Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar 28. nóvember 2024 21:32 Það er ekki heiðarlegt að villa á sér heimildir, en í þessari kosningabaráttu siglir a.m.k. einn stjórnmálaflokkur undir fölsku flaggi. Viðreisnarstjórnin 1959-71 Eitt merkasta stjórnarsamstarf lýðveldistímans fólst í Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem var við lýði 1959-1971. Sú ríkisstjórn stóð fyrir róttækustu efnahagsbreytingum í frjálsræðisátt sem gerðar hafa verið á einu bretti. Þær bundu enda á áratuga skömmtunarstjórn, innflutningshöft og miðstýrða forræðishyggju og mörkuðu nýtt upphaf framfara og frjálsra viðskipta hér á landi. Það er mótsagnarkennt og villandi að kenna stjórnmálaflokkinn Viðreisn við þetta merka tímabil íslenskrar stjórnmálasögu. Ef dæma á flokkinn af verkum hans þar sem hann hefur haft mest áhrif á íslenskan samtíma - í borgarstjórn Reykjavíkur - er hann fullkomin andstæða þess frjálslyndis sem Viðreisnarstjórnin stóð fyrir. Viðreisnar-borgarstjórn frá 2018 Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur stjórnmálaflokkurinn Viðreisn verið í samstarfi við Samfylkinguna frá 2018. Þar hafa þessir flokkar viðhaft skammtanir, höft, íþyngjandi skrifræðisbákn, aðför gegn þegnunum, gjafagjörninga og verðmætasóun. Allt eru þetta stjórnarhættir sem Viðreisnarstjórnin upprætti fyrir 65 árum. Skammtanir og höft Skammtanir borgarstjórnar felast m.a. í því að hinum almenna borgarbúa er neitað um byggingarlóðir úr óbyggðu landi borgarinnar með þeim afleiðingum að lóðaverð hefur farið úr 4% af byggingarkostnaði íbúða í 25%. Sum staðar hefur þessi kostnaður tífaldast. Í skipulagi nýbyggðra íbúða eru nú skömmtuð 0.7 bílastæði á hverja íbúð. Börnum er skammtað leikskólapláss með þeim afleiðingum að þau þurfa að bíða mánuðum og árum saman eftir að komast á leikskóla. Samgöngustefna borgaryfirvalda felst í heftu ferðafrelsi. Það er staðfastur ásetningur borgaryfirvalda að lengja stöðugt ferðatíma vegfarenda með því að koma í veg fyrir eðlilegt viðhald og endurbætur á gatnakerfinu og leggja stein í götu fólks. Þessi höft hafa kostað samfélagið fleiri tugi milljarða króna og tafaskatturinn nemur nú meiru en sem nemur þriggja vikna orlofi launafólks. Það þætti saga til næsta bæjar ef Viðreisn hótaði því núna í kosningabaráttunni að hafa af launafólki tveggja eða þriggja vikna orlofi, bótalaust. Það hefur Viðreisn gert í Reykjavík og vel það. Unnið gegn borgarbúum Yfirbygging borgarkerfisins hefur aukist gífurlega á síðustu árum á sama tíma og þjónusta við íbúana hefur versnað og hækkað í verði. Nú getur það kostað fólk mörg hundruð þúsund krónur og margra mánaða bið að útvega teikningar og fá leyfi til þess að breyta glugga. Með skefjalausri byggðaþéttingu í eldri hverfum er vaðið yfir gróin hverfi þar sem kennileitum er eytt, gengið er á græn útivistarsvæði, útsýni spillt, leiksvæði barna afhent byggingarverktökum og þrengt að umferðarmannvirkjum og innviðum. Þessar aðfarir hafa skapað umsátursástand í hverfum borgarinnar s.s. í Bústaðahverfi, Vesturbæ, Skerjafirði og nú í Grafarvogi. Gjafagjörningar og sóun verðmæta Í kjölfarið á heimatilbúnum skorti á byggingalóðum hafa borgaryfirvöld fært útvöldum aðilum lóðir á silfurfati sem fært hafa þeim milljarða gróða á meðan ungar fjölskyldur borga brúsann með stöðugt hækkandi húsnæðisverði. Í borgarstjórn berst nú Viðreisn fyrir því að sóa tíu milljörðum í göngu- og strætóbrú yfir Fossvog svo þeir opinberu fjármunir rati örugglega ekki í raunhæfar samgöngubætur. Þetta eru nokkur dæmi um að það hvernig fulltrúar stjórnmálaflokksins Viðreisnar hyggjast bæta samfélagið í Reykjavík. Það er ekki gert með frelsi að leiðarljósi. Það skiptir engu máli hverju stjórnmálaflokkar lofa fyrir kosningar. Á ávöxtunum skuluð þið þekkja þá. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Björn Gíslason Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki heiðarlegt að villa á sér heimildir, en í þessari kosningabaráttu siglir a.m.k. einn stjórnmálaflokkur undir fölsku flaggi. Viðreisnarstjórnin 1959-71 Eitt merkasta stjórnarsamstarf lýðveldistímans fólst í Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem var við lýði 1959-1971. Sú ríkisstjórn stóð fyrir róttækustu efnahagsbreytingum í frjálsræðisátt sem gerðar hafa verið á einu bretti. Þær bundu enda á áratuga skömmtunarstjórn, innflutningshöft og miðstýrða forræðishyggju og mörkuðu nýtt upphaf framfara og frjálsra viðskipta hér á landi. Það er mótsagnarkennt og villandi að kenna stjórnmálaflokkinn Viðreisn við þetta merka tímabil íslenskrar stjórnmálasögu. Ef dæma á flokkinn af verkum hans þar sem hann hefur haft mest áhrif á íslenskan samtíma - í borgarstjórn Reykjavíkur - er hann fullkomin andstæða þess frjálslyndis sem Viðreisnarstjórnin stóð fyrir. Viðreisnar-borgarstjórn frá 2018 Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur stjórnmálaflokkurinn Viðreisn verið í samstarfi við Samfylkinguna frá 2018. Þar hafa þessir flokkar viðhaft skammtanir, höft, íþyngjandi skrifræðisbákn, aðför gegn þegnunum, gjafagjörninga og verðmætasóun. Allt eru þetta stjórnarhættir sem Viðreisnarstjórnin upprætti fyrir 65 árum. Skammtanir og höft Skammtanir borgarstjórnar felast m.a. í því að hinum almenna borgarbúa er neitað um byggingarlóðir úr óbyggðu landi borgarinnar með þeim afleiðingum að lóðaverð hefur farið úr 4% af byggingarkostnaði íbúða í 25%. Sum staðar hefur þessi kostnaður tífaldast. Í skipulagi nýbyggðra íbúða eru nú skömmtuð 0.7 bílastæði á hverja íbúð. Börnum er skammtað leikskólapláss með þeim afleiðingum að þau þurfa að bíða mánuðum og árum saman eftir að komast á leikskóla. Samgöngustefna borgaryfirvalda felst í heftu ferðafrelsi. Það er staðfastur ásetningur borgaryfirvalda að lengja stöðugt ferðatíma vegfarenda með því að koma í veg fyrir eðlilegt viðhald og endurbætur á gatnakerfinu og leggja stein í götu fólks. Þessi höft hafa kostað samfélagið fleiri tugi milljarða króna og tafaskatturinn nemur nú meiru en sem nemur þriggja vikna orlofi launafólks. Það þætti saga til næsta bæjar ef Viðreisn hótaði því núna í kosningabaráttunni að hafa af launafólki tveggja eða þriggja vikna orlofi, bótalaust. Það hefur Viðreisn gert í Reykjavík og vel það. Unnið gegn borgarbúum Yfirbygging borgarkerfisins hefur aukist gífurlega á síðustu árum á sama tíma og þjónusta við íbúana hefur versnað og hækkað í verði. Nú getur það kostað fólk mörg hundruð þúsund krónur og margra mánaða bið að útvega teikningar og fá leyfi til þess að breyta glugga. Með skefjalausri byggðaþéttingu í eldri hverfum er vaðið yfir gróin hverfi þar sem kennileitum er eytt, gengið er á græn útivistarsvæði, útsýni spillt, leiksvæði barna afhent byggingarverktökum og þrengt að umferðarmannvirkjum og innviðum. Þessar aðfarir hafa skapað umsátursástand í hverfum borgarinnar s.s. í Bústaðahverfi, Vesturbæ, Skerjafirði og nú í Grafarvogi. Gjafagjörningar og sóun verðmæta Í kjölfarið á heimatilbúnum skorti á byggingalóðum hafa borgaryfirvöld fært útvöldum aðilum lóðir á silfurfati sem fært hafa þeim milljarða gróða á meðan ungar fjölskyldur borga brúsann með stöðugt hækkandi húsnæðisverði. Í borgarstjórn berst nú Viðreisn fyrir því að sóa tíu milljörðum í göngu- og strætóbrú yfir Fossvog svo þeir opinberu fjármunir rati örugglega ekki í raunhæfar samgöngubætur. Þetta eru nokkur dæmi um að það hvernig fulltrúar stjórnmálaflokksins Viðreisnar hyggjast bæta samfélagið í Reykjavík. Það er ekki gert með frelsi að leiðarljósi. Það skiptir engu máli hverju stjórnmálaflokkar lofa fyrir kosningar. Á ávöxtunum skuluð þið þekkja þá. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar