Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:42 Kæru kjósendur í Norðvesturkjördæmi Kjördagur er á morgun og lokasprettur í kosningabaráttunni er hafinn. Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvestur höfum verið á ferð og flugi um kjördæmið, fengið að kynnast fjölmörgum íbúum og fyrirtækjum í bland við gamla kunningja. Fyrir hönd okkar vil ég þakka öllum sem hafið tekið á móti okkur, boðið okkur spjall, nestað okkur með góðum hugmyndum og leyft okkur að heyra um áskoranir í daglegu lífi. Þessi samtöl gefa okkur kjark og orku að berjast fyrir hagsmunum kjördæmisins. Við þekkjum vel til, enda öll búsett hér og höfum fjölbreytta reynslu til að takast á við það sem er fram undan. Sjálf hef ég verið svo lánsöm að kynnast kjördæminu á margvíslegan hátt, í gegnum stjórnmál, leik og störf. Með þessa reynslu í farteskinu vona ég að kjósendur veiti mér stuðning til að tala máli þeirra á Alþingi og þar með umboð til að vinna að þeim fjölmörgum framfaraverkefnum sem nauðsynlegt er að fara í. Áskoranirnar sem við er að glíma í kjördæminu eru margvíslegar. Eftir fjölmörg samtöl við kjósendur eru nokkur mál sem standa upp úr hvar sem komið er. Samgöngur, heilbrigðismál og orkumál, að ógleymdum áskorunum í efnahagsmálum. Kallað er eftir alvöru byggðastefnu með blómlegum byggðum. Þessi mál verða ekki leyst með loforðum eða handabandi. Lausnin felst í skýrri framtíðarsýn, sterkri forystu og plani um hvernig eigi að hrinda úrbótum í framkvæmd. Samfylkingin hefur lagt fram áætlun sem snýst um að lækka vexti, draga úr verðbólgu og styðja fjölskyldur og fyrirtæki. Við viljum fjárfesta í grunnþjónustu, byggja upp öflugar samgöngur og tryggja að ungt fólk geti séð framtíð sína í kjördæminu. Til að koma á þessum breytingum sem kallað er eftir þarf sterka verkstjórn. Samfylkingin býður fram verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur. Konu sem kannanir sýna ítrekað að þjóðin treystir best til að standa í stafni þjóðarskútunnar næstu árin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt Samfylkingunni og farið aftur í kjarnann. Á grunni málefnavinnu, þar sem við opnuðum flokkinn, mættum við í kosningabaráttuna með metnaðarfulla stefnu og skýrt plan um það hvernig við munum stýra landinu, fáum við til þess umboð frá kjósendum. Plan var unnið í samstarfi við fólkið í landinu. Kristrún hefur á stuttum tíma breytt flokknum og sýnt með því að hún er tilbúin til þess að leiða breytingar við stjórn landsins. Ég vil hvetja ykkur til að mæta á kjörstað og kjósa með hjartanu. Samfylkingin býður upp á nýtt upphaf fyrir Ísland – komdu með! Með þakklæti fyrir málefnalega kosningabaráttu,Arna Lára Jónsdóttir Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Sjá meira
Kæru kjósendur í Norðvesturkjördæmi Kjördagur er á morgun og lokasprettur í kosningabaráttunni er hafinn. Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvestur höfum verið á ferð og flugi um kjördæmið, fengið að kynnast fjölmörgum íbúum og fyrirtækjum í bland við gamla kunningja. Fyrir hönd okkar vil ég þakka öllum sem hafið tekið á móti okkur, boðið okkur spjall, nestað okkur með góðum hugmyndum og leyft okkur að heyra um áskoranir í daglegu lífi. Þessi samtöl gefa okkur kjark og orku að berjast fyrir hagsmunum kjördæmisins. Við þekkjum vel til, enda öll búsett hér og höfum fjölbreytta reynslu til að takast á við það sem er fram undan. Sjálf hef ég verið svo lánsöm að kynnast kjördæminu á margvíslegan hátt, í gegnum stjórnmál, leik og störf. Með þessa reynslu í farteskinu vona ég að kjósendur veiti mér stuðning til að tala máli þeirra á Alþingi og þar með umboð til að vinna að þeim fjölmörgum framfaraverkefnum sem nauðsynlegt er að fara í. Áskoranirnar sem við er að glíma í kjördæminu eru margvíslegar. Eftir fjölmörg samtöl við kjósendur eru nokkur mál sem standa upp úr hvar sem komið er. Samgöngur, heilbrigðismál og orkumál, að ógleymdum áskorunum í efnahagsmálum. Kallað er eftir alvöru byggðastefnu með blómlegum byggðum. Þessi mál verða ekki leyst með loforðum eða handabandi. Lausnin felst í skýrri framtíðarsýn, sterkri forystu og plani um hvernig eigi að hrinda úrbótum í framkvæmd. Samfylkingin hefur lagt fram áætlun sem snýst um að lækka vexti, draga úr verðbólgu og styðja fjölskyldur og fyrirtæki. Við viljum fjárfesta í grunnþjónustu, byggja upp öflugar samgöngur og tryggja að ungt fólk geti séð framtíð sína í kjördæminu. Til að koma á þessum breytingum sem kallað er eftir þarf sterka verkstjórn. Samfylkingin býður fram verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur. Konu sem kannanir sýna ítrekað að þjóðin treystir best til að standa í stafni þjóðarskútunnar næstu árin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt Samfylkingunni og farið aftur í kjarnann. Á grunni málefnavinnu, þar sem við opnuðum flokkinn, mættum við í kosningabaráttuna með metnaðarfulla stefnu og skýrt plan um það hvernig við munum stýra landinu, fáum við til þess umboð frá kjósendum. Plan var unnið í samstarfi við fólkið í landinu. Kristrún hefur á stuttum tíma breytt flokknum og sýnt með því að hún er tilbúin til þess að leiða breytingar við stjórn landsins. Ég vil hvetja ykkur til að mæta á kjörstað og kjósa með hjartanu. Samfylkingin býður upp á nýtt upphaf fyrir Ísland – komdu með! Með þakklæti fyrir málefnalega kosningabaráttu,Arna Lára Jónsdóttir Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun