Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 22:02 Stelpurnar voru frábærar í naumu 27-25 tapi fyrir sterku liði Hollands. Frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Það vantaði svo lítið upp á. Maður þurfti að anda aðeins og stilla sig af áður en sest var að skrifum eftir þennan leik stelpnanna okkar við Hollendinga. Djöfull vorum við nálægt þessu. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Flestir bjuggust við öruggum sigri Hollendinga í dag. Ég viðurkenni skömmustulega að ég var þar á meðal. Ég bjóst ekki við þessu. Fyrr í dag rifjaði ég upp annan leik gegn toppliði, við Frakka á HM í fyrra. Þar var Ísland lent 7-0 undir snemma. Byrjunin hafði ekki verið frábær gegn Slóveníu í fyrsta leik þess móts heldur og tapaðist sá leikur í rauninni á slakri byrjun. Ég hafði áhyggjur af því að Hollendingar myndu slökkva allan íslenskan vonarneista snemma. Stelpurnar tróðu sokk upp í mig. Og það var greinilegt frá byrjun að þetta var ekki að fara að enda í stórtapi eins og margur bjóst eflaust við. Stelpurnar voru algjörlega geggjaðar gegn hávöxnu og hröðu hollensku liði og hefðu í raun átt að leiða í hálfleik. En hefðum líka getað verið undir ef ekki væri fyrir Elínu Jónu. Þvílík frammistaða. Erfiður kafli í byrjun seinni þar sem Ísland skoraði ekki í tæpar sex mínútur gaf Hollendingum fjögurra marka forystu. Jæja, þar fór það, hugsaði maður. Hversu stórt verður tapið? Aftur át ég sokk. Þetta endaði vissulega í tapi en Ísland var í séns og hélt í við þetta lið, sem varð í fimmta sæti á HM og ÓL, allan tímann. Steinunn Björnsdóttir sagði við mig eftir leik að tilfinningarnar væru mjög blendnar. Ég upplifði það sama. Þetta er ansi svekkjandi. Það vantaði svo lítið upp á. Gamli góði herslumunurinn. En á sama tíma var svo frábær stemning, hetjudáð innan vallar og þetta er allt saman mjög lofandi fyrir framhaldið. Elín Klara kláraði leikinn með þessari biluðu neglu í slá og inn. Bæng. Komum á þeim nótum inn í næsta leik, takk. Úkraína er næst á sunnudag. Ef við spilum eins og í kvöld fer sá leikur aðeins á eina leið. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Flestir bjuggust við öruggum sigri Hollendinga í dag. Ég viðurkenni skömmustulega að ég var þar á meðal. Ég bjóst ekki við þessu. Fyrr í dag rifjaði ég upp annan leik gegn toppliði, við Frakka á HM í fyrra. Þar var Ísland lent 7-0 undir snemma. Byrjunin hafði ekki verið frábær gegn Slóveníu í fyrsta leik þess móts heldur og tapaðist sá leikur í rauninni á slakri byrjun. Ég hafði áhyggjur af því að Hollendingar myndu slökkva allan íslenskan vonarneista snemma. Stelpurnar tróðu sokk upp í mig. Og það var greinilegt frá byrjun að þetta var ekki að fara að enda í stórtapi eins og margur bjóst eflaust við. Stelpurnar voru algjörlega geggjaðar gegn hávöxnu og hröðu hollensku liði og hefðu í raun átt að leiða í hálfleik. En hefðum líka getað verið undir ef ekki væri fyrir Elínu Jónu. Þvílík frammistaða. Erfiður kafli í byrjun seinni þar sem Ísland skoraði ekki í tæpar sex mínútur gaf Hollendingum fjögurra marka forystu. Jæja, þar fór það, hugsaði maður. Hversu stórt verður tapið? Aftur át ég sokk. Þetta endaði vissulega í tapi en Ísland var í séns og hélt í við þetta lið, sem varð í fimmta sæti á HM og ÓL, allan tímann. Steinunn Björnsdóttir sagði við mig eftir leik að tilfinningarnar væru mjög blendnar. Ég upplifði það sama. Þetta er ansi svekkjandi. Það vantaði svo lítið upp á. Gamli góði herslumunurinn. En á sama tíma var svo frábær stemning, hetjudáð innan vallar og þetta er allt saman mjög lofandi fyrir framhaldið. Elín Klara kláraði leikinn með þessari biluðu neglu í slá og inn. Bæng. Komum á þeim nótum inn í næsta leik, takk. Úkraína er næst á sunnudag. Ef við spilum eins og í kvöld fer sá leikur aðeins á eina leið.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira