Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 22:02 Stelpurnar voru frábærar í naumu 27-25 tapi fyrir sterku liði Hollands. Frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Það vantaði svo lítið upp á. Maður þurfti að anda aðeins og stilla sig af áður en sest var að skrifum eftir þennan leik stelpnanna okkar við Hollendinga. Djöfull vorum við nálægt þessu. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Flestir bjuggust við öruggum sigri Hollendinga í dag. Ég viðurkenni skömmustulega að ég var þar á meðal. Ég bjóst ekki við þessu. Fyrr í dag rifjaði ég upp annan leik gegn toppliði, við Frakka á HM í fyrra. Þar var Ísland lent 7-0 undir snemma. Byrjunin hafði ekki verið frábær gegn Slóveníu í fyrsta leik þess móts heldur og tapaðist sá leikur í rauninni á slakri byrjun. Ég hafði áhyggjur af því að Hollendingar myndu slökkva allan íslenskan vonarneista snemma. Stelpurnar tróðu sokk upp í mig. Og það var greinilegt frá byrjun að þetta var ekki að fara að enda í stórtapi eins og margur bjóst eflaust við. Stelpurnar voru algjörlega geggjaðar gegn hávöxnu og hröðu hollensku liði og hefðu í raun átt að leiða í hálfleik. En hefðum líka getað verið undir ef ekki væri fyrir Elínu Jónu. Þvílík frammistaða. Erfiður kafli í byrjun seinni þar sem Ísland skoraði ekki í tæpar sex mínútur gaf Hollendingum fjögurra marka forystu. Jæja, þar fór það, hugsaði maður. Hversu stórt verður tapið? Aftur át ég sokk. Þetta endaði vissulega í tapi en Ísland var í séns og hélt í við þetta lið, sem varð í fimmta sæti á HM og ÓL, allan tímann. Steinunn Björnsdóttir sagði við mig eftir leik að tilfinningarnar væru mjög blendnar. Ég upplifði það sama. Þetta er ansi svekkjandi. Það vantaði svo lítið upp á. Gamli góði herslumunurinn. En á sama tíma var svo frábær stemning, hetjudáð innan vallar og þetta er allt saman mjög lofandi fyrir framhaldið. Elín Klara kláraði leikinn með þessari biluðu neglu í slá og inn. Bæng. Komum á þeim nótum inn í næsta leik, takk. Úkraína er næst á sunnudag. Ef við spilum eins og í kvöld fer sá leikur aðeins á eina leið. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Flestir bjuggust við öruggum sigri Hollendinga í dag. Ég viðurkenni skömmustulega að ég var þar á meðal. Ég bjóst ekki við þessu. Fyrr í dag rifjaði ég upp annan leik gegn toppliði, við Frakka á HM í fyrra. Þar var Ísland lent 7-0 undir snemma. Byrjunin hafði ekki verið frábær gegn Slóveníu í fyrsta leik þess móts heldur og tapaðist sá leikur í rauninni á slakri byrjun. Ég hafði áhyggjur af því að Hollendingar myndu slökkva allan íslenskan vonarneista snemma. Stelpurnar tróðu sokk upp í mig. Og það var greinilegt frá byrjun að þetta var ekki að fara að enda í stórtapi eins og margur bjóst eflaust við. Stelpurnar voru algjörlega geggjaðar gegn hávöxnu og hröðu hollensku liði og hefðu í raun átt að leiða í hálfleik. En hefðum líka getað verið undir ef ekki væri fyrir Elínu Jónu. Þvílík frammistaða. Erfiður kafli í byrjun seinni þar sem Ísland skoraði ekki í tæpar sex mínútur gaf Hollendingum fjögurra marka forystu. Jæja, þar fór það, hugsaði maður. Hversu stórt verður tapið? Aftur át ég sokk. Þetta endaði vissulega í tapi en Ísland var í séns og hélt í við þetta lið, sem varð í fimmta sæti á HM og ÓL, allan tímann. Steinunn Björnsdóttir sagði við mig eftir leik að tilfinningarnar væru mjög blendnar. Ég upplifði það sama. Þetta er ansi svekkjandi. Það vantaði svo lítið upp á. Gamli góði herslumunurinn. En á sama tíma var svo frábær stemning, hetjudáð innan vallar og þetta er allt saman mjög lofandi fyrir framhaldið. Elín Klara kláraði leikinn með þessari biluðu neglu í slá og inn. Bæng. Komum á þeim nótum inn í næsta leik, takk. Úkraína er næst á sunnudag. Ef við spilum eins og í kvöld fer sá leikur aðeins á eina leið.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira