„Maður er hálf meyr“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 19:24 Steinunn er stolt af liðinu og þakklát fyrir stuðninginn. Vísir/Hulda Margrét „Vá, þetta er rosamikil blanda af svekkelsi en er á sama tíma gríðarlega stolt af liðinu fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, annar fyrirliða kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir naumt tveggja marka tap fyrir Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM. „Auðvitað hefði maður tekið þessu fyrirfram, að vera í jöfnum leik gegn Hollandi, þessari sterku þjóð, og eiga séns á að mögulega vinna þær. Það er bara stutt á milli. Ef við hefðum nýtt einhver færi og staðið aðeins betur vörnina og slíkt hefðum við getað unnið þær,“ segir Steinunn enn fremur. Klippa: Steinunn beint í ísbað eftir leik Íslenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og leiddi allan fyrri hálfleikinn. Það var svekkjandi að staðan hafi verið jöfn í hálfleik en nokkrir tapaðir boltar undir lok fyrri hálfleiks höfðu þar sitthvað að segja. Hollendingar komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og Ísland skoraði ekki mark á rúmlega fimm mínútna kafla. „Við vissum að það gætu komið áhlaup en mér fannst við standa ágætlega. Við komum til baka og jöfnum aftur og eigum tækifæri á að komast yfir. Mér finnst það gríðarlega stórt skref fram á við. Ég held að þegar við horfum til baka eigum við eftir að vera stoltar af okkur fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn. En þetta sendir ákveðin skilaboð fyrir framhaldið að standa svona í topp fimm landsliði í heiminum, ekki satt? „Algjörlega, ég er bara hjartanlega sammála þér. Það er gríðarlega sterk. Mig langar að nefna stuðninginn sem við fengum úr stúkunni. Maður er hálf meyr yfir því hvað þau voru frábær. Gott að sjá fjölskylduna í stúkunni og svona, það gefur manni extra,“ segir Steinunn sem naut sín vel í góðri stemningu í höllinni, á hennar fyrsta leik á stórmóti. „Þetta var rosalega gaman. Ég viðurkenni að það var smá fiðringur í upphitun og svona. En ég var samt bara frekar slök. Þetta er náttúrulega bara handboltaleikur en á risastóru sviði og í fyrsta skipti þarna. Mér leið mjög vel,“ segir Steinunn. Steinunn spilaði þá um 55 mínútur í leiknum og hljóp mest allra á vellinum. Hvernig er skrokkurinn eftir átökin? „Ég held hann sé bara góður. Ég sá eitthvað ísbað þarna inni í klefa, ég held ég fari að nýta það,“ segir Steinunn létt að endingu. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Auðvitað hefði maður tekið þessu fyrirfram, að vera í jöfnum leik gegn Hollandi, þessari sterku þjóð, og eiga séns á að mögulega vinna þær. Það er bara stutt á milli. Ef við hefðum nýtt einhver færi og staðið aðeins betur vörnina og slíkt hefðum við getað unnið þær,“ segir Steinunn enn fremur. Klippa: Steinunn beint í ísbað eftir leik Íslenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og leiddi allan fyrri hálfleikinn. Það var svekkjandi að staðan hafi verið jöfn í hálfleik en nokkrir tapaðir boltar undir lok fyrri hálfleiks höfðu þar sitthvað að segja. Hollendingar komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og Ísland skoraði ekki mark á rúmlega fimm mínútna kafla. „Við vissum að það gætu komið áhlaup en mér fannst við standa ágætlega. Við komum til baka og jöfnum aftur og eigum tækifæri á að komast yfir. Mér finnst það gríðarlega stórt skref fram á við. Ég held að þegar við horfum til baka eigum við eftir að vera stoltar af okkur fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn. En þetta sendir ákveðin skilaboð fyrir framhaldið að standa svona í topp fimm landsliði í heiminum, ekki satt? „Algjörlega, ég er bara hjartanlega sammála þér. Það er gríðarlega sterk. Mig langar að nefna stuðninginn sem við fengum úr stúkunni. Maður er hálf meyr yfir því hvað þau voru frábær. Gott að sjá fjölskylduna í stúkunni og svona, það gefur manni extra,“ segir Steinunn sem naut sín vel í góðri stemningu í höllinni, á hennar fyrsta leik á stórmóti. „Þetta var rosalega gaman. Ég viðurkenni að það var smá fiðringur í upphitun og svona. En ég var samt bara frekar slök. Þetta er náttúrulega bara handboltaleikur en á risastóru sviði og í fyrsta skipti þarna. Mér leið mjög vel,“ segir Steinunn. Steinunn spilaði þá um 55 mínútur í leiknum og hljóp mest allra á vellinum. Hvernig er skrokkurinn eftir átökin? „Ég held hann sé bara góður. Ég sá eitthvað ísbað þarna inni í klefa, ég held ég fari að nýta það,“ segir Steinunn létt að endingu.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira