„Þær eru bara hetjur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 15:28 Helga Ingvadóttir, móðir landsliðsfyrirliðans Sunnu Jónsdóttur, ásamt syni Sunnu sem er klár í slaginn. Vinstra megin er Jón Ragnar, faðir Sunnu. Vísir/VPE Helga Ingvadóttir, móðir landsliðsfyrirliðans Sunnu Jónsdóttur, er mætt á þriðja stórmótið og fyrsta Evrópumótið síðan 2010. Hún verður á meðal um rúmlega hundrað Íslendinga sem verða í stúkunni þegar Ísland mætir Hollandi klukkan 17:00 í Innsbruck. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Þónokkrir Íslendingar voru komnir saman á Hilton-hótelinu sem er á móti keppnishöllinni hér í bæ þegar fréttamann bar að garði um tveimur og hálfum klukkutíma fyrir leik. Fleiri eru á leiðinni en fjölmörg þeirra sem mæta á leik dagsins lentu í Munchen í hádeginu og eru nýmætt til Innsbruck. Íslenskir stuðningsmenn í Innsbruck.Vísir/VPE Á meðal gesta á hótelbarnum var Helga Ingvadóttir, móðir Sunnu Jónsdóttur. „Þetta er stórkostlegt. Bara ofboðslega gaman. Maður er stoltur fyrir hönd stelpnanna og okkar allra,“ segir Helga í samtali við fréttamann. Hún mætti á HM í Noregi í fyrra en er nú mætt á fyrsta Evrópumótið í 14 ár. Hún var líka á staðnum þegar Sunna fór, þá 21 árs, á fyrsta stórmótið sem Ísland tók þátt í. „Það var æðislegt líka en örugglega er þetta orðið stærra og meira núna,“ segir Helga sem segir stelpuna aðeins hafa breyst síðan. „Hún hefur þroskast heilmikið og er í öðru hlutverki núna.“ Vísir/VPE „Frá því hún var níu ára ætlaði hún sér bara að vera handboltakona. Það hefur gengið svona líka glimrandi vel. Það er æðislegt að hún hafi getað verið í þessu áhugamáli sínu svona lengi,“ segir Helga. Varðandi mótið fram undan kveðst Helga stolt af liðinu að hafa tryggt sér sæti á mótinu. Leikirnir þrír verði þó strembnir. „Þetta er ofsalega sterkur riðill en öll reynsla sem fæst er góð. Þær eru bara hetjur að vera komnar inn á mótið. En auðvitað eru þetta risa þjóðir sem þær eru að keppa við.“ Ísland og Holland mætast klukkan 17:00. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil. 29. nóvember 2024 12:32 Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn. 29. nóvember 2024 10:02 „Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01 „Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Þónokkrir Íslendingar voru komnir saman á Hilton-hótelinu sem er á móti keppnishöllinni hér í bæ þegar fréttamann bar að garði um tveimur og hálfum klukkutíma fyrir leik. Fleiri eru á leiðinni en fjölmörg þeirra sem mæta á leik dagsins lentu í Munchen í hádeginu og eru nýmætt til Innsbruck. Íslenskir stuðningsmenn í Innsbruck.Vísir/VPE Á meðal gesta á hótelbarnum var Helga Ingvadóttir, móðir Sunnu Jónsdóttur. „Þetta er stórkostlegt. Bara ofboðslega gaman. Maður er stoltur fyrir hönd stelpnanna og okkar allra,“ segir Helga í samtali við fréttamann. Hún mætti á HM í Noregi í fyrra en er nú mætt á fyrsta Evrópumótið í 14 ár. Hún var líka á staðnum þegar Sunna fór, þá 21 árs, á fyrsta stórmótið sem Ísland tók þátt í. „Það var æðislegt líka en örugglega er þetta orðið stærra og meira núna,“ segir Helga sem segir stelpuna aðeins hafa breyst síðan. „Hún hefur þroskast heilmikið og er í öðru hlutverki núna.“ Vísir/VPE „Frá því hún var níu ára ætlaði hún sér bara að vera handboltakona. Það hefur gengið svona líka glimrandi vel. Það er æðislegt að hún hafi getað verið í þessu áhugamáli sínu svona lengi,“ segir Helga. Varðandi mótið fram undan kveðst Helga stolt af liðinu að hafa tryggt sér sæti á mótinu. Leikirnir þrír verði þó strembnir. „Þetta er ofsalega sterkur riðill en öll reynsla sem fæst er góð. Þær eru bara hetjur að vera komnar inn á mótið. En auðvitað eru þetta risa þjóðir sem þær eru að keppa við.“ Ísland og Holland mætast klukkan 17:00. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil. 29. nóvember 2024 12:32 Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn. 29. nóvember 2024 10:02 „Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01 „Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
„Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil. 29. nóvember 2024 12:32
Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn. 29. nóvember 2024 10:02
„Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01
„Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17