig okkur tekst til. Sýn Miðflokksins Í okkar samfélagi er það kjósendur sem hafa það vald að ákveða framtíðarsýnina. Auðlindir okkar eru grundvöllur verðmætasköpunar. Til að vélin skapi velferð má ekki rjúfa samband hennar við þjóðina. Það er einlæg von mín að kjósendur sjái þetta samhengi og þær krossgötur sem við stöndum á núna. Framtíðarsýn Miðflokksins lýtur að þessu heildarsamhengi og því að gæta að almannahagsmunum í þeirri vegferð. Ég vona að þið kjósendur veiti mér og Miðflokknum umboð til þessara verkefna. Við höfum gert þetta áður og náð árangri. Við viljum standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar