„Þær eru bara hetjur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 15:28 Helga Ingvadóttir, móðir landsliðsfyrirliðans Sunnu Jónsdóttur, ásamt syni Sunnu sem er klár í slaginn. Vinstra megin er Jón Ragnar, faðir Sunnu. Vísir/VPE Helga Ingvadóttir, móðir landsliðsfyrirliðans Sunnu Jónsdóttur, er mætt á þriðja stórmótið og fyrsta Evrópumótið síðan 2010. Hún verður á meðal um rúmlega hundrað Íslendinga sem verða í stúkunni þegar Ísland mætir Hollandi klukkan 17:00 í Innsbruck. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Þónokkrir Íslendingar voru komnir saman á Hilton-hótelinu sem er á móti keppnishöllinni hér í bæ þegar fréttamann bar að garði um tveimur og hálfum klukkutíma fyrir leik. Fleiri eru á leiðinni en fjölmörg þeirra sem mæta á leik dagsins lentu í Munchen í hádeginu og eru nýmætt til Innsbruck. Íslenskir stuðningsmenn í Innsbruck.Vísir/VPE Á meðal gesta á hótelbarnum var Helga Ingvadóttir, móðir Sunnu Jónsdóttur. „Þetta er stórkostlegt. Bara ofboðslega gaman. Maður er stoltur fyrir hönd stelpnanna og okkar allra,“ segir Helga í samtali við fréttamann. Hún mætti á HM í Noregi í fyrra en er nú mætt á fyrsta Evrópumótið í 14 ár. Hún var líka á staðnum þegar Sunna fór, þá 21 árs, á fyrsta stórmótið sem Ísland tók þátt í. „Það var æðislegt líka en örugglega er þetta orðið stærra og meira núna,“ segir Helga sem segir stelpuna aðeins hafa breyst síðan. „Hún hefur þroskast heilmikið og er í öðru hlutverki núna.“ Vísir/VPE „Frá því hún var níu ára ætlaði hún sér bara að vera handboltakona. Það hefur gengið svona líka glimrandi vel. Það er æðislegt að hún hafi getað verið í þessu áhugamáli sínu svona lengi,“ segir Helga. Varðandi mótið fram undan kveðst Helga stolt af liðinu að hafa tryggt sér sæti á mótinu. Leikirnir þrír verði þó strembnir. „Þetta er ofsalega sterkur riðill en öll reynsla sem fæst er góð. Þær eru bara hetjur að vera komnar inn á mótið. En auðvitað eru þetta risa þjóðir sem þær eru að keppa við.“ Ísland og Holland mætast klukkan 17:00. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil. 29. nóvember 2024 12:32 Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn. 29. nóvember 2024 10:02 „Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01 „Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Þónokkrir Íslendingar voru komnir saman á Hilton-hótelinu sem er á móti keppnishöllinni hér í bæ þegar fréttamann bar að garði um tveimur og hálfum klukkutíma fyrir leik. Fleiri eru á leiðinni en fjölmörg þeirra sem mæta á leik dagsins lentu í Munchen í hádeginu og eru nýmætt til Innsbruck. Íslenskir stuðningsmenn í Innsbruck.Vísir/VPE Á meðal gesta á hótelbarnum var Helga Ingvadóttir, móðir Sunnu Jónsdóttur. „Þetta er stórkostlegt. Bara ofboðslega gaman. Maður er stoltur fyrir hönd stelpnanna og okkar allra,“ segir Helga í samtali við fréttamann. Hún mætti á HM í Noregi í fyrra en er nú mætt á fyrsta Evrópumótið í 14 ár. Hún var líka á staðnum þegar Sunna fór, þá 21 árs, á fyrsta stórmótið sem Ísland tók þátt í. „Það var æðislegt líka en örugglega er þetta orðið stærra og meira núna,“ segir Helga sem segir stelpuna aðeins hafa breyst síðan. „Hún hefur þroskast heilmikið og er í öðru hlutverki núna.“ Vísir/VPE „Frá því hún var níu ára ætlaði hún sér bara að vera handboltakona. Það hefur gengið svona líka glimrandi vel. Það er æðislegt að hún hafi getað verið í þessu áhugamáli sínu svona lengi,“ segir Helga. Varðandi mótið fram undan kveðst Helga stolt af liðinu að hafa tryggt sér sæti á mótinu. Leikirnir þrír verði þó strembnir. „Þetta er ofsalega sterkur riðill en öll reynsla sem fæst er góð. Þær eru bara hetjur að vera komnar inn á mótið. En auðvitað eru þetta risa þjóðir sem þær eru að keppa við.“ Ísland og Holland mætast klukkan 17:00. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil. 29. nóvember 2024 12:32 Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn. 29. nóvember 2024 10:02 „Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01 „Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
„Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil. 29. nóvember 2024 12:32
Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn. 29. nóvember 2024 10:02
„Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01
„Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17